Möguleikar á fjórða sætinu

Eftir leik gærdagsins vantar manni eitthvað til að hressa sig við. Þessi mynd frá Juve leiknum kemur mér í betra skap 🙂


Varðandi prógrammið, sem er eftir í deildinni þá eigum við og Bolton 5 leiki eftir en Everton 6.

Ég er reyndar á því að Bolton liðið geti reynst hættulegra en Everton. Eftir þunglyndið í gær er ég orðinn aðeins hressari og því er ekki úr vegi að skoða nánar möguleika okkar á fjórða sætinu.

Allavegana, við eigum eftir þessa leiki:

20. apríl mið: Portsmouth á útivelli
23. apríl lau: Crystal Palace á útivelli
30. apríl lau: Middlesborough á Anfield
8. maí sun: Arsenal á útivelli
15. maí sun: Aston Villa á Anfield

Bolton á þessa leiki eftir:

19.apríl þri: Southampton á heimavelli
23.apríl lau: Aston villa á útivelli
30. apríl lau: Chelsea á heimavelli
7.maí lau: Portsmouth á útivelli
15.maí sun: Everton á útivelli.

Everton á þetta eftir:

20.apríl mið: Man U á heimavelli
23.apríl lau: Birmingham á heimavelli
30.apríl lau: Fulham á útivelli
7.maí lau: Newcastle á heimavelli
11.maí þri: Arsenal á útivelli
15.maí Bolton á heimavelli

Ok, við eigum að klára Portsmouth, Crystal Palace, Boro og Aston Villa. Portsmouth og Crystal Palace á útivelli vegna þess að það eru ekki svo sterk lið og Boro og Villa eigum við að klára á Anfield. Þá er Arsenal eftir og við ættum að geta náð jafntefli. Þannig að það þýðir 13 stig, sem þýðir að við endum með 64 stig.

Everton gæti tapað á móti Man U, Newcastle og Arsenal, gert jafntefli við Bolton og unnið Fulham og Birmingham. Það gera 7 stig og þeir enda því í 61 stig.

Bolton vinnur Southampton, Portsmouth og Villa en gerir jafntefli við Everton og Chelsea. Það eru 11 stig. Southampton eru að berjast fyrir lífi sínu, svo það verður erfitt og einnig hef ég trú á Aston Villa á þeirra heimavelli, en ég tippa samt á að þeir vinni. Þeir enda því í 63 stigum. Er þetta svo fjarri lagi?

Þannig að þetta endar svona:

Liverpool 64
Bolton 63
Everton 61

Er þetta svo galið?

Við erum með betra lið en Bolton og Everton og árangur okkar í Meistaradeildinni sýnir það. Það er vonandi að okkar menn sanni það og klári baráttuna um fjórða sætið með sæmd og geri okkur kleift að njóta Liverpool fótbolta á þriðju- og miðvikudögum næsta vetur.

15 Comments

  1. Ekki svo galið? Ég myndi frekar lýsa þessu sem best case scenario.

    Bolton-Everton jafntefli?

    13 stig af 15 mögulegum hjá liði sem hefur sennilega ekki náð svoleiðis rönni í allan vetur? Og það eftir 1 stig í tveimur síðustu leikjum? Og enn með í meistaradeildinni sem dreifir fókusnum?

    Auðvitað getur þetta alveg gerst fyrst þessi stig eru eftir í pottinum en mér þykir þú fjandi bjartsýnari en efni standa til.

    Svo líkar mér ekki röksemdafærslan þín um hvernig þú færð að Liverpool sé betra lið en Bolton og Everton. Hvers vegna er þá Liverpool ekki fyrir ofan þessi lið eftir alla þessa leiki í deildinni?

  2. uuuh, jú það enn möguleiki fyrir okkur(viðskiptavinina) þó svo að þessi spá þín um ákveðna leiki eigi sjálfsagt eftir að riðlast e-ð. að mínu mati förum við langt ef liðið spilar einsog það gerði á móti tottenham, þar vorum við nú óheppnir að fá mark ársins á okkur.

  3. Við endum í 5. sæti í deildinni……en vinnum Meistaradeildina og erum þ.a.l. inni á næsta ári og Everton situr eftir með sárt ennið í 4. sæti í deildinni og ekkert Meistaradeildarsæti!!!!!!

    YNWA

  4. Þurfum klárlega að ná mjög góðum endasprett til að þetta gangi upp. Hef samt trú á því að það gangi. Þetta tímabil er búið að vera svo ótrúlegur rússíbani að maður man varla annað eins. Neita bara að trúa því að Everton eða Bolton endi fyrir ofan okkur. Held að Benitez takist að landa 4. sætinu. Tel að Baros verði hetja í lokin…

  5. Já ég er alveg sammála því að við eigum enþá séns, en hvort við séum betra lið en Everton eða Bolton er kannski ekki svo auðvelt að segja. Á venjulegum degi spilum við líklega fallegri knattspyrnu en hin bæði og eigum líka betra lið Á PAPPÍRUNUM, en liðið sjálft hlýtur að dæmast af heildarárangri og þar erum við ekki að koma nógu vel út í 3 keppnum af 4. Aðeins meistaradeildin heldur okkur sem lið á floti yfir Bolton og Everton.

    Makkarinn: þú kvartar yfir því að þessi spá sé full bjartsýn, þá vil ég endilega segja þér að það virðist vera innbyggt í alla Liverpoolmenn að vera bjartsýna. Næsti leikur vinnst, næsti bikar vinnst og á næsta ári er það deildinn, þetta er hugsunarháttur sem er bara fjandi algengur í Liverpool mönnum. Enda veitir ekki af að vera bjartsýnn þegar við höldum með jafn óstöðugu liði og Liverpool (nú eða leiðinlegu eins og þegar Houllier stjórnaði). :biggrin:

  6. >Ég myndi frekar lýsa þessu sem best case scenario.

