Þriðjudagur til þrautar

Jæja, þriðjudagurinn er runninn upp og Einar Örn er floginn út til Istanbúl, ásamt einhverjum tugum skítheppinna Íslendinga. Og ég? Takk fyrir að spyrja, en ég er enn í sófanum mínum hér í Hafnarfirði. Sem er ekki hverfi í Istanbúl, heldur bara þorp rétt sunnan við Reykjavík. Á Íslandi. Í Norður-Atlantshafi.

Ég? Bitur? Ekk’að ræða’ða… 😉

Hvað er svo í fréttum í dag? Maður verður á vaktinni allan daginn, mun kannski uppfæra þessa færslu ef eitthvað nýtt og stórt gerist, en kem að öðru óbreyttu með loka-Upphitunina í kvöld. Dagurinn á morgun verður svo stór, ég ætla að koma mér í Hall Of Fame bloggara með því að gjörsamlega missa mig á þessari síðu á morgun.

En í fréttum er þetta annars helst:

MILAN BAROS er ekki gáfaður maður. Það er sólarhringur í leik, og hann staðfestir það að umboðsmaður hans sé þegar byrjaður að semja við önnur lið. Hefurðu heyrt talað um liðsheild, Mílan? Þegar maður er hluti af liðsheild – sannkallaður team player – þá er maður ekki að tala um neitt annað en liðið, sólarhring fyrir mikilvægasta leik þessa liðs í 20 ár (og á ævi þinni) !!! En nei, Baros er víst á leiðinni til Valencia (í skiptum fyrir Sissoko skilst mér, líst ekkert illa á það) og því er eins gott að við njótum þess að horfa á hann í síðasta sinn í rauðu treyjunni á morgun. Hann hefur þjónað okkur vel í fimm ár og við Einar höldum mikið upp á hann, en það verður að segjast að það eru mér stór vonbrigði hvernig hann virðist ætla að ljúka sambandi sínu við Liverpool, með skotum, fýlu og leiðindum…

Hvað meira? Jú, Silvio Berlusconi afskrifar Liverpool í leiknum á morgun. Það er augljóst á ummælum hans hvers vegna hann er ekki þjálfari Milan – sem hann væri ef hann gæti það, bölvaður egóistinn. Endilega, ég vona að sem flestir afskrifi okkur fyrir þennan leik! Því fleiri, því betra! Irony … come on in!

Langur dagur framundan. Andið rólega…

4 Comments

  1. Oooooo………….. ekki er ég ánægður með Baros núna.

    Þetta er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda 10 mín fyrir leik. Núna loksins þegar Gerrard er farinn að taka utan um Liverpool og nánast segja það berum orðum að framtíð hans liggi hjá okkur þá kemur svona tjara frá Baros. Gat hann ekki bara beðið með þetta í tvo daga……….. 😡

    Baros er að reyna leika einhverja taktík á Benites en ég held að þar hitti hann algjörlega fyrir ofjarl sinn……. :rolleyes:

    Vonandi hefur þetta blaður í Baros ekkert áhrif á okkar menn og vonandi mæta þeir einbeittir til leiks.

    En það kæmi mér ekki á óvart að Cissé byrji inn á.

    ………. ég er orðinn svo spenntur…………

    Nú eru bara 26 tímar í leik…….. ooooooooo hvað það væri nú yndislegt ef við myndum vinna Meistaradeildina………. ég má varla hugsa þá hugsun til enda…… 🙂

  2. Ég held að ummæli Baros í fjölmiðlum beri vott um ákveðna gremju af hans hálfu. Hann var settur á bekkinn fyrir Morientes í úrslitaleik Deildarbikarsins, og sennilega er hann búinn að átta sig á því að hann verður á bekknum gegn Milan, og því lætur hann svona hluti út úr sér.

    Ég verð að segja, eins mikill Baros-aðdáandi og ég er, að miðað við þessi ummæli hans þá er sennilega betra að Cissé byrji leikinn. Hann er þarna fyrir liðið, á meðan Baros virðist enn einu sinni ætla að velta sér upp úr einhverju óréttlæti í eigin garð, frekar en að hugsa um liðsheildina.

    ÞEGAR hann svo fer í sumar verður það að lokum ástæðan: hann getur ekki spilað FYRIR liðið, heldur finnst honum liðið eiga að spila FYRIR hann. Þar liggur vandinn og því miður verður hann ekki leystur.

    Vona bara að hann kveðji þá með virktum á morgun og setji sigurmarkið! 🙂

  3. Cisse inn takk fyrir, ég var nú líklegast einn af síðustu stuðningsmönnum Baros en hann hefur bara ekkert verið að gera síðustu mánuði og manni fannst hann alltaf bara vera að reyna að gera sem mest sjálfur, held að hann sé bara betur geymdur annarsstaðar því hann virðist bara ekkert líklegur til að spila fyrir liðið eins og þú segir.

    En SHITTURINN það er svo stutt í þetta 🙂

  4. Þetta er gamalt viðtal sem að er birt núna til þess að valda óró meðal Liverpool stuðningsmanna og leikmanna.

Gæsahúð

Lokaupphitun: Úrslitaleikurinn á morgun!