Næsta umferð

Eftir nákvæmlega viku verður dregið í 8 liða úrslit í Meistaradeildinni.

Milan Baros vill fá [Juventus](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148107050311-0912.htm) (ég hefði reyndar haldið að hann myndi vilja fá Milan ho ho ho ho). Hvaða lið vilt þú fá og hvaða lið vilt þú alls ekki fá?

Ég hallast dálítið að Chelsea þrátt fyrir að ég sé eilítið hræddur við þá. Ég vil svo alls ekki fá AC Milan. Þeir væru fínir í úrslitunum 🙂


LIVERPOOL
Chelsea
AC Milan
Olympique Lyonnais
Bayern Munchen
PSV Eindhoven
Juventus
Porto / Internazionale

9 Comments

 1. Liðin sem ég vill forðast eru Juventus, Milan og Chelsea. Einfaldlega af því að ég held að Juve & Milan séu of góð fyrir okkur, og að Chelsea hafi of mikið andlegt tak á okkur í vetur til að við náum að sigra þá í tveggja leikja einvígi.

  Óskamótherjarnir væru PSV eða Lyon, sem þykja svona kannski lökustu liðin í 8-liða úrslitunum en spila bæði skemmtilegan sóknarbolta. Gæti orðið skemmtilegt að há einvígi við PSV, til dæmis.

  En einhvern veginn grunar mig alveg rosalega mikið að við fáum Juventus. Ég veit ekki af hverju, hef það bara svona líka rosalega á tilfinningunni. Hafði ótrúlega sterklega á tilfinningunni að við myndum fá Leverkusen, sem gerðist svo, þannig að ég yrði alls ekki hissa ef við lentum á móti Juve.

 2. Hárrétt hjá þér Kristján, við munum dragast á móti Juve og við munum líka vinna þá.
  Flóknara er það nú ekki.
  Takk fyrir frábæra síðu strákar, það er alger scnilld að geta reglulega fengið svona góðar og nákvæmar upplýsingar um það sem er að fara gerast og svo það sem gerðist.

  Ég geng aldrei einn !

 3. Bayern, í raun er mér nokk sama svo lengi sem við fáum ekki Chelsea. Vill ekki upplifa það að tapa fyrir sama liðinu 5 sinnum á einni leiktíð. Búið að vera nógu erfitt hingað til :confused:

 4. Já, Chelsea myndi valda því að við myndum annaðhvort vera brosandi allan daginn eða leggjast í meiriháttar þunglyndi. Það væri ekkert þar á milli.

  Það er bara spurning hvort maður vilji taka áhættuna. Það yrði ekkert leiðinlegt að slá þá út. En mikið djöfull yrði það slæmt ef þeir myndu slá okkur út. Við myndum eiga í erfiðleikum með að sætta okkur við það.

 5. “Við myndum eiga í erfiðleikum með að sætta okkur við það.”

  Understatement ársins, án nokkurs vafa. :biggrin2: Er annars sammála síðustu ræðumönnum, væri til í að sleppa við Juve, Milan og Chelsea í þessari umferð…

 6. Chelsea.
  No diggity, no doubt.

  Vinnum 2-1 á Anfield.

  Í seinni leiknum leiða Chelsea 1-0 þangað til 30 sekúndur eru eftir. Þá skorar Stevie G. með neglu af 30 metra færi. Boltinn fer í gegnum hendurnar á Cech.

  Gerrard hleypur uppað Mourinho með vísifingur yfir varirnar og þaggar niðrí kvikindinu.

  Áhorfendur tryllast.

  … þetta er svona draumurinn.

 7. Góðan daginn poolarar

  Ég er mikill aðdáandi Juventus og get ég sagt ykkur það að ég hef engan áhuga á að fá Liverpool í næstu umferð, líst best á PSV eins og öllum öðrum liðum. Held það yrði gaman að sjá ykkur kljást við Bayern í næstu umferð.

  Verð að hrósa ykkur fyrir frábæra síðu. Er ekki poolari sjálfur en kem oft hingað inn að skoða.
  Blackburn er mitt lið og veriði því góðir við þá í næstu viku.

 8. Bayern Munchen? Nei takk, eitt þýskt lið er alveg feykinóg…

  Get því miður ekki lofað að við verðum góðir við þína menn. Skal samt tala við Rafa og sjá hvað hann segir… 🙂

 9. Ég persónulega ´finnst 3 valkostir í stöðunni í lagi.

  En það eru í fyrsta lagi PSV, valkostur nr. 2 er Inter Milano, og valkostur nr. 3 að mínu viti er Juventus.

  Öll þessi lið eigum við góða möguleika á móti, ekki spurning.

Kevin Keegan hættur hjá Man City

Hamann, Gerrard & Tomkins