Fjórða sætið

Everton [tapaði í kvöld](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4528611.stm) fyrir Arsenal

**SJÖ – NÚLL**

Hvað erum við að gera fyrir neðan þetta lið í deildinni?

11 Comments

  1. úff… já ætli maður sé ekki sammála Ásgrími núna… við lendum ekki fyrir neðan Everton í deildinni nema að hafa verið slakari en þeir þegar á heildina er litið… ekki lýgur stigataflan! Samt sorglegt því Liverpool mun aldrei tapa fyrir neinu liði 7-0…. það bara gerist ekki!
    Hvað um það þá svekki ég mig ekki lengur á þessu 4.sæti heldur einbeitum okkur að Istanbúl 25. maí! Er einhver með númerið hjá Halim?

  2. Af því að við vorum betri en þeir á tímabilinu þrátt fyrir að vera hundlélegir en samt….á einhvern fáránlegan hátt tókst okkur að fá færri stig.

  3. Þetta er nákvæmlega það sem er svo óþolandi fyrir mér. Mér er slétt sama að þetta skuli vera fokking Everton sem eru fyrir ofan okkur, en að við skulum svo augljóslega vera með miklu, miklu, miklu betra lið en þeir er það sem pirrar mig. Mér líður eins og héranum sem leyfði skjaldbökunni að vinna kapphlaupið, af því að ég svaf á verðinum. Ég veit að ég er miklu fljótari en skjaldbakan, og get því aðeins verið reiður sjálfum mér fyrir að leyfa henni að vinna kappið!

    Helvítis asnaskapur að enda fyrir neðan þetta lið… þetta má ALDREI endurtaka sig!

  4. Everton eiga þetta sæti fyllilega skilið, frábær árangur. Ég væri verulega bjartsýnn væri ég Everton stuðningsmaður… Hérinn fótbrotnaði og hleypti skjalbökunni framúr.

    Eru Spánverjar svarið? Þjálfari okkar er að mínu mati frábær. Veit ekki með metnað leikmanna, þeir eru of sætir!!! Þeir eru smitandi…

    Af hverju vilja þeir ekki vinna leiki í deildinni? Er það sjónvarpið?

    HA?

  5. Á lið sem tapar 7-0 fyrir liðinu í öðru sæti fjórða sætið skilið?

    Eru Spánverjar ekki góðir í fótbolta af því að þeir eru sætir? DAVID BECKHAM er enskur!!!

    Og horfa þeir á sjónvarp, og það hefur áhrif á sigurvilja þeirra?????

    Friðgeir Ragnar, ég veit varla hvaða tungumál þú ert að tala…

  6. Hvað erum við að gera fyrir neðan þetta lið í deildinni?

    Mjög góð spurning?
    😡 😡 😡

  7. Strákar!….Við bara VERÐUM að vinna Meistaradeildina!!! Það er ekkert annað sem dugar sko!!!….Annars er þetta bara klúður….að horfa á eftir Everton fara í meistaradeildina, og ef til vill draga til sín menn sem vilja frekar fara þangað en til okkar því þeir verða þar en ekki við! :confused:
    Það bara getur ekki annað verið en að við fáum að verja titilinn, vinnum við CL…..
    Milan hvað??? :biggrin:

  8. Hannes:

    >ef til vill draga til sín menn sem vilja frekar fara þangað en til okkar því þeir verða þar en ekki við!

    Ég skal éta hattinn minn ef að einhver leikmaður, sem við erum á eftir, mun velja Everton fram yfir Liverpool. Sá þyrfti að vera veikur á geði 🙂

  9. Erum við virkilega svo grunnir og sjálfumglaðir að halda það að þetta hafi verið Everton eins og það hefur verið að spila í vetur? Auðvitað er spennufall hjá svona liði eftir að það er búið að tryggja sér 4. sætið. Hugurinn ber menn hálfa leið. Þarna var hugurinn hjá Everton mönnum ekki til staðar.

    Ég er Liverpool aðdándi en það þýðir ekki að ég þurfi ekki að vera raunsær. Hvað með ykkur?

Ýmislegt

Framherjamálin…