Tölfræði dagsins

Tölfræði dagsins eftir [leikinn gegn Newcastle](http://www.kop.is/gamalt/2005/03/05/17.01.03/):

**Liverpool: Shots on Goal: 0**

Sjá frekari [tölfræði hér](http://skysports.planetfootball.com//football/sky/mc/en/f2392077/index.html?pr=team). Þess má til gamans geta að fyrir þennan leik hafði Newcastle liðið fengið að meðaltali **1,63** mörk á sig í **hverjum einasta leik**.

Fyrir leikinn gegn Liverpool hafði Newcastle tekist að halda **tvisvar hreinu í allan vetur**. Hin liðin, sem tókst ekki að skora gegn Newcastle: West Brom og Crystal Palace! Sannarlega skemmmtilegur félagsskapur það.

Jammm, þetta er yndislegt.

4 Comments

  1. Mér þykir gaman að sjá hvað stjórinn treystir þessum miðlungsmönnum fyrir leikjunum okkar þegar við þurfum að vinna. Hann spilar enn og aftur með hárrétt leikkerfi (þeas fyrir andstæðinginn) og sýnir það að hann hefur engan áhuga á að vinna leikinn.
    Smicer, Biscan og Gerrard kæmust ekki í Magna Grenivík á góðum degi eins og þeir spiluðu í dag. Liðið hjá okkur þarf EKKI á varnaruppstillingu að halda þegar þeir eru að keppast um að VINNA LEIKI TIL AÐ NÁ EVERTON! Ég er orðinn virkilega reiður við Herra Benitez núna! Mér finnst eitt að reyna að ná Everton og annað að leggjast á fjórar og láta taka sig í óæðri endann án neinnar baráttu! FUCK IT!

  2. Newcastle hélt líka hreinu gegn Blackburn, þegar John Carver stjórnaði liðinu. Þannig að þeir hafa nú haldið fjórum sinnum hreinu í deildinni. Hafa ber þó í huga að þeir héldu hreinu á móti Chelsea í bikarnum fyrir 2 vikum.

    Liverpool getur nú ekki státað sig af því að hafa haldið hreinu mun oftar, en það er nú bara 5 sinnum (gegn Norwich, 2x West Brom, Charlton og Southampton)

    Ef maður tekur hins vegar allar keppnir saman þá hefur Liverpool haldið hreinu 12 sinnum, en Newcastle 10 sinnum). Ekki mikill munur þar á liðunum.

  3. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni hreinu gegn Norwich, seinni leikurinn fór 2-1 fyrir Liverpool.

  4. Ég tók þetta saman fyrir allar keppnir.

    Liverpool hefur haldið hreinu 12 sinnum.

    Mótherjar Liverpool hafa haldið hreinu á móti okkar 15 sinnum.

    Í fimmtán leikjum hefur okkur ekki tekist að skora! Það er ósköp einfaldlega ekki nógu gott.

Newcastle 1 – L’pool 0

Blackburn (uppfært!)