S.G. verður kyrr, og hana nú!

Góðan daginn. Það er komin Þorláksmessa og aðeins einn dagur til jóla … en hjá okkur Púllurum byrja jólin örlítið snemma í ár. Fyrirliðinn ákvað nefnilega að sjá til þess að það verði ekki hægt að drepa tímann um hátíðirnar með því að búa til tilgangslaust slúður um hans framtíð.

  • I’m staying! Okay, now shut up about it…

Jamm, þannig að Steven Gerrard var í gær viðstaddur sérstakan heiðurskvöldverð í Liverpool-borg, sem er venjan fyrir þann leikmann sem áhangendur liðsins hafa kosið leikmann ársins. Stevie hlaut þann titil í ár – kemur eflaust engum á óvart – og var því viðstaddur þennan kvöldverð í gær þar sem hann tók á móti verðlaununum. Þá svaraði hann líka spurningum aðdáenda liðsins og eins og venjulega var hann hreinskilinn. Hann á það stundum til að vera of hreinskilinn, eins og við vitum, en í gær virtist það bara leiða til góðs.

Allavega: HANN VERÐUR GRAFKYRR á Anfield næstu árin (lesist: árin), þar sem hann sagði að hann ætti tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Liverpool og að hann hefði fullan hug á að klára þann samning (hvað svo sem gerist að því loknu). Að lokum var hann spurður, einfaldlega, hvort hann gæti algjörlega neitað því að hann væri á leið frá Liverpool í nánustu framtíð?

Og hann svaraði: “Já!”

Verður ekki mikið skýrara en þetta? Vonandi sáu Peter Kenyon og José Mourinho hjá Chelsea þetta. Ef svo er þá hafa þeir eflaust áttað sig á því að þetta er ekki að fara að gerast … og snúið sér annað.

Sem þeir og gerðu, nú eru þeir farnir að gera stuðningsmenn Real Betís á Spáni vitlausa með endalausu slúðri og fyrirspurnum um stórstjörnuna Joaquín. Trúið mér þegar ég segi, að ég hef fyllstu samúð með stuðningsmönnum Betís. Við Liverpool-aðdáendur vitum hversu leiðinlegt það er að þurfa að berjast við Chelsea-svartholið sem virðist allt ætla að gleypa sem í vegi sínum verður.

Talandi um. Nú eru þrír dagar í næsta leik okkar, gegn W.B.A. á útivelli. Svo er það Southampton heima þann 28. des (eftir 5 daga) … og síðan … eftir … 10 daga … á Anfield … fáum við gullið tækifæri til að taka þetta Chelsea-lið og láta það brotlenda!

Og ekki segja mér að við getum það ekki. Þeir eru ógeðslega sterkir þessa dagana … en í alvöru, hefur eitthvað lið í vetur ráðið við Gerrard, Alonso og Baros á Anfield? Ég held nú síður.

Sem sagt, þrír frábærir Liverpool-leikir í beinni á næstu 10 dögum, og það án þess að óveðursskýin hangi yfir Stevie G. Þetta verða svo sannarlega gleðileg jól …. 😀

7 Comments

  1. ég held að það það sé nú í lagi þó að lið eins og chelsea spái í gerrard því hann er frábær, chelsea kaupir bara heimsklassa leikmenn þannig að það er ekkert skrýtið að þeir hafi áhuga, liverpool verður bara að standa sig þannig að hann hafi áhuga fyrir að taka þátt í uppbyggingunni hjá benitez sem ég held reyndar að sé á réttri leið með þetta lið. Kaupa góðan “striker” í janúar og síðan einhvern heimsklassa hægra megin á miðjunna næsta sumar og þá fórum við að keppast um titlana bæði heima og í meistardeildinni.

  2. AMEN!!!! Frábær grein Kristján og gleðileg jól 😉

    Tæknilega séð byrjuðu jólin hjá okkur með sigri Arsenal og Olympiakos, vonum að við endurvekjum þau jólin og RÚSTUM CHELSEA :laugh:

  3. Djöfulsins snilld!

    Annars hefði ég ekkert á móti því að selja Stevie fyrir 40mill. punda. Hægt að kaupa 3 heimsklassaleikmenn fyrir það. Eða greiða niður skuldir.

    Hvernig hljómar að fá Carlos-inn á Anfield?? Skilst að hann vilji fara frá Real.

    P.s. skemmtileg nýbreytni að vera ekki með kúkinn í buxunum um jólin.

  4. Ekki með kúkinn í buxunum? Er Liverpool ekki í 6. sæti í deildinni einhver 15 stig frá toppinum. Held að við séum ekki bara búnir að kúka í buxurnar, við erum líka buxnalausir.
    En það er samt hægt að vera bjartsýnn, komnir áfram í meistaradeildinni og deildarbikar og menn að skila sér aftur úr meiðslum, allt á uppleið vonandi.

  5. Ég hreinlega get ekki hugsað mér betri leikmann en Gerrard í dag. Mun njóta þess að fylgjast með honum í eldrauðu næstu árin.

