Pablo Aimar vill koma til L’pool!!!

aimar_liverpool.jpgEkki slúður. Ekki slúður. Ekki slúður…

Ég talaði um það í færslu í gær að fréttir hefðu borist frá Argentínu, heimalandi snillingsins Pablo Aimar hjá Valencia, þess eðlis að Liverpool hefðu spurst fyrir um hvort hann væri til sölu. Skv. þeirri frétt áttu Valencia og Ranieri að hafa þverneitað að selja kauða og því lagði ég mikla áherslu á það í þeirri færslu að þetta væri bara slúður.

En neinei. Í dag vaknar maður, skellir sér á BBC og hvað er það fyrsta sem maður sér?

PABLO AIMAR PLEADS FOR LIVERPOOL SWITCH!

Lesist: Pablo Aimar grátbiður um að fá að fara til Liverpool og Rafa Benítez, þar sem hann sé ekki ánægður hjá Valencia.

Sko, í fyrsta lagi þá ætti það að gleðja Steven nokkurn Gerrard umtalsvert að sjá að menn á borð við Morientes, Anelka og Aimar eru beinlínis æstir í að fá að spila með Liverpool. Það hlýtur að sannfæra hann um það hversu virtur klúbbur þetta er og að menn sem eru fyrir utan klúbinn og spila hjá öðrum liðum hafa mikla trú á því sem Benítez er að gera.

En hvað um það, stóru fréttirnar í þessu eru náttúrulega þær að sögusagnirnar um Aimar eru skyndilega ekki lengur slúður! Já, ótrúlegt en satt þá er núna búið að staðfesta að Liverpool hafi spurst fyrir um hann, og síðan er hann búinn að staðfesta sjálfur að hann vilji fara.

Hann sagði meðal annars þetta:

>”This season I’m not happy at Valencia.”

>”Rafa Benitez is an excellent coach who knows me very well and Liverpool would be an ideal place to go if I cannot sort out my future here.”

>”I do not understand why I have not been playing. Ranieri has not told me the reasons but I am obviously not part of his plans.”

>”From what I can see, English football is the best in Europe next to Spain and I do not think I would have a problem adapting to the Premiership.”

Það verður ekki mikið skýrara, eða hvað? Auðvitað eru enn yfirgnæfandi líkur á því að Ranieri tali strákinn til, rói hann niður og allt það … en það er ljóst að Liverpool-menn munu fylgjast náið með framvindu mála á Spáni.

Og höfum í huga að Ranieri hefur orð á sér fyrir að vilja ekki spila með “leikstjórnendur”, eða þessar litlu, teknísku týpur. Hann notaði t.d. Damien Duff og Joe Cole nánast ekki neitt hjá Chelsea í fyrra og þar áður var hann alltaf frekar tregur til að nota menn eins og Diego Simeone hjá Atlético Madrid og Massa Cappellini hjá Cagliari – en þessir leikmenn eru allir svokallaðir “leikstjórnendur” á vellinum.

Ég veit ekki með ykkur en ég er ótrúlega spenntur við tilhugsunina um Pablo Aimar í rauðri treyju sumarið 2005. Finnst engum öðrum það vera góð tilhugsun?

7 Comments

  1. Það er hreinlega dónalegt að setja þessa fyrirsögn ofan á þessar tilvitnanir. Ég sé nú engan grát í þessum orðum Aimar, frekar að hann sé að setja smá pressu á Ranieri. Einnig get ég ekki séð (úr þessum tveim greinum sem þú hefur linkað á) að Liverpool hafi borði víurnar í hann, það eru orð blaðamannanna, SLÚÐURblaðamannanna. Sunnudagsfrétt, álíka áreiðanleg og Grindvíkingur við bálköst.

  2. Eftir á séð þá virkar þetta kannski svolítið harðort hjá mér. Ég er bara að reyna að draga úr spennu, ég væri alveg til í að fá Aimar :biggrin:

  3. Mér sýnist Aimar vera að ganga jafnlangt og hann getur í stöðunni. Ef hann kæmi bara fram núna og segði: “Ég vil fara til Liverpool strax”, þá er ólíklegt að hann myndi vera vinsæll hjá Valencia.

    Það sem mér þykir líklegast að hafi gerst er að Liverpool hafi haft samband við umboðsmann Aimar og sagt að liðið hafi áhuga og uppúr því hafi þetta sprottið.

    Það er allavegana frábært að hann hafi áhuga á að koma til Liverpool og ef hann kæmi þá gætum við farið að spila með 5 manna miðju, með þá Alonso, Gerrard og Aimar á miðjunni. Það er snilldarmiðja!!!

  4. eg get ekki ímyndað mér annað en að rafa hafi áhuga á að fá mann sem spilaði svona vel fyrir hann hjá valencia til liðs við sig hjá liverpool…

    svo er bara spurning hvort rainieri sé tilbúinn að láta hann fara, og hvort að til séu peningar til að borga fyrir hann…

    fullt af stórum EF spurningum… óþarfi að vera að gera sig of spenntan alveg strax… þó þessi 5 manna miðja væri nú án efa sú besta í heiminum…

    ímyndið ykkur gerrarrd (24 ára) alonso (23 ára) og aimar (25 ára)… allir á besta aldri… og allir eiga þeir bestu árin sín eftir…. :biggrin2:

  5. Aimar er snillingur og Benitez talar þannig um hann að nánast mátti skilja sem svo að titlarnir sem unnust hjá Valencia væru honum að þakka. En ef hann nú kæmi á Anfield, erum við þá að tala um 4-5-1 í öllum leikjum ? Hvernig spilaði hann með Valencia annars var hann á miðjunni eða í holunni fyrir aftan Mista ? Var hann að dreifa og leggja upp eða var hann að skora fyrir Valencia. Hvernig spilar hann með Argentínu, spila þeir ekki 4-4-2 yfirhöfuð eða hvað. Aimar hefur eitthvað setið á tréverkinu hjá Ranieri en spilaði hann ekki með þeim í CL eða hvað, gæti hann nokkuð spilað með lfc í CL ? En það gefur góðan tón fyrir janúar mánuð að stór nöfn eins og Morientes og Aimar séu að segja á opinberum vettvangi að þeir vilji fara á Anfield. Óneitanlega spennandi miðlína Kewell (eins og hann er bestur) Gerrard, Aimar,Alonso og Nunez/Garcia/(eitthvað stórt nafn). Sá framherji sem væri í liðinu með þessum snillingum hlyti að slefa af græðgi og þyrfti eflaust að spila með smekk því hann yrði mataður þvílíkt.

  6. Gæti ekki verið meira sammála árni, svakaleg miðja… En lásuð þið Fréttablaðið í morgun? Newcastle búið að bjóða 850 miljónir í Morientes.

  7. Ég er nú ekki sammála að hún yrði sú besta í heimi, en frábær yrði hún. Duff, Robben, Lampard, Makalele og Tiago er nú líka helvíti gott, sem og Marquez, Guily, Xavi, Deco og Ronaldinho.

    En miðjukjarninn yrði sá besti hjá okkur. Svo er annað mál um kantana.

    En vá, hvað það yrði fábært að fá Aimar!

Southampton í dag!

Byrjunarliðið komið