Kirkland til W.B.A. (að láni)

Þetta er að mínu mati góðar fréttir: [Kirkland looks to move in loan deal](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15609822&method=full&siteid=50061&headline=kirkland-looks-to-move-in-loan-deal-name_page.html)

Samkvæmt Echo, þá mun Chris Kirkland verða lánaður til W.B.A út tímabilið. Hann fær þá tækifæri til að sanna sig að nýju. Tækifæri, sem hann hefði sennilega ekki fengið hjá Liverpool.

Núna getur hann vonandi sannað sig og að annaðhvort fær Liverpool almennilegan pening fyrir hann í lok tímabilsins, eða þá að hann kemur sterkur tilbaka. Það væri allavegana galið að selja Kirkland núna, því hann er nánast verðlaus í dag.

2 Comments

  1. Þetta er frábært! Nú fær strákurinn tækifæri til að sýna hvað hann getur og við fáum einhvern smá aur fyrir hann seinna! …Ef hann meiðist ekki! :tongue:

  2. Gott mál. Ég vona að hann nái að vera eitt og eitt skot svo Liverpool fái eitthvað fyrir hann næsta sumar.

    Ég tel ekki miklar líkur á að hann muni treysta sig í sessi sem markvörður #1 á Anfield á næstu árum.

    Vona samt að hann nái landsleik, þó ekki væri nema til að pabbi hans fái útborgað frá veðbönkunum 😉

Joaquín: smá uppfærsla

HAMANN SKRIFAR UNDIR (STAÐFEST!)