Hversu góðir eru Leverkusen?

Nú eru fjórir dagar þangað til Liverpool spila sinn mikilvægasta leik í heil þrjú ár í Evrópukeppni á Anfield. Mótherjarnir að þessu sinni eru þýska liðið Bayer Leverkusen, sem við munum eftir frá því fyrir þremur árum. Þá unnum við þá 1-0 á Anfield en töpuðum síðan 4-2 á Bay Arena í Leverkusen og féllum út úr keppni. Þannig að við eigum harma að hefna gegn þessu liði í þetta sinn.

Eftir að Ríkissjónvarpið ákvað að hætta sýningum á þýska boltanum þá hefur maður lítið sem ekkert séð til deildarkeppninnar þar í landi í vetur, og er það miður þar sem svo virðist sem deildin þar í landi sé æsispennandi. Þegar þetta er skrifað eru 21 umferð búnar og Bayern Munchen og Schalke eru saman á toppnum, með 41 stig hvor. Ríkjandi meistarar Werder Bremen eru þar næstir með 37 stig og síðan koma Herta Berlín í fjórða sætinu með 36 stig. Stuttgart og Bayer Leverkusen eru síðan saman í 5.-6. sætinu með 35 stig, sex stigum frá toppnum, og ljóst er að Leverkusen-menn eiga langa baráttu fyrir höndum að komast aftur í Meistaradeildina að ári. Þeir eru því ekkert ósvipað staddir í sinni deild og við erum í okkar.

Í Meistaradeildinni hafa Leverkusen-menn hins vegar farið á kostum í vetur. Þeir unnu sinn riðil nokkuð örugglega, þar sem hæst bar 3-0 stórsigur á stórliði Real Madríd í Leverkusen. Þá náðu þeir 0-0 jafntefli við Madríd á útivelli og unnu svo m.a. báða leiki sína við Roma frá Ítalíu – en í sigrinum í Rómarborg skoraði Dimitar Berbatov eitt allra flottasta mark sem ég hef séð skorað í langan tíma.

Þeir sem þurfa að rifja upp hver Dimitar Berbatov er, þá skoraði hann gegn okkur í útileiknum fyrir þremur árum, auk þess sem hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Búlgara á Íslendingum á Laugardalsvellinum í september sl. Að mínu mati er Berbatov einn besti ungi framherjinn í Evrópu í dag: hann skoraði einhver 4-5 mörk í riðlinum þeirra í Meistaradeildinni í haust og hefur til þessa skorað 14 mörk í 21 leikjum fyrir Leverkusen í þýsku Búndesligunni. Þannig að þótt þeir séu gerólíkir leikmenn held ég að það megi alveg hugsa sér Berbatov sem þeirra Baros, sá sem þeir treysta á til að skora mörkin.

Reyndar er helsti styrkleikur Leverkusen bara sóknarleikurinn almennt. Auk Berbatov skarta þeir tveim frábærum framherjum til viðbótar: Brasilíumaðurinn Franca er kannski frægari fyrir villtan hárvöxt en fótbolta en hann er engu að síður búinn að skora 16 mörk fyrir þá í deildinni í vetur, sem er ekki slæmt fyrir þriðja kost í framherjastöðuna. Þeirra annar framherji, og sá sem er reglulega við hlið Berbatov í framlínunni, heitir Andrej Voronin og er Rússi. Hann er búinn að skora 14 mörk eins og Franca. Ég veit ekki til þess að neinn þessara þriggja sé meiddur, þannig að ljóst er að varnarmenn okkar munu hafa nóg fyrir stafni gegn Leverkusen í næstu viku.

Að öðrum kosti er vörnin þeirra stærsti kostur. Þar eru margir fjölreyndir menn sem við könnumst vel við frá því fyrir þremur árum. Fyrirliðinn Jens Nowotny er margreyndur þýskur landsliðsmaður, Diego Placente er einnig reyndur bakvörður og Brasilíumaðurinn Roque Júnior, sem var hræðilegur með Leeds í fyrra og AC Milan árið þar áður, er víst að spila eitt sitt besta tímabil á ferlinum í vetur fyrir Leverkusen. Hann þarf að fylla í stórt skónúmer, þar sem hann kom til liðsins í stað snillingsins Lúcio sem fór til Bayern Munchen síðasta sumar.

