Mis-spennandi slúður

Fyrirgefið orðbragðið, en El-Hadji Diouf er [fokking hálfviti](http://www.boltonwanderers-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=197436)!


Úrslitin í kvöld voru okkur nokkuð hagstæð fyrir utan það að Everton náði að kreista fram sigur á síðustu mínútu gegn Portsmouth. Annars gerðu Arsenal, Man U og Tottenham öll jafntefli, og Middlesboro tapaði. Núna í byrjun þessa hlés erum við í 5. sæti, 6 stigum á eftir Everton og 7 stigum á eftir Manchester United. Ef við vinnum þá í næsta leik á Anfield, þá verðum við aðeins 4 stigum á eftir Man U. Ég segi það að við eigum að stefna á þriðja sætið, það er enn góður möguleiki.

Annars þá eru veðbankarnir að taka veðmál á að Chelsea vinni **fernu** pg eru líkurnar 16/1, sem er alveg fáránlega lágt! Er fólk alveg búið að gleyma því að það hefur ekki verið spilaðir einn leikur í bikarnum og að þeir eiga ennþá eftir að spila við þarna lið frá Spáni í Meistaradeildinni. Hvað heitir það aftur?? Ha? Já, [**Barcelona**](http://galeon.hispavista.com/forcabarca/img/RONALDINHO%20GAUCHO.jpg).


Annars byrjar slúðrið rólega fyrir utan Pellegrino, sem virðist klappað og klárt. Við erum jú orðaðir við einhvern markmann frá [Oman, sem heitir Al-Habsi](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=247819&cpid=8&CLID=14&lid=&title=Lyn+claims+Reds+offer&channel=Premiership) og Kraptalk segja að Chris Kirkland [sé til sölu fyrir 4 milljónir punda](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/383646/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1) og svo er Tony Le Tallec [orðaður við lán hjá Norwich](http://norwichcity.rivals.net/default.asp?sid=918&p=2&stid=8369588), sem mér finnst vera verulega sniðug hugmynd.

5 Comments

  1. ÞVÍLÍIKUR SKANDALL Á OLD TRAFFORD 😡 Markið sem Tottenham skoraði var jafnvel enn augljósara en vítið sem við áttum að fá gegn Chelsea 😡 😯 🙁

  2. Já vá … ég sá það einmitt í sjónvarpinu í gær, hélt þetta bara væri ekki hægt. Boltinn fór rúman meter inn fyrir línuna hjá Carroll og dómarinn dæmdi samt ekkert! Eru United og Chelsea á sérsamningi hjá dómurum í Englandi?

    Fyrir þá sem vita ekkert hvað er verið að tala um þá skoruðu Tottenham löglegt mark gegn United í gær og áttu með réttu að sigra, en dómari leiksins dæmdi ekki mark. Sky News eru með mynd af þessu atviki á vef sínum. Svakalegt dæmi!!!

    Það liggur við að maður missi svefn þessa dagana af ótta við að Mike Riley fái að dæma okkar leik við United eftir 10 daga… 😡

  3. Það þarf greinilega að hafa eftirlitsdómara sem sér atvikin á vídeói og ef vafaatriði eiga sér stað þá skoðar hann atvikið og sker úr um.

    Ef slíkt væri við hendina þá væru Liverpool örugglega með 12 stigum meira en í dag og manu, arsenal og chelskí örugglega með eitthvað minna!!

    p.s. spurning um að senda El hadji í hálskirtlatöku!!

  4. Ágætt að heyra með Diouf. Mig grunaði þetta reyndar, þar sem það er augljóst að allir aðdáendur á Englandi munu halda því fram að hann hafi hrækt á þá ef hann kemur nálægt þeim.

Pellegrino á leiðinni (uppfært)

Enn versnar meiðslavandinn