Getraun dagsins

Þá er komið að enn einum nýjum lið hér á síðunni. Nefnilega getraun dagsins.

Spurt er:

**Hvaða er eina enska félagsliðið, sem hefur unnið leik í Meistaradeildinni árið 2005?**

Svör óskast í kommentunum.

Ef einhverjir vita svarið, þá er um að gera að endurtaka það svar sem oftast á vinnustöðum eða í skólum landsins næstu daga. 🙂

4 Comments

  1. Þetta er ástæðan fyrir því að Liverpool aðdáendur eru þeir hötuðustu á landinu. Vinnum einn leik og þá höldum við að við séum þeir bestu í heimi.

    Áfram Liverpool! Njótum sigursins í gær og hættum þessum kjánalegu fíflalátum.

  2. Ég vil nú reyndar leiðrétta þetta sem hann Sigurður sagði hérna á undan mér því að Liverpool aðdáendur eru ekki þeir hötuðustu, heldur eru það United aðdáendur. Ef maður heldur ekki sjálfur með United þá hatar maður allt í kringum þá og aðdáendur þeirra eru hinir mestu helvítis hrokagikkir! Það er þekkt staðreynd sem þeir viðurkenna meira að segja sumri sjálfir! :confused:

    Go Mighty Reds! :biggrin2:

  3. Held að það sé alger vitleysa að Liverpool aðdáendur séu hataðir. Eins og Hannes segir þá er ég nokkuð viss um að United séu í LANG efsta sæti yfir hötuðustu stuðnigsmenn, bæði hérlendis og erlendis!!
    Og afhverju ekki að monta sig aðeins yfir þessum úrslitum?? 🙂 🙂

    Go Reds!!

  4. Krææææææææææst, Sigurður. Hvað er fjörið við að styðja fótboltalið ef maður má ekki monta sig ef vel gengur. Hvernig væru þá umræður á kaffistofum landsins?

    Þegar Liverpool gengur vel, þá mátt þú búast við “kjánalegum fíflalátum” á hverjum degi á þessari síðu. Þannig að þú verður bara að vera rólegur yfir látunum í okkur. 🙂

Liverpool 3 – Leverkusen 1!

Dudek: Þetta var mér að kenna