Á miðjunni hafa þeir síðan tappa eins og Carsten Ramelow, Clemens Fritz og Marko Babic til að stjórna umferðinni á meðan kantmennirnir Bernd Schneider og Robson Ponte hafa verið skæðir í vetur. Þannig að þetta lið er mjög vel balancerað og er held ég almennt talið miklu líklegra en Liverpool í þessu einvígi.

Hvaða möguleika eigum við þá?
Að mínu mati felst lykillinn að því að sigra þetta Leverkusen-lið í því að gera lítið úr sóknarhættu þeirra. Ef okkur tekst að stöðva framherjana þeirra og sóknarmiðjumennina – þá sérstaklega Bernd Schneider sem er mjööög góður – þá förum við langa leið með að sigra þetta lið. Ég á von á því að við náum að hafa stjórn á þeim á Anfield, þótt Gerrard vanti á miðjuna, en það verður því mikið erfiðara að stöðva þá í Þýskalandi þar sem Bay Arena-völlurinn er þekktur fyrir mikla stemningu. Leverkusen-menn spila jafnan betur á heimavelli og verða stórhættulegir þar.

Fyrir þremur árum unnum við þá 1-0 í fyrri leik á Anfield, sem margir myndu eflaust sætta sig við í dag. Það er fínt að halda hreinu á heimavelli og að fara með sigur í seinni leik. En þá fengum við á okkur heil 4 mörk í seinni leiknum, eitthvað sem einfaldlega má ekki gerast í þetta sinn ef við ætlum okkur áfram. Ég mun hita betur upp fyrir leikinn eftir helgina en ég verð að viðurkenna að ég hlakka til að sjá þetta einvígi – ég spái því að þeir mæti með varnaruppstillingu á Anfield og freisti þess að Berbatov & Co. nái að lauam inn einu marki. Þannig að í næstu viku gætum við verið að pressa mikið og reyna að skora mark/mörk til að eiga í veganesti fyrir útileikinn. Á Bay Arena-vellinum býst ég síðan við styrjöld, þar sem þeir munu mæta af fullum sóknarþunga og reyna að kála okkur með frábærum sóknarmönnum og mörgum mörkum – eins og Real Madríd fengu að reyna í haust.

Mig hlakkar bara til næstu viku. 16-liða Úrslit Meistaradeildar Evrópu er ekki eitthvað sem við ættum að taka sem sjálfsagðan hlut og því verður gaman að sjá okkar menn spreyta sig á þessari prófraun. 🙂

21 Comments

  1. Ekki gleyma því að þegar að þeir spiluðu gegn okkur í fyrra voru þeir með Ballack, Zé Roberto og Lúcio ásamt lykilmönnum liðsins í dag. Á samt von á skemmtilegur og erfiðum leik, Berbatoz er búinn að vera í stuði í CL í vetur og Franca getur verið mjög skæður leikmaður og Schneider var einn besti kantari í heiminum (orðinn 32 í dag að ég held).

  2. Fínt að fá þennan pistil, Kristján 🙂

    Ég hef ekki hundsvit á þýskum fótbolta en þetta Leverkusen hefur augljóslega verið að brillera í Meistaradeildinni. Þeir telja sig svo sjálfir vera sigurstranglegri aðilann í þessari viðureign.

    Ég bjó útí USA þegar Liverpool keppti síðast við Leverkusen í Champions League, þannig að ég sá aldrei ósköpin. Mig hefur reyndar alltaf langað (af einhverjum annarlegum ástæðum) til að sjá þennan fræga leik.

    En ég get ekki beðið eftir þriðjudeginum. Hárrétt hjá þér Kristján, að við eigum ekki að taka 16 liða úrslit í Meistaradeildinni sem sjálfsögðum hlut. Þetta verður roooooooosalegt! 🙂

  3. Leiðrétt: Leverkusen gerði aðeins jafntefli við Róm í Rómarborg, en það breytir því ekki að markið sem Berbatov skoraði í þeim leik var frábært.

    Einnig leiðrétt: Andrej Voronin er Úkraínumaður, ekki Rússi.

    Að gefnu tilefni: ég henti út ummælum þar sem bent var af mikilli illkvittni og á hálf ömurlegan hátt á fyrri villuna af þessum tveimur, sem og reiðisvar mitt við þeim ummælum.

    Mig langar að minna alla þá sem hafa eitthvað um greinarnar okkar Einars að segja á regluna okkar:

    >Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart okkur sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

    Vinsamlegast hafið þetta í huga. Mér finnst í lagi þegar fólk bendir á staðreyndavillur hjá mér, en það er óþarfi að þykjast vera betri en ég eða þykjast hafa gert mig að fífli með því að finna eina villu í 1000-orða texta. Einnig, ef menn telja sig geta gert betur þá er hverjum sem er frjálst að stofna aðra bloggsíðu um Liverpool.

    Takk fyrir.

  4. Já, ég náði að sjá þetta komment, en missti af reiðisvarinu þínu Kristján. Ég ætlaði að svara þessu og benda á að það er í fínu lagi að benda á staðreyndavillur í texta okkar, en fullkominn óþarfi að vera með einhverja stæla þegar það er gert. Það hjálpar engum. :confused:

  5. Ég var að velta fyrir mér fréttinni sem þið komuð með Stevie G. Afhverju engin annar fréttarmiðill kom með fréttina á sína síðu. Maður nennir ekki að vera með einhverjar samsæris kenningar en hver er tilgangur að tala alltaf um þegar Stevie á að fara til Chelski en aldrei þegar Stevie er ánægðu hjá Liverpool?
    Maður spyr sig?

    Kv,

  6. Einar – ég henti mínu svari líka út af því að það var það sem það var: reiðisvar. Skrifað í reiði og fannst mér það því ekki rétt að það stæði. Stundum gott að vera vitur eftirá. 😉

    BFI – þú sagðir “samsæri”. Þú hafðir rétt fyrir þér. Það er nákvæmlega það sem er í gangi og ég held að það sjái það allir nú orðið … auðvitað segir London-staðsetta pressan ekki frá þessum ummælum Gerrards, þar sem það þjónar ekki þeirra hagsmunum.

  7. Ég þori varla að benda á þetta eftir þetta svar þitt en ég held að þú farir með rangt mál hvað varðar markaskorun í deildinni hjá þeim framherjum. (Þýski boltinn næst ennþá í Danmörku, ég er ekki svona klár)

    http://www.bundesliga.de/liga/statistik/
    og
    http://www.bayer04.de/en/839.htm

    Það mál vel vera að tölurnar þínar eigið við allar keppnir, deild bikar og meistaradeild um það veit ég ekkert en ég held reyndar að þær séu fyrir síðasta tímabil.

  8. Hehe Daði, mér fannst einmitt mjög erfitt að finna “réttar” tölur yfir markafjölda framherjanna þriggja. Studdist á endanum við þessa síðu hér fyrir markaskorun, þar sem segir að Berbatov sé með 16 mörk og Franca með 14. Ekkert minnst á Voronin samt, en á opinberu síðu Leverkusen stendur að hann sé einnig með 14 mörk í vetur. Mjög skrýtið, en ég ákvað að nota þessar upplýsingar samt.

    Aðalmálið er samt það að þeir hafa þrjá mjög, mjög sterka framherja sem gætu gert útaf við okkur. Svipað og ef við gætum mætt til leiks með Morientes, Baros og Cissé … en því miður verður Baros einn að axla ansi þunga og mikla byrði fyrir okkur.

