Carson búinn að skrifa undir

000CE75B-FC90-11F0-85A180BFB6FA0000.jpgJæja, þá er Rafa búinn að kaupa til sín fyrsta Englendinginn, hinn 19 ára markvörð Scott Carson.

Á Official heimasíðunni er [viðtal](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147566050121-1158.htm) við Carson, þar sem hann lýsir því yfir hversu spenntur hann sé að koma til Liverpool og segir reyndar að það sé vitleysa að hann hafi verið stuðningsmaður þegar hann var lítill.

Echo birta svo [viðtal](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15101618%26method=full%26siteid=50061%26headline=carson%2dready%2dfor%2dfirst%2dteam%2d%2d%2dclemence-name_page.html) við gömlu Liverpool hetjuna Ray Clemence, sem er núna markvarðaþjálfari hjá enska landsliðinu. Hann segir að Rafa eigi að skella Carson beint inní byrjunarliðið:

>”I was younger than Scott when I came to Liverpool from Scunthorpe. I was 18 when I had my first game in the first team.

Af hverju ekki? Af hverju ekki bara að gefa Carson strax tækifæri? Hann mun allavegana vera í hópnum fyrir morgundaginn. Það verður virkilega spennandi að sjá hvað gerist.

5 Comments

  1. Ég held að það væri fullkomlega galið að láta hann byrja á morgun. Það er kannski í lagi að láta reynslubolta eins og Morientes í liðið daginn eftir undirskrift samnings, en 19 ára strákling sem hefur bara spilað örfáa leiki í aðalliði (og engan á þessu tímabili ef mér skilst rétt) gengur náttúrlega ekki nema allir aðrir séu meiddir.

    Þótt Dudek eigi til klúður eins og á móti United þá býst ég fastlega við að hann haldi sæti sínu í að minnsta kosti nokkra næstu leiki á meðan Carson fær tækifæri til að kynnast félögum sínum og klúbbnum.

    Ekki það að manni finnist ekki alltaf gaman að fá nýja menn á svæðið og vilji sjá þá í action sem fyrst…

  2. Það má kannski benda á að þessi leikur sem Clemence vísar til var í deildarbikar og var eini leikurinn sem hann lék það tímabilið. Næsta tímabil á eftir spilaði hann 14 leiki og var svo alveg kominn með sætið á næsta tímabili þar á eftir.

  3. Frábært. Stráksi búinn að skrifa undir. Við erum núna komnir með markvörð, varnarmann og heimsklassa framherja í janúarglugganum, og það fyrir innan við 7m punda. Frábært. Ef við fengjum nú eins og einn miðjumann gætum við í raun ekki beðið um meira … en kannski nægir að fá Kewell, Smicer, Josemi og Finnan inn úr meiðslum á næstu tveim vikum? 🙂

    Carson er aðeins 19 ára og hefur í raun ekkert spilað á þessari leiktíð. Þá verður að hafa í huga að hann er bara nýkominn til Liverpool, hóf fyrst að æfa með liðinu í gær. Því tel ég mjög ólíklegt að hann verði í liðinu á morgun, hvað sem okkur finnst um Dudek. En ég sé hann hins vegar pottþétt fyrir mér fá a.m.k. 5-10 leiki með aðalliðinu á vormánuðunum. Held að Rafa velji bara rétta tímann til að setja hann inn í liðið – kannski gegn Fulham eftir tvær vikur, þegar ég verð á vellinum? :biggrin:

  4. Þetta er mikið efni og ég hef trölla trú á honum. En ég hef líka tröllatrú á Dudeknum okkar.
    ÁFRAM LIVERPOOL

  5. mér finnst dudek bara góður markmaður til hvers að kaupa nýjan? dudek er ekki buin að eiga sina goða leiki en alltir gera mistok … þetta kemur bara .. hann a eftir að vera i 100% formi sko!!!

Janúar 2004 og 2005

Southampton á morgun!