L’pool 1 – Pompey 1 (uppfært)

Ésús fokking krístur. Ég trúi þessu ekki. Ég sat á Players og var byrjaður að semja leikskýrsluna í huganum. Þetta var svona sæmilega bjartsýn skýrsla, samt ekkert halelúja-dæmi, þar sem ég ætlaði að hrósa liðinu fyrir að hafa innbyrt sigur gegn liði sem virtist alveg líklegt til að halda hreinu á móti okkur.

Ég ætlaði að segja hversu ógeðslega frábærir Xabi Alonso og Steven Gerrard voru í kvöld. Ég ætlaði að nefna hversu líflegir Harry Kewell og Antonio Núnez voru á köntunum, hvernig það virkaði ekki allt sem þeir reyndu en þeir voru þó að reyna og sköpuðu helling. Ég ætlaði að segja hversu gaman það væri að sjá Baros aftur í liðinu, þótt hann þurfi augljóslega einn eða tvo leiki í viðbót til að ná fyrri styrk.

Og síðast en ekki síst þá ætlaði ég að hrósa fyrirliðanum okkar fyrir sigurmarkið, sem er eitt af flottustu neglum ársins … stöngin-inn uppí samskeytunum úr aukaspyrnu, nánast á sama stað og markið gegn Olympiakos gegn viku.

Já, og ég ætlaði að hrósa vörninni okkar og markverðinum fyrir öruggan leik, enda var þetta í huga mínum orðinn fyrsti leikurinn okkar í rúman mánuð sem við náum að halda hreinu…

DUDEK

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré

Núnez – Gerrard – Didi – Xabi – Kewell

Baros

Þetta var byrjunarliðið í kvöld, liðið sem ég ætlaði að hrósa fyrir að hafa innbyrt sigur í erfiðum leik, sem þrátt fyrir að hafa ekki verið slæmur af hálfu okkar manna var heldur ekkert súpergóður.


…og þá gerðist það. Jerzy Dudek svaraði ENDANLEGA spurningum okkar Einars um það hvort hann ætti að koma aftur inn í liðið.

Áður en ég fjalla um atvikið þá vill ég leggja eins mikla áherslu og ég get á eitt atriði. Og það er mikilvægt að þið sem lesið þetta sýnið smá skynsemi, róið ykkur niður, sleppið leikmanninum sem allir elska að hata af krossinum og lesið þetta varlega:

JOSEMI bar ENGA SÖK á þessu jöfnunarmarki.

Það er mikilvægt að allir skilji það. Og til að það skilji það allir, þá ætla ég að lýsa markinu í smáatriðum hér. Raunar eru smáatriðin aðeins þrjú, þannig að þetta er nokkuð borðleggjandi:

1. Matthew Taylor, vinstri vængmaður Pompey, fær boltann úti við hliðarlínu. Hann nær stjórn á honum með einni snertingu og neglir honum svo fyrir markið.

2. Jerzy Dudek, hunsandi allar reglur um öryggi í teignum, ákveður að reyna að grípa þessa föstu fyrirgjöf sem stefnir beint á hann og missir boltann.

3. Boltinn, í stað þess að fara yfir í horn, út í teiginn eða BARA EITTHVAÐ ANNAÐ ef Dudek hefði kýlt hann, dettur niður á kollinn á Lomana Lualua, eina Portsmouth-manninum í vítateig Liverpool.

Þegar þetta gerðist á Players horði ég í vantrú á skjáinn, og síðan byrjaði það. Hver einasta sál á staðnum stóð upp, menn spörkuðu í stóla og börðu í borð og svo virtist sem salurinn öskraