Svíþjóð!

Ég er að fara til útlanda á miðvikudaginn. Fyrst til Póllands og svo til Svíþjóðar. Það lendir þannig að næsta laugardag og næsta miðvikudag verð ég í Stokkhólmi.

Því langar mig að vita hvar ég get horft á Liverpool leikina í Stokkhólmi. Veit það einhver? Eru einhverjir Liverpool pöbbar í Stokkhólmi? Ég missi af Portsmouth leiknum og höndla því ekki að missa af hinum leikjunum.

6 Comments

  1. tjahh, hann Thomas Brolin rekur einhvern fótboltapöbb þarna í stokkhólmi minnir mig, gætir jafnvel verið svo heppinn að rekast á kappann þarna 😛

  2. 🙂

    Jamm, eflaust er fullt af pöbbum sem sýna leikina, en ég hefði gaman af því að vera á pöbb með Liverpool mönnum, ekki einhverjum gömlu Leeds-urum 🙂

  3. Er einhver með nafn og staðsetningu á pöbb í London þar sem hægt er að horfa á Liverpool leiki í góðri stemmningu? Ég vil helst ekki lenda í því að horfa á undanúrslitaleikina á pöbb sem er fullur af Chelsea mönnum, en veit ekki hvert ég ætti að fara í London.

  4. O’Learys við Slussen er ágætur… sýna yfirleitt leiki á mörgum skjám, þ.a. þú ættir að geta séða leikinn þar

Helgarpælingar

Bolton tapar stigum