AC Milan skal það vera!

Var að horfa á stórskemmtilegan leik PSV Eindhoven og AC Milan. PSV vann 3-1 en AC unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á marki skoruðu á útivelli.

AC MILAN – LIVERPOOL í Istanbul, miðvikudaginn 25. maí. Hvernig líst mönnum á það? Ég er hvergi banginn persónulega … við unnum Juventus, er eitthvað því til fyrirstöðu að við vinnum AC Milan líka? 🙂

**Uppfært (Einar Örn)**: Ég verð nú að segja að miðað við hvernig þetta einvígi milli PSV og Milan hefur gengið að þá er ég bara ágætlega bjartsýnn. Fyrir nokkrum vikum hefði ég ekki verið ýkja bjartsýnn, en þetta Milan lið hefur sýnt FULLT af veikleikjamerkjum gegn PSV.

Í báðum leikjunum, þá var PSV að mínu mati betra liðið. PSV óðu í færum í báðum leikjum og þeir skora þrjú mörk í seinni leiknum. Þeir, sem héldu að Milan vörnin væri ósigrandi (einsog Juve vörnin átti að vera) hafa orðið að skipta um skoðun.

En núna förum við inní úrslitaleikinn sem “minna liðið” og allir búast við að við munum tapa. Það hentar Liverpool ágætlega 🙂

8 Comments

  1. Skitlett fyrir Liverpool, teir geta prisad sig saela ad fa ekki besta lid Evropu (ad minu mati) i urslitunum.

    Ad visu ma ekki vanmeta lukku Milan manna sem er ognvaenleg. Mun lakari i badum leikjunum gegn PSV en vinna samt, svoleidis gera bara meistarar?

    Liverpool er to of sterkt fyrir Milan ad minu mati og vinna tvi sannfaerandi 1-0.

  2. Eftir að hafa fylgst með rimmu PSV og Milan þá er ég feginn að fá Milan. Mér fannst PSV vera mun betra liðið í báðum leikjunum og mjög óheppnir að detta út.

    Það hentar LFC líka mun betur að vera litla liðið og þetta Milan lið er ekkert ósigrandi, ekkert frekar en Chelsea eða Juventus.

    Carra setur Shevchenko í rassvasann eins og aðra súpersentera hingað til og við vinnum þetta 1-0 😯

  3. Það er fínt að fá Milan því að ef PSV hefði farið í úrslitin hefðu allir talað um það eftir leikinn (25. maí) að Liverpool hefði unnið eitthvað smálið í Hollandi !

    Það verður miklu sætara ÞEGAR VIÐ VINNUM AC MILAN…….. :biggrin2: Þetta líka stórveldi á Ítalíu !

  4. Fínnt að fá AC Milan. Athyglin verður meiri á þeim og við verðum litla liðið.

    Við eigum alveg jafn mikinn “séns” í AC Milan eins og við áttum í Leverkusen, Juventus og Chelsea

    :biggrin2:

    Yndislegt. Ég get ekki beðið eftir 25. maí.

    Þvílík stund. 😯

  5. Mér þykir þó gaman að benda á að báðir leikir AC Milan við PSV voru stórskemmtilegir, eins og Kristján Atli benti réttilega á. Síðustu 3 Liverpool leikir hafa aftur á móti verið einhverjir leiðinlegustu leikir knattspyrnusögunnar.

  6. Óóóó, erum við núna komnir í þennan pakka: Liverpool komnir í úrslitaleik meistaradeildarinnar, en við skömmumst okkar svo mikið af því að við spiluðum ekki eins og Brasilía 1970. Fyrirgefiði, hlutlausu áhugamenn, að við skulum ekki hafa opnað vörnina upp á gátt til að sem flest mörk myndu líta dagsins ljós. Ef þú ert púllari, Pétur, hvernig í lífinu getur þú sagt að ein sekúnda af Juve úti, Chelsea úti og Chelsea heima hafi verið leiðinleg? Ef þú heldur með einhverju öðru liði (að AC undanskildu), tjah, þá bara til hamingju með að halda með svona frábærlega skemmtilegu sóknarliði. Vona að þú finnir þér eitthvað skemmtilegt að gera þann 25. maí! :laugh:

  7. mér fannst það skemmtilegasta við þessa Liverpool leiki vera stemmningin og baráttan í mönnum..

Fór boltinn inn?

Ákvörðun í dag