    Já, auðvitað. Það var tilgangur greinarinnar að lýsa einhverri atburðarrás, sem gæti gerst, þar sem við lendum í fjórða sætinu. Að mínu mati gæti þetta alveg eins gerst svona.

    Og svo hitti Daði auðvitað naglann á höfuðið með bjartsýnina. Ég held ALLTAF að Liverpool vinni leiki, sama hverjir andstæðingarnir eru og hvert gengi Liverpool hefur verið. Við bara erum svona 🙂

    Varðandi hvort liðið er best, þá er þetta einfaldlega mín skoðun, þrátt fyrir að taflan sýni annað. Ég er t.a.m. fullviss um að Liverpool myndi ná besta árangrinum í Meistaradeildinni af þessum fjórum liðum. Ég efa það ekki að þú ert mér ósammála, enda erum við stuðnigsmenn sitthvort liðsins og þvi eðlilegt að við séum ósammála 🙂

  7. Rétt er það hjá þér Einar Örn að fræðilega þá eigum við möguleika ! Hins vegar hefur það einhvern veginn verið svo hjá okkur að við erum alltaf með buxurnar niður á hælum þegar við mætum þessum litlu liðum sem við eigum að vinna. Síðasta dæmið er Liverpool vs. Tottenham ! Jú, við erum mikið betra lið (no offence Spurs fans) en samt sem áður þá höngum við í leiknum með því að jafna (og það ekki bara einu sinni – heldur TVISVAR). Það þarf eitthvað mikið til að við verðum ekki í 5.-6. sætinu í lok leiktíðarinnar !

    Ég óska þess svo innilega að við verðum í Meistaradeildinni að ári því að ef það er ekki svo þá er leiktíðin núna svo til tilgangslaus (hin keppnin (Evrópukeppnin) er rusl og L´pool er of gott lið til að vera keppa í henni).

    Varðandi hitt liðið í Liverpool borg þá hafa þeir sýnt það að þeir eru vanmetnir og næstu tveir leikir eru þar til séð mikilvægustu leikir þeirra hvað okkur varðar? Man.Utd. tapaði fyrir Norwich – af hverju ekki þeim bláu…..jafntefli á Old Trafford….? Ég ætla ekki að fara lofa þá bláu og hef marg oft vonað að þeir falli niður í einhverja neðri deildir (ásamt öðrum liðum) en á þessari leiktíð hafa þeir tekið upp á því að vera SPÚTNIK lið (sl. leiktíðir hafa verið hálfgert hjartalínurit) á móti því í fyrra enduðu þeir í 17. sæti og þar áður í 7. !

  8. “Ok, við eigum að klára Portsmouth, Crystal Palace, Boro og Aston Villa. Portsmouth og Crystal Palace á útivelli vegna þess að það eru ekki svo sterk lið og Boro og Villa eigum við að klára á Anfield. Þá er Arsenal eftir og við ættum að geta náð jafntefli”

    Sé ekki alveg hvernig þú færð þetta út félagi :s
    ekki eftir að hafa skitið á okkur gegn miðlungs/neðrihluta-liðum allt leiktímabilið 🙁

    Við getum farið að gleyma þessu blessaða 4 sæti og farið að leggja allt í að vinna meistaradeildina…. :confused:

  9. Southampton eru að berjast fyrir lífi sínu, svo það verður erfitt

    Eru Crystal Palace semsagt ekki að berjast fyrir lífi sínu? Annars hafa Southampton líka verið ótrúlega lélegir á útivelli í ár… og já, töpuðu líka núna síðast á heimavelli fyrir Aston Villa.

    Og ef marka má gengi Liverpool í deildinni þá er ekkert víst að þeir vinni Boro eða Villa. Þeir keppa við Chelsea í CL á miðvikudeginum á undan… og ef marka má síðasta leik Liverpool við Totteham, sem var einmitt fyrsti leikur eftir seinni leikinn við Juventus þá er ekkert víst að þeir vinni Middlesbrough.

    Ég myndi spá því að Everton endi með 64 stig… vinni þrjá ef þessum fjórum leikjum, og geri eitt jafntefli:Newcastle, Bolton, Birmingham og Fulham, og tapi fyrir Man Utd og Arsenal.

  10. GOTTI :confused: Bara svo að það c alveg á hreinu, þótt að við myndum vinna meistaradeildina þá fáum við ekki sæti þar að ári, bara 1-4 sæti í deildinni tryggir þátttöku í meistaradeild, ekkert annað dugar.
    Ps. Við munum ná 4 sætinu :biggrin2:

  11. Ekki satt, fyrir einhverjum árum lenti Real Madrid í 5. sæti í deildinni en vann CL og var þeim hleipt í CL að ári liðnu á kostan Real Zaragoza (sem að lentu í 4. sæti).

  12. Þetta er rétt hjá Aroni FA getur heimtað að Everton afhendi sæti sitt til liverpool af því að við unnum og erum þar með betri fulltrúi en everton fyrir england!!!

  13. Ok, sjáum til með það. En bara til að vera öruggir þá vinnum við bæði CL og náum 4ða sætinu :biggrin:

  14. Verum raunsæir. Lokastaðan í deildinni verður þessi:
    4. Everton 67 stig
    5. Liverpool 63 stig
    6. Bolton 55 stig

    Liverpool vinnur meistaradeildina og strákarnir í Efratúni verða spældir… :confused:

  15. …einhverra hluta vegna raðaði spjallborðið þessari stöðu í 1.-2.-3. en það á auðvitað að vera 4.-5.-6.

Liverpool 2 – Tottenham 2

Rafa ver Fernando