Parry talar

Echo hefur nokkra [punkta eftir Rick Parry](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15675100%26method=full%26siteid=50061%26headline=it%2ds%2dno%2dgo%2dfigo%2d%2d%2dreds-name_page.html) varðandi leikmannakaup:

Luis Figo: Möguleiki ef hann lækkar launakröfur
Dirk Kuyt: Of dýr
Peter Crouch: Of dýr
Sidney Govou: Mjög ólíklegt.
Jose Reina: Pottþétt.

Reyndar er greinin sambland af orðum Parry og blaðamanns, en þetta var meginmálið.

3 Comments

  1. Ég er sáttur við Benitez að hann sé ekki að láta lið hækka allt upp úr öllu valdi bara af því að Liverpool slefar hreinlega yfir manninum af áhuga. Mér sýnist að Benitez hafi alveg vit á peningum því hann er ekkert að hoppa útí hlutina og spreða vinstri hægri án þess að hugsa. Greinilegt hver er með peningaveskið á hans heimili :laugh:

  2. Mér finnst þetta nú vera ansi loðið. Eina “kvótið” í Parry er “Very unlikely”. Hitt er ekkert concrete.

    Sérstaklega ekki með Kuyt. Blaðamaður segir að þeir hafi verið priced out þar, en það virðist vera sem svo að Parry hafi þarna bara verið að svara spurningu varðandi Gouvu.

    Mitt mat á þessari grein er því svona:

    Luis Figo: Möguleiki ef hann lækkar launakröfur
    Dirk Kuyt: Kemur ekkert fram frá Parry um þetta
    Peter Crouch: Kemur ekkert fram hjá Parry um þetta
    Sidney Govou: Mjög ólíklegt.
    Jose Reina: Kemur ekkert fram hjá Parry um þetta, en við vitum að þetta er pottþétt :biggrin2:

  3. Kuyt og Crouch of dýrir?

    Step forward, Milan Baros…

    …skyndilega finnst mér óbreytt framlína vera mjög, mjög líkleg fyrir næsta tímabil. Þá er spurningin bara: erum við svo illa staddir með Morientes, Cissé, Baros, Pongolle, Le Tallec, Mellor, Kewell og García sem sóknarþunga?

Evra verður áfram hjá Monaco

Leikmenn mættir