Garcia og Biscan heilir!

Ja hérna, fleiri góðar fréttir: Luis Garcia og Igor Biscan eru heilir og geta spilað með gegn Newcastle! Frábært. Við erum búin að sakna Garcia mikið á þessum tíma, sem hann hefur verið frá.

Já, og Morientes hefur áhuga á að koma til Liverpool 🙂

Já, og svo vil ég benda á athyglisvert viðtal við Jerzy Dudek, þar sem hann talar um markið gegn Portsmouth og nýjar þjálfunaraðferðir hjá markmönnum Liverpool.

Ein athugasemd

  1. Sá reyndar ekki þennan leik þannig að ég get svo sem ekki lagt dóm á frammistöðu Dudeks í leiknum. En eftir að hafa séð mörkin þá er ég soldið sammála honum. Það bjuggust allir við fyrirgjöf og alls ekkert óskynsamlegt að staðsetja sig í samræmi við það. Matt Taylor var pottþétt ekki að reyna að skjóta á markið en hittir boltann asnalega og hann stefnir í markið. Dudek gerir mjög vel að ná til boltans áður en hann siglir í netið (þá fyrst hefði hann verið gagnrýndur). En hann þarf að teygja sig aftur fyrir og því ekki nægur kraftur í vörslunni til að koma boltanum af hættusvæðinu. Lualualuala.. er svo ekkert annað en skítheppin að fá tuðruna á silfurfati til að pota í netið. Mér sýnist miðað við tölfræði úr leiknum að það sem er virkilega gagnrýnisvert er að ekki takist að nýta fleiri marktækifæri en raun ber vitni. Mér hefur alltaf fundist Dudek vera hörkumarkvörður, ekkert fullkomin en það er enginn og allir gera sín mistök. Það sem vantar hjá kallinum er sjálfstraust. Hann virðist taka þá gagnrýni sem hann fær á sig töluvert inn á sig og það sést á hans leik. Ef hægt væri að berja það inn í hausinn á honum að hann væri lang lang lang bestur og ekki að hlusta á neitt annað þá værum við í betri málum. Það er bara málið með þessa blessuð stétt knattspyrnumanna sem markverðir eru að þegar þeir gera mistök, og það gera þeir allir hvort sem þeir heita Buffon, Schmeichel,Kahn eða Grobbelar, þá eru þau mistök oft svo rosalega áberandi og mikilvæg að stundum kosta þeir leikinn, bikarinn og jafnvel meistaratitillinn.

Það er BAYER LEVERKUSEN!

Newcastle á morgun!