Aðeins um Fernando Morientes

040505_chelsea_away_12.jpgMiðað við hvað Fernando Morientes hefur afrekað þá er það með hreinum ólíkindum hvernig farið hefur verið með hann undanfarin ár hjá Real Madrid.

Það er athyglisvert að heyra alla Real Madrid stjórnarmenn vera núna með tárin í augunum yfir því að Morientes skuli vera að fara frá liðinu. Butrageno og Luxemburgo hafa haldið því fram að þeir hafi endilega viljað halda í hann, en Morientes hafi verið harðákveðinn í því að fara til Liverpool. Er það furða?

Morientes hefur aðeins byrjað einn leik fyrir Real í deildinni í vetur og var það 7 mínútna leikurinn gegn Sociedad. Meðferð Real á Morientes hefur verið með ólíkindum undanfarin ár miðað við það hvað hann hefur afrekað fyrir liðið.

Fernando og Raúl mynduðu saman eitt hættulegasta framherjapar í heimi þegar þeir spiluðu saman í framlínunni fyrir Real Madrid. Saman unnu þeir m.a. Meistaradeildina ÞRISVAR sinnum. En þegar Florentino Perez byrjaði hjá Madrid þá varð aðalmálið ekki hversu góður þú ert, heldur hversu frægur þú ert. Þess vegna var Ronaldo keyptur árið 2002 og þar með var tvíeykinu Raúl og Morientes skipt upp. Einsog er rifjað uppí þessari ágætis [grein](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/story.jsp?story=600236) urðu Raúl og Hierro æfir yfir meðhöndlun Real á Morientes þegar Perez reyndi að selja Morientes sem skiptimynt fyrir Ronaldo og seinna að selja hann til Barca.

Morientes sat á bekknum fyrir Real eftir að Ronaldo var keyptur en stóð sig ávallt þegar hann kom inná sem varamaður. Við vitum svo öll hvernig Morientes stóð sig þegar hann var í láni hjá Monaco. Hann sló meira að segja Real Madrid úr Meistaradeildinni með marki fyrir Monaco. Hann hefur því sennilega haldið að það yrði betur tekið á móti honum þegar hann kom aftur til Real Madrid. En hvað gerist? Jú, enn ein stórstjarnan, Michael Owen, er keyptur og Morientes var skyndilega kominn neðar í röðina heldur en áður en hann var hjá Monaco.

Morientes er ótrúlegur markaskorari. Tímabilið 2000-2001 með Real Madrid skoraði hann mark í öðrum hvorum leik og toppaði tímabilið svo með marki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Real lagði Valencia. 2001-2002 skoraði hann 18 mörk í 33 leikjum, sem er stórkostlegur árangur en það var ekki nóg og því var Ronaldo keyptur. Ári seinna byrjaði hann aðeins tvisvar inná en skoraði 5 mörk í þau 16 skipti sem hann kom inná sem varamaður. Í Meistaradeildinni í fyrra skoraði hann 9 mörk og var markahæstur.

Á HM 2002 skoraði hann 3 mörgk og á EM 2004 skoraði hann helming marka Spánverja (reyndar aðeins 1 mark).

Fyrir Spán hefur hann skorað **25 mörk í 38 leikjum**. Frábær árangur og umtalsvert betri árangur en t.d. Raúl.

Það er í raun ótrúlegt að hugsa til þessa að Liverpool séu að fá ALLT þetta fyrir aðeins 6 milljónir punda. Auk þess sem liðið er að fá leikmann, sem er ÆSTUR í að standa sig og sanna endanlega hversu miklir bjánar Real Madrid geta verið. Einsog ég las í einhverri grein: “Morientes was never a galactico, as Raul, who took his No 9 shirt, is. He was a Madridista, who supported the club as a boy and never let them down”. Það er sorglegt þegar svona mönnum er fórnað í stað þeirra, sem geta selt fleiri búninga. Morientes var gríðarlega vinsæll meðal hörðustu stuðningsmanna Madrid og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann verði líka vinsæll meðal okkar.

p.s. ég var að breyta kommenta dæminu aðeins til að berjast gegn spam-i. Látið mig endilega vita ef það virkar ekki að senda inn komment: einarorn (@) gmail.com

8 Comments

  1. hversu mikil snilld væri ef hann mundi byrja á því að skora sigurmarkið á laugardaginn? ÉG GET EKKI BEÐIÐ eftir að sjá hann í Liverpool-búningnum 🙂

  2. Verð bara að segja að þetta er þeirra missir. :biggrin2:
    Eins og Páló segir, þá væri nú gaman ef að hann skoraði mark á móti manu, en ég hef það á tilfiningunni að hann byrji á bekknum ef að hann verður orðin löglegur.

    Hann gæti nú alveg skorað fyrir því. :biggrin2:

  3. Fer beint í byrjunarliðið og settur eitt á móti MU á laugardag, þar að segja ef hann fótbrotnar ekki á sinni fyrstu æfingu. Sem að á ekki að geta gerst við hljótum að vera búin að taka út fótbrotinn fyrir næstu 10 árin, 5 lykill leikmenn á einu og hálfu ári, hverning er þetta hægt. En það er bjart framundan og stutt í að maður fái sér Morientes treyju.

  4. Þetta eru frábærar fréttir og verður gaman að fylgjast með framgangi Moro í Liverpool og ekki er leiðinlegra hvað hann er æstur í að sanna sig fyrir klúbbinn, skemmtilegra að heyra þetta attitude heldur en yfirlýsingar um það hvað hann ætlar sér að skora mörg mörk eins og sumir hrækjandi vitleysingar.

  5. Þetta eru frábærar fréttir. Það sem ég hræðist mest núna eru meiðsli…. Við höfum verið of óheppnir í vetur og ef Morientes tekur uppá á því að meiðast þá BILAST ég!

    Hins vegar ef allt verður eðlilegt þá skorar Moro í leiknum á laugardaginn… það er pottþétt!

  6. Til hamingju við Púllarar. Ég hefi haldið með Eftirtöldum liðpum í gegnum tíðina.
    Völsungur, besta neðrideildarlið í heimi.
    Skaginn, skagamenn alltaf bestir.
    Liverpool, þú ert aldrei einn það er alltaf Púllari nærri
    Real Madrid, besta record allra félagsliða í heimi.

    Það hafa lengi verið mér vonbrigði hvernig peningasjónarmið hafa verið ofar knattspyrnusjónarmiðum hjá RM og Moro hefur liðið fyrir það. Vátum sannast að knattspyrna er í fyrirrúmi hjá LFC. Glæsilegt að vera búnir að fá þennan afburðaknattspyrnumann í okkar raðir. 😉 🙂 :biggrin2:

  7. 🙂 Ég var akkúrat að setja þetta inn Páló. Það verður gaman að sjá hann og væntanlega Pellegrino í fallegri Liverpool treyju á morgun! :biggrin2:

Liverpool og Real BÚIN AÐ SEMJA! (uppfært)

Morientes skrifar undir 3,5 ár