  9. Takk Kristján fyrir frábæran pistil og fróðleik um Leverkusen.

    Það er búið að vera ljóst í mínum huga lengi að við erum “underdogs” í þessum viðureignum við þýska stálið. Hvað þá núna þegar Gerrard og Alonso eru ekki með á miðjunni. En stundum er gott að vera ólíklegra liðið. Það getur þjabbað mönnum saman. Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessum viðureignum en ég væri að ljúga pínulítið ef ég segði ekki frá því að ég er líka drullukvíðinn svona miðað við meiðsli, leikbönn, ólöglegir ástand á hópnum okkar. Ég öfunda ekki Benites fyrir þennan leik!!!

  10. Ég ætlaði ekkert að vera með nein leiðindi þar sem, eins og þú sagðir, lykilatriðið í greininni að þeir 3 eru mjög hættulegir og hafa skorað fjölda marka í ár sem og í fyrra. Og ég gleymdi að segja: góð grein.

    Varðandi soccernet síðuna þá fór ég á hana fyrir svona 30 mín síðan og þá stóð ‘Top scorers: Bundesliga 2003/04″ en síðan leit ég á hana aftur og þá er hún kominn með réttar upplýsingar 2004/2005. Soccernet hefur verið að klikka greinilega.

    Þegar ég fylgist með þýska boltanum nota ég oftast Sport1.de og þar er listi yfir markaskorun í ár í deildinni og stoðsendingar ef einhver hefur minnsta áhuga á þessu.

    En skv. UEFA.COM og Bundesliga.de þár er markaskorun eftirfarandi: Nafn Mörk(Stoð) CL Mörk (Stoð)
    Voronin: 10 (3 stoð) 2 (2)
    Berbetov: 9 (3) 3 (0
    Franca: 3 (2) 2 (1)

    Aftur, ef nokkur hefur minnstan áhuga á að vita þetta. Gott að vera þunnur því þá sér maður ekki eftir tímanum í svona upplýsingasöfnun.

  11. Ekkert mál Daði, ég sé sjálfur núna að SoccerNet.com voru bara með tölfræði frá vitlausu tímabili uppi. Engu að síður þá eru þessir þrír framherjar búnir að skora 22 mörk til samans, sem er nokkurn veginn jafn mikið og Baros, Mellor, Pongolle, Cissé og Morientes eru búnir að skora fyrir okkur (27 mörk til samans minnir mig), þannig að það er ljóst að þeir eru stórhættulegir.

  12. A eg ad trua tvi ad tu hafir hent ut ummaelum minum?

    Ef eg man ordrett tad sem eg skrifadi var tad eitthvad a tessa leid :

    “Stjani minn,

    Leverkusen vann ekki i Rom, leikurinn for 1-1.

    Lagmark ad vera med svona stadreyndir a hreinu.

    Takk fyrir.”

    Ef tetta er donaskapur eda staelar, ta bidst eg afsokunar, ekki aetladi eg ad vera leidinlegur og taldi mig ekki vera tad.

    Tad er varla ad eg tori ad benda a enn eina villu hja ter en eg geri tad nu samt, og hun er su ad leikurinn i Madrid for 1-1.

    Takk fyrir.

  13. Fyrirgefðu, “Kallinn”, en já þetta var leiðindakomment og stælar.

    Fyrir það fyrsta, þá er lágmark að gagnrýna þetta undir nafni. Kristján skrifaði 1000 orða pistil um Leverkusen og það eina, sem þú hefur fram að færa er að gagnrýna pistilinn og gera lítið úr skrifunum útaf einni villu, sem þú gerir þegar þú segir: *”Lagmark ad vera med svona stadreyndir a hreinu.”*

    Af hverju er það lágmark? Getur þú gert þá kröfu að skrif á þessari síðu, sem er gerð án nokkurrar gróðavonar og án nokkurs kostnaðar fyrir þig, séu 100% gallalaus? Er það lágmarkið?

    Einsog ég hef sagt áður, það er ekkert mál að benda á villur og gagnrýna skrif okkar. En í Guðanna bænum gera það á uppbyggilegan hátt og undir eigin nafni. Það er *lágmark*.

