Igor Biscan fær nýjan samning!

Yes!!! Skv. Echo í dag ætlar Rafa að bjóða Igor Biscan nýjan samning. Ég veit ekki með ykkur en ég er himinlifandi yfir þessum fréttum! Rafa segir meðal annars:

>”I have talked with Igor in the last week about my idea, and he knows my idea.

>Igor is a good player but he needs confidence. If you aren’t playing all the time, then you need a strong mentality and to work hard in training and he has done that.

>I think he’ll play in a lot of the games between now and the end of the season, especially with Dietmar Hamann being injured.

>I read in an interview he was saying he is happier now playing in central midfield, and I think that is his real position.”

Nákvæmlega! Igor Biscan er kannski ekki í sama heimsklassa og Steven Gerrard og Xabi Alonso, en haldið þið virkilega að við getum fengið mikið betri “varaskeifu” fyrir þá? Ég held ekki. Ég myndi allavega frekar vilja eiga Biscan á bekknum hjá okkur – eða í liðinu í meiðslum – heldur en Flamini hjá Arsenal eða (gasp!) Phil Neville hjá Man U 😉

Liverpool Echo og Daily Mirror skrifa bæði greinar Igor til heiðurs í kjölfar þessara frétta, endilega kíkið á þær. Það er gaman að sjá þennan leikmann, sem hefur verið skotspónn húmorista í mörg ár, loksins fá það kredit sem hann á skilið.

Að lokum: John Welsh á einnig framtíðina fyrir sér hjá Liverpool. Þannig að miðjugrúppan okkar fyrir næsta tímabil virðist ætla að verða: Gerrard, Alonso, Hamann, Biscan, Welsh, Potter. Væri hægt að ímynda sér betri sex manna miðjuhóp? Það eru fá lið með jafn mikla breidd og við í þessari stöðu, segi ég og skrifa. 🙂

Næst: Juve. Upphitunin kemur í kvöld…

13 Comments

  1. ég held að það séu ekki mörg lið, ef einhver, sem eru með jafn sterka miðja miðju og við… 2 af bestu miðjumönnum heims (báðir mjög ungir…), 2 upprenandi tvítugir piltar, tæknitröllið igor og svo hamann…
    miðjan ætti allavegna ekki að vera áhyggjuefni næstu árin… 🙂

  2. Athyglisverður punktur í Mirror greininni um Diouf:

    >The Liverpool player, who is on loan at Bolton, was dressed – hilariously – in combat gear, and it seemed he might require it after getting into a little local difficulty.

    >The Senegal international had to be warned by Liverpool officials to stop cheering Bolton so loudly given that his partisan stance was upsetting supporters of the club that still pays most of his wages. At one point there was real anger when he stood on his feet and punched the air when Bolton almost scored.

    Hmmmm….. einhvern veginn grunar mig að Diouf verði seldur í sumar 🙂

  3. Ég legg til að við seljum ekki Diouf heldur höfum hann á launum hjá okkur, leyfum honum ekki æfa með liðinu né varaliðinu… og látum hann bora í nefið á sér þangað til samningurinn er úti og eyðileggjum hans feril… hehehe Klárlega VERSTU kaup LFC og Houllier!

  4. Þótt þessi miðja sé virkilega góð, þá er hún ennþá aðeins og varnarsinnuð fyrir minn smekk. Það vantar ennþá 1virkilega sóknaðarsinnaðann miðjumann inn. Dæmi um svoleiðis mann er Pablo Aimar..

  5. Sammála síðasta ræðumanni… Það væri fínt að fá einn sóknarsinnaðan í þennan hóp. eins og til dæmis Aimar. Væri hægt að fá hann í skiptum fyrir Baros.

    kv Stjani

  6. Ég held að það sé einmitt pælingin með því að kaupa mann á borð við Marek Mintal. Hann er kannski ekki jafn stórt nafn og Aimar en miðjumaður sem hefur skorað 20+ mörk í fjögur tímabil í röð er nógu góður til að við gefum honum séns, segi ég.

    Annars var ég að horfa á fréttamannafund Milan Baros og Rafa Benítez fyrir Juve-leikinn á morgun og þar gerðist tvennt öðru skemmtilegra:

    Eitt – Rafa staðfesti að Xabi Alonso verður líklega á bekknum á morgun, en sagðist vonast til að þurfa ekki að nota hann! En það þýðir að við eigum hann allavega til vara ef hlutirnir ganga illa á morgun… 🙂

