Zenden slúðrið magnast

Slúðrið um Zenden virðist vera að fara á flug. Pabbi hans [var í viðtali við Sky Sports](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=282096&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Reds+make+Zenden+contact&channel=Football_Home):

>”Someone from Liverpool has talked to Middlesbrough. Liverpool did a wonderful job in the Champions League final and they have a Spanish manager who Bolo knows very well from his time in Spain.

>”He likes Middlesbrough very much, the fans voted him player of the year and Steve McClaren is a nice trainer, but he wants to play as high as possible.”

Síðustu setninguna má endurskrifa svona: “Hann *kunni* ágætlega við sig hjá Boro, en honum langar núna til að spila fyrir Liverpool. Kannski er það ekki svo galið að fá Zenden til Liverpool. Mér fannst hann einu sinni vera fantagóður leikmaður og hélt uppá hann þegar hann var hjá Barca. Ég hélt þó að honum hefði farið mikið aftur hjá Boro.

En hann virðist hafa verið að spila ágætlega á síðasta tímabili og var nú valinn maður tímabilsins hjá Boro, þannig að eitthvað er hann að gera rétt. Svo myndi hann auðvitað ekki kosta krónu!

4 Comments

  1. nei nei nei og aftur nei… búinn að ítreka afstöðu mína til þessa máls.

    Engann Zenden og engann Crouch!!! punktur

  2. Af hverju ekki að fá Zenden ef hann kostar ekki krónu? Ég hef mikla trú á því að hann getur gert góða hluti með Liverpool og einnig Peter Crouch þótt það pirri mig stundum hvað hann er sljór og slánalegur á velli.

    Ég allavega treysti Benítez hundrað prósent fyrir leikmannamarkaðnum í sumar. Áfram Liverpool 🙂

  3. Það er kannski ekki jafn flashy að fá leikmann frá Boro og t.d. Barca, en Zenden er gríðarlega öflugur og reyndur leikmaður. Myndi ganga inn í _flest_ lið í deildinni. Getur þar að auki spilað bæði á kantinum og miðri miðjunni, hugsanlega utility-sub (þ.e.a.s. ef honum tækist ekki hreinlega að festa sér séss í byrjunarliðinu)?

Crouchy ákveður sig í vikunni!

Meira um Jose og markverðina