  14. Það sem mér finnst verst er það að þessi leiðindamórall í einum ummælanda hefur gjörsamlega stolið senunni og skyggt á það sem þessi grein fjallaði upphaflega um: andstæðinga okkar á þriðjudaginn. Ég var einfaldlega að leggja áherslu á það að Leverkusen er fyrst og fremst frábært sóknarlið sem skartar þremur frábærum framherjum sem við þurfum að stöðva á þriðjudag.

    En nei … það skiptir meira máli að finna eina eða tvær staðreyndavillur í textanum mínum, og síðan vera með hálfvitaskap og egómaníu yfir því að hafa “böstað mig í tollinum”, eins og sagt er.

    Ef ég fengi borgað fyrir þessar greinar á þessari síðu þætti mér lítið mál að fletta hverju einasta atriði upp. Þá myndi ég líka skila inn heimildaskrá fyrir hverja einustu grein sem ég skrifaði. Eeennn… þar sem öll þessi vinna okkar Einars er unnin launalaust og er öllum frjáls, þá fletti ég upp hlutum eins og t.d. hversu mörg mörk Berbatov er búinn að skora í vetur, en skrifa síðan upp gengi liðsins í Meistaradeildinni í vetur eftir minni (sem er nokkuð nærri lagi, en ekki óskeikult eins og komið hefur bersýnilega í ljós).

    Mér bara gremst þegar ‘fólk’ (í eintölu í þessu tilfelli) kýs að láta hið raunverulega ‘point’ í greininni lönd og leið og þess í stað einbeita sér að því að reyna að leiðrétta mig sem oftast, eins og það geri þetta ‘fólk’ (aftur í eintölu) að eitthvað betri manneskjum.

    Sorglegt. En ég legg til að við leggjum þessa umræðu til hliðar hér og nú – og ég vill vinsamlegast biðja ‘Kallinn’ að sleppa því að kommenta á upphitunina mína fyrir þriðjudagsleikinn, sem kemur inn hér á morgun. Ég er ekki viss um að ég þori aðra niðurlægingu svo stuttu eftir þá fyrstu… :rolleyes:

  15. Hey, Kristján, Kallinn baðst nú afsökunar.

    En já, let’s move on. 🙂

    Hlakka til að sjá upphitunarpistilinn. Mikið svakalega er ég orðinn spenntur fyrir þessum leik!!!

  16. Ég ættlaði eimmit að hrósa þér fyrir þennann pistll.

    Eimmit það sem mig vantaði. Smá upprifjun á þýska stálinu sem erfitt verður að veðja gegn. Það verður stórsigur að vinna þetta lið.

    Eru þeir virkilega að spila sama skemmtilega fótboltan og þegar Ballack og félagar voru með?

  17. Garon – góður :laugh:

    Matti78 – eins og ég sagði í pistlinum, þá hef ég því miður ekki séð Leverkusen spila mikið í vetur þar sem Ríkissjónvarpið er hætt með þýska boltann. En tölfræðin bendir til þess að þeir skori helling af mörkum, svo unnu þeir 4-2 á útivelli um helgina… :confused:

  18. Stjani minn,

    Svo virdist sem ad tetta ord mitt “lagmark” hafi valdid ter sarindum.

    Eg get svo sem skilid ad tetta hafir tu tulkad mjog neikvaett og hrokafullt. Tad var hins vegar alls ekki aetlun min.

    Eg er hins vegar studningsmadur Romarlidsins og tvi bloskradi mer ad rangt var farid med stadreyndir.

    Eg bid aftur afsokunar og vona ad allir geti verid vinir.

    Eg til mig ekki hafa verid med neitt skitkast eda tvi um likt. Benti eingongu a villu(r) i textanum.

    Eg askil mer einnig tann rett ad leidretta villur tegar eg se taer og skal sleppa ad nota ordid “lagmark” 😉 Deal?

    Takk fyrir.

Allt í blóma hjá Stevie G

Paul Tomkins um Gerrard