    Tvö – mér fannst flott þegar einn blaðamaðurinn sagðist vera frá Króatíu og baðst fyrirfram afsökunar á spurningu sinni – og spurði Rafa síðan hversu mikilvægur Igor Biscan væri í liðinu í dag. Þá heyrðist konan við hliðina á Rafa muldra eitthvað – hún sér um að þýða blaðamannafundinn yfir á ítölsku, að því er mér skildist – og Rafa var fljótur að segja við hana, mjög ákveðið: “Igor Biscan is our player!” og fór síðan að svara spurningunni, sagði að Igor væri mjög mikilvægur þar sem hann hefði leikið vel undanfarið, æft mjög vel og þar sem Hamann væri meiddur og Alonso ekki alveg heill. :biggrin:

    Rafa sagði einnig að hann hefði ekki tíma til að hugsa um Heysel, hann væri að einbeita sér að því að vinna á morgun og eftir viku, síðan myndi hann hugsa um Heysel. Ég fíla gaurinn! 🙂

  7. Við gátum ekki fengið betri þjálfara FULLYRÐI ég. Þvílíkur toppmaður, segir aldrei neina vitleysu og afsakar sig ALDREI ef það er eitthvað ves í gangi. Algjör atvinnumaður hér á ferð.

  8. Spurning hvort hann hafi eitthvað verið undir áhrifum af þáttunum Atvinnumaðurinn sem var á Skjá Einum? :blush: :laugh:

  9. Ég er algjörlega ósammála því að þessir 6 miðjumenn sem þið tölduð upp væru ein af sterkari miðjum í deildinni. Ok, Alonso og Gerrard eru eflaust topp 3 miðja í Englandi en ef við tölum um breiddina getum við ekki tekið inn í dæmið John Welsh og Darren Potter þar sem þeir hafa nánast ekkert spilað. Ég meina, er geta þessara leikmanna dæmd á Championship Manager-leikjaseríunni eða erum við að tala í alvöru hér?

    Svo erum við með allt of marga varnarsinnaða miðjumenn sem eru geldir framávið. Ég nefni Biscan, Hamann og Diao (þótt hann sé nánast farinn) um varnarsinnaða miðjumenn en það sem okkur vantar eru miðjumenn sem geta “linkað” á milli miðju og sóknar (Aimar?) og opnað varnir andstæðniganna. Það er akkúrat það sem við þurfum í dag eins og það hefur margsinnis sannast síðan Dalglish og Barnes hættu hjá liðinu. Samt tel ég að Pablo Aimar sé ekki endilega týpan í þetta hlutverk. Okkur vantar einhvern sem getur spilað undir þessari pressu sem þessi deild er og hefur mjög gott auga fyrir spili.

  10. Ég hef ekki verið, og er ekki aðdáandi Igors B.
    Vonandi að það breytist á næstu leiktíð ef að það á að fara að framleingja samninginn hans. En þessari setningu hér “Það er gaman að sjá þennan leikmann, sem hefur verið skotspónn húmorista í mörg ár, loksins fá það kredit sem hann á skilið” vil ég svara svona. Biscan herfur verið skotspónn húmorista vegna þess að það hefur verið í bezta falli fyndið að horfa á hann spila fótbolta, og hann hefur akkurat fengið það kredid sem hann hefur átt skilið.
    Mér finnst bara ekki ásættanlegt að eftir öll árin í rauðu treyunni að það sé nóg að hafa átt einn góðan meistaradeildarleik og svo skorað sigurmarkið á móti Bolton á laugardaginn.
    Mikið rosalega vona ég að þið hafið rétt fyrir ykkur og að hann sé alveg að fara að brillera. Ég ætla bara ekki að halda niðri í mér andanum þangað til að það gerist 😉
    Ps. Baros má ekki fara !

  11. eiki fr, ég veit ekki betur en að diao sé farinn…
    welsh og potter eru tvítugir strákar sem hafa verið að standa sig mjög vel með varaliðinu og komið sterkir inn þegar þeir hafa fengið tækifæri með aðalliðinu… þeir eru framtíðarmenn í liðinu…
    hamann og biscan eru vissulega varnarsinnaðir… og já alveg geldir fram á við… en er ekki nóg (ef við ætlum að spila 4-5-1) að hafa tvo varnarsinnaða miðjumenn í hópnum til að spila þetta vanþakkláta starf fyrir framan vörnina??? með biscan og hamann fyrir aftan sig geta alonso og gerrard sókt fram völlinn án þess að þurfa að hafa jafn miklar áhyggjur af varnarhlutverki…

    ég væri alveg til í að sjá menn eins og þennan mintal koma inn í liðið… og jafnvel skipta kewel út fyrir kili gonzales eins og talað hefur verið um… en ég held að aimar sé ekki það sem liverpool vantar… hann er góður… en hann er ekki shaun wright p… það eru fáir svona litlir menn sem ráða við það að spila í ensku deildinni… ég veit ekki hvort aimar sé einn þeirra… en það er aldrei að vita 😉

Everton tapar

Juventus á Anfield á morgun!