Leiðinlegir fyrrverandi leikmenn

Paul Tomkins segir [ALLT](http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8372724), sem þarf að segja um bjánalega pistla, sem Alan Hansen hefur skrifað um Benitez, Liverpool og önnur lið að undanförnu. Ég ætla ekki að draga út neina punkta, heldur benda fólki á að lesa allan pistilinn. Segir allt, sem ég vildi segja.

3 Comments

  1. Paul Tomkins hittir oftast naglann á höfuðið.

    Ég er ekki ánægður með Hansen þegar hann er að gaspra það um allar trissur að “Chelsea” módelið sé það eina rétta og að Liverpool verði að fá meira fjármagn til að leika sama leikinn. Þetta er svo mikil skammsýni og herjarins bull að það hálfa er nóg.

    Ég er himinlifandi með Benites. Ef allir leikmenn sem hann hefur keypt og mun kaupa munu “meika” það, þá er eitthvað mikið að. Þetta fótboltadæmi virkar ekkert svoleiðis. Paul Tomkins útskýrir það rækilega í grein sinni.

    Það sem mér finnst dýrmætast með Alonso og Morientes er hugarfarið. Slíkt verður ekki metið til fjárs. Ég er orðinn sannfærður um að þessir leikmenn munu verða hluti af Liverpool liði sem hampar Englandsmeistaratitli innan tíðar ( 3 til 5 ár ). Ég er búinn að bíða lengi og mig munar ekkert um 3 til 5 ár í viðbót… 🙂

  2. Linkurinn virkaði ekki hjá mér en hér er hann ef hann virkaði ekki hjá öðrum heldur.

    http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8372724

    Besti pistill sem ég hef lesið um þetta “röfl” sem gengur á hjá LFC. Segir allt sem segja þarf og spurning að fólk sem er með einhverja br**dstíflu varðandi stjórnun Herra Benitez, þá er svarið þarna.

    PS: Og nú er blóðþrýstingurinn hjá mér kominn upp úr öllu valdi! Afhverju er fólk fífl!! ARGH!

Liverpool-helgi: ferðasagan mín!

Sigurgleði