Rafa, Carra og listinn yfir þá bestu

Smá viðbót við síðustu færslu um leikmann ársins. Rafa kemur fram í dag og segir að [Jamie Carragher eigi heima á listanum](http://www.teamtalk.com/teamtalk/News/Story_Page/0,7760,1776_410325,00.html)

>For the PFA award we have Steven in. Sure, he has a chance of winning it but why is Carragher not nominated?

>”Jamie has had a fantastic season, but I want to see him scoring goals. That is my challenge now!

>”I know it is not easy to select a list and when you are winning you have more players included, as Chelsea have. But Jamie is playing very well. He needs to score goals and I will make that work.”

Nákvæmlega!

Ég held því nefnilega fram að munurinn á John Terry og Jamie Carragher og ástæðan fyrir því af hverju Terry fær mun meira hrós en Carra hafi alls ekkert með varnarvinnu að gera, heldur þá einföldu staðreynd að Terry skorar mörg mörk, en Carra ekki. Að mínu mati er það ekki flóknara en svo.

4 Comments

  1. Það er einmitt munurinn á þeim. Þá á Terry í raun meira skilið að vera á listanum ef hann hefur þetta fram yfir Carra. Mér finnst það ekki flókið. S.s. tveir jafn góðir varnarmenn(gefum okkur það), annar skorar mörk en hinn ekki. Þá hlýtur sá sem skorar mörk að fá að vera framar í goggunarröðinni.

  2. Já, ég er líka alveg sammála þessu vali, Garon.

    Það er líka greinilegt að Rafa áttar sig á þessu og því talar hann um að Carra þurfi að auka markaskorunina.

Gerrard meðal 6 bestu

Tottenham á morgun