Evra verður áfram hjá Monaco

Umboðsmaður vinstri bakvarðarins Patrice Evra [hefur staðfest](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=287582&cpid=24&CLID=14&lid=&title=Evra+set+to+stay&channel=premiership) að hann verði áfram hjá Monaco í það minnsta eitt tímabil.

Umboðsmaðurinn segir að Liverpool hafi boðið í leikmanninn peninga+leikmenn, en Monaco hafi ekki haft áhuga. Þá er spurningin hvort Rafa muni leita að öðrum vinstri bakverði, eða hvort hann sé sáttur við Riise/Traore.

Ég verð að játa að þrátt fyrir að þeir báðir hafi leikið vel á síðasta tímabili, þá held ég að þetta sé staða, sem við þurfum að styrkja fyrir næsta tímabil.

9 Comments

  1. Er nú Riise ekki sókndjarfari eldur en Finnan. Hvað þá með hægri bakvarðarstöðuna?

    Eða erum við ekki að styrkja okkur fram á við? :blush:

  2. Já ég er sammála því að styrkja til dæmis þessa stöðu og hægri bak líka, og svo vantar okkur einn eldfjótan miðvörð líka. Ég skil ekki þennan æsing í kringum sóknarmenn, allavega er það ekki efst í forgangsröðinni í mínum huga.

  3. Við eigum klárlega að einbeita okkur að þessu:
    bakverði, bæði vinstri og hægri.
    Miðvörð(verði)…. ekki nóg að hafa bara hyypia og Carra.
    Miðjumenn, þá bæði varnarsinnaðan og sókndjarfan ásamt 2 kantmönnum.

    sóknarmann… fer eftir því hvort baros fer eður ei.

  4. Ég tel hægri bakvörðinn vera talsvert minna vandamál en sá vinstri, þar sem ég tel Finnan vera betri bakvörð en Riise og Traore.

    Og viljum við fleiri varnarsinnaða miðjumenn? Er ekki nóg að vera með Alonso, Hamann og (ef þarf) Gerrard. Gerrard hefur t.d. leyst þá stöðu í enska landsliðinu. Að mínu mati þurfum við sókndjarfa miðjumenn og kantmenn í liðið

  5. Varðandi varnarsinnaðan miðjumann þá er ég að gefa mér að Gerrard verði ávallt notaður sem sókndjarfur… enginn af þeim ungu er nægilega góður ef Hamann eða Alonso er meiddur og eða þreyttur… margir leikir framundan og enginn Biscan lengur hjá okkur…

    Samt orðið svolítið pirrandi að við erum ekki búnir að loka neinum kaupum ennþá….

    Finnan er ágætur, samt alls ekki meira en miðlungsleikmaður líkt og Riise og Traore… væri gaman að LFC myndi frá og með þessu tímabili eingöngu kaupa toppleikmenn til að styrkja liðið og þeir sem fyrir eru myndu vera back up eða squad leikmenn

  6. >Samt orðið svolítið pirrandi að við erum ekki búnir að loka neinum kaupum ennþá?.

    Leikmannaglugginn opnar ekki fyrr en 1.júlí 🙂

    >Finnan er ágætur, samt alls ekki meira en miðlungsleikmaður

    Steve Finnan var án efa einn af þrem bestu hægri bakvörðunum í ensku deildinni í vetur. Hann er ansi langt frá því að vera miðlungsleikmaður.

  7. Mér finnst alveg sorglegt þegar menn eru sífellt að klifa á því að hinn og þessi sé svo mikill meðalmaður. Riise og Finnan eru báðir búnir að eiga frábær tímabil og samt eru menn hérna háskælandi. Horfið þið ekkert á fótbolta? Finnan hefur varla stigið eitt feilspor í allan vetur. Hann var dapur í fyrra en tímabilin tvö þar á undan var hann besti hægri bakvörðurinn í deildinni. Sumir vitleysingar virðast mynda sér skoðun strax á mönnum sem getur svo ekki breyst. Menn ákváðu í fyrra eða í byrjun að einhver væri vonlaus og menn halda í það alveg sama hvað tautar og raular. Menn hakka Traore í sig og samt átti hann virkilega gott tímabil og sannaði sig sem einn allra besti tæklarinn í deildinni. Nei horfum bara á sjálfsmarkið hjá honum. HVað eru toppleikmenn? Veron? Kléberson? Crespo? Kezman? Ertu að tala um svona heimsklassamenn? Þessi CM kynslóð er að verða óþolandi.

  8. ég veit að leikmannaglugginn opnar ekki fyrr en 1. júlí en það er samt sem áður hægt að ganga frá kaupum á leikmönnum fyrir þann tíma.

    Hvað varðar Finnan þá finnst mér hann einfaldlega ekkert frábær… hann er, að mínu viti, miðlungsbakvörður og verður aldrei frábær.

    Traore er frábær tæklari eins og Gary Doherty er frábær skallamaður en er það nægilega gott ef við ætlum okkur að berjast um enska titilinn….???

    CM kynslóð? þýðir það þeir sem spila Championship Manager og vita ekkert um knattspyrnu? eða hvað? Ég horfði á alla þá leiki sem ég gat í vetur sem og ég á ekki þennan leik.

    Ennfremur geta menn haft sína skoðun á leikmönnum og verið ósammála um það eins og Kristján og Einar elska Baros og hafa óbilandi trú á honum þótt hann hafi verið slappur eftir áramót og ítrekað tjáð sig klaufalega undanfarið í fjölmiðlum.

    Sammála um að vera ósammála? 🙂

  9. >hann er, að mínu viti, miðlungsbakvörður og verður aldrei frábær.

    Hvaða hægri bakverði í ensku deildinni myndir þú telja frábæra? Hvern myndirðu vilja hafa frekar en Finnan? Mér finnst aðeins tveir koma til greina. Lauren og Ferreira. Og Ferreira kostaði 14 milljónir punda!

    Það er einfaldlega ekkert alltof mikið framboð af “frábærum” bakvörðum. Ég get ekki séð hvaða hægri bakvörður væri augljós framför framyfir Finnan einsog staðan er í dag, án þess að sá sami kosti einhverjar brjálæðislegar upphæðir.

    Ertu kannski með einhverjar tillögur.

    Og by the way, ég var langt frá því að vera mikill Finnan aðdáandi. LANGT því frá. En hann var frábær allan síðasta vetur og á því skilið smá kredit frá okkur.

    En svo getum við líka verið sammála um að vera ósammála. En ég held samt að þú ættir að gefa Finnna aðeins meira kredit 🙂

Stelios til Liverpool?

Parry talar