Villareal kaupa markvörð

Jæja, þetta eru svo sem ekki gríðarlega miklar fréttir … en miðað við gúrkutíðina undanfarna daga, þá er þetta bara nokkuð stór frétt. 🙂

Allavega, Villareal voru að kaupa markvörð, sá heitir Mariano Barbosa, er tvítugur að aldri og kemur frá liðinu Banfield í heimalandi sínu, Argentínu.

Hvað kemur þetta Liverpool við? Jú, honum er ætlað að fylla í skarðið sem José Reina mun skilja eftir sig hjá Villareal. Með öðrum orðum, þá er Reina núna greinilega frjálst að yfirgefa Villareal, úr því að þeir hafa þegar tryggt sér staðgengil, og því ætti ekki að vera langt að bíða eftir því að tilkynnt verði um kaupin á honum. Ég geri ráð fyrir að samningar verði kláraðir og undirritaðir þegar Parry og Rafa koma úr fríi, einhvern tímann fyrir helgina skilst mér.

Í öðrum fréttum þá er það helst að á föstudaginn verður víst loks haldinn þessi blessaði símafundur hjá UEFA, þar sem ákveðið verður um mögulega aðild Liverpool að Meistaradeildinni næsta haust. Aldrei hef ég heyrt eitt símtal þurfa jafn langan undirbúning, en svona er þetta bara hjá UEFA. Fáum vonandi góðar fréttir á föstudag. 🙂

STOP THE PRESS!!!

Rafa býður í Alberto Luque!