Liðið á móti Tottenham komið

Ok, byrjunarliðið er komið. Ég veit hvaða 11 menn byrja inná, en ég geri mér ekki 100% grein fyrir uppstillingunni, sem Benitez ætlar að vera með. Tippa á að það verði svona miðað við þessa menn:

Dudek

Finnan – Pellegrino – Hyypiä – Carra

Nunez – Gerrard – Alonso – Warnock

Morientes – Garcia

Á bekknum: Carson, Riise, Traore, Biscan og Cisse

Þannig að Xabi byrjar leikinn og verður með Gerrard inná miðjunni. Benitez hefur Carra, Pellegrino og Hyypia alla saman í vörninni og spurning hvernig þeir verða notaðir. Síðast þegar þetta gerðist þá dró Pellegrino sig útí vinstri bakvörð, en Carra gæti svosem líka fyllt þá stöðu.

Kantmennirnir eru athyglisverðir, því Nunez og Warnock eru á köntunum. Riise fær smá frí, enda hefur hann spilað gríðarlega mikið að undanförn. Garcia og Morientes eru svo frammi. Þetta verður fróðlegt.

Tottenham á morgun

Liverpool 2 – Tottenham 2