Pellegrino orðinn Liverpool leikmaður

Staðfest: [Mauricio Pellegrino hefur skrifað undir samning við Liverpool út tímabilið](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147352050105-1640.htm)

[Pellegrino](http://www.liverpoolfc.tv/team/squad/pellegrino/) verður fyrsti Argentínumaðurinn, sem leikur fyrir Liverpool og mun eflaust styrkja vörnina til skamms tíma. Official heimasíðan tekur [hér saman nokkra fróðleiksmola um Pellegrino](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147353050105-1649.htm). Hann hefur m.a. leikið tvisvar sinnum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Eigum við ekki að segja að hann nái þrennunni á þessu tímabili 🙂


**Uppfært (EÖE)**: Æ, hann kom víst inná sem varamaður í Meistaradeildinni í ár. Note to self: Lesa greinarnar áður en ég reyni að vera sniðugur.

Hvar er Fernando Morientes?

Morientes kemur líklega ekki… Anelka?