    Við verðum að setja fleiri góða leikmenn við hlið hans. Vonandi kaupum við Anelka fremur en Morientes. Menn virðast binda svipaðar vonir við Morientes og menn gerðu við Jari Litmanen. Ég var einn þeirra, frábær leikmaður Litmanen. En hann féll aldrei að steingeldu leikkerfi Húlla auk þess sem hann var í harðri samkeppni við Smicer um taka við titlinum meiddasti leikmaður deildarinnar. Ég held að Morientes gæti farið sömu leið. Anelka er ungur og svívirðilega hæfileikaríkur. Baros og Anelka saman frammi, þvílík snilld.

    Annars eiga okkar menn að setja það í forgang að semja við Baros á ný og halda honum um ókomin ár. Frábær leikmaður. Saknar einhver ykkar Owen og Heskey? Ég sakna reyndar Fowler, enda maðurinn afburða húmoristi. Mun betri leikmaður en Owen þegar hann er í sambærilegu líkamlegu ástandi….

    Afleit tíðindi eru af tiltrú Rafa á Hamann. Ég er ykkur fyllilega sammála prýðilegu Liverpoolbloggsíðumeistarar þegar þið hafið á vandaðan hátt drullað yfir kappann. Hann fúnkerar ekki í liði sem ætlar sem meistaratitil, nema sem varamaður. Hann er ekki nógu fjölhæfur. Loksins er maðurinn hættur að taka aukaspyrnur fyrir liðið. Hreinlega rannsóknarefni hvernig menn sem hafa það að atvinnu að stýra fótboltaliði hafa haldið að maðurinn gæti hitt á markið. Einföld tölfræði hefði getað leitt þá í allan sannleika um að svo væri ekki. Alonso er MUN betri leikmaður. Djöfull fíla ég þann leikmann. Hann skilur fótbolta, Hamann er eins og japanskt tilraunaverkefni í vélmennahönnun. Alfa-útgáfa af varnarvélmenni.

    Þið hafið haft miklar áhyggjur af markvörslu hér undanfarið. Ég hef ekki miklar áhyggjur af henni. Ég held að Kirkland komi til með að skila því hlutverki með sóma. Hann er ungur of þarf að læra. Hann kemur til með að gera sínar gloríur. Þið töluðuð mikið um Everton leikinn og mistök hans þar. Mér þótti merkilegt að enginn benti á að markið var líklega ólöglegt. Þegar skotið var á markið þá stóð helblár Everton maður rangstæður fyrir framan Kirland og skyggði á boltann => rangstæða. Afar lítið sem Kirkland gat gert.
    Auðvitað hefur hann gert mistök, en Kirkland er hæfileikaríkur markmaður sem verður að fá að gera sín mistök.

    Gleðileg jól allir púllarar!

    Kveðja, Baros.

  6. Hehehehe æji you people! http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1117593 þetta er nýjasta fréttin um framtíð Steven Gerrard og það á ww.mbl.is! Ég verð að segja alveg eins og er að ég hef áhyggjur af því að $$$$$$ reyni að kaupa hann í janúar og bjóði okkur óásættanlegar upphæðir fyrir drenginn. Sko, ég persónulega mundi vilja selja hann ef við fengjum 100 milljón punda fyrir hann en ekkert undir því en þar sem ég held að stjórn LFC sé á nálum yfir þessum 21 milljón sem þeir fóru yfirum á árinu að þeir samþykki eitthvað kjaftæði eins og 30 milljónir fyrir þennan einn af 5 bestu miðjumönnum heimsins. Svona er lífið….þú annaðhvort porkar náungann eða hann porkar þig og í þessu tilviki tel ég að LFC verði porkað duglega í anussinn! 😡

  7. Baros, málið er ekki að Kirkland geri mistök, heldur *ver hann aldrei boltann*. Það er mikið vandamál. David James gerði mistök, en inná milli varði hann stórkostlega. Ég hef bara aldrei séð nein almennileg tilþrif hjá Kirkland. Dudek hefur þó allavegana átt til að verja frábærlega. Það hefur Kirkland ekki gert fyrir aðallið Liverpool.

    Og Eiki, mbl.is apar bara eftir erlendum miðlum líkt og við. Ef þú ætlar að stressast allur upp í hvert skipti þegar Chelsea ætlar að kaupa leikmann, þá munt þú ekki eiga náðuga daga framundan. 🙂

    Gerrard hefur lýst því yfir að hann ætli að vera áfram og það er nógu gott fyrir mig.

    Og Daði, ég held að Svavar hafi viljað meina að við erum ólíkt bjartsýnari fyrir þessi jól en síðustu ár. Liðið hefur verið að leika virkilega vel inná milli þótt vissulega séum við langt frá því að ná þeim árangri, sem við vonumst eftir. En þetta er á réttri leið, öfugt við það, sem við vorum fyrir ári.

¡Que viva España! (uppfært)

Fernando vill bara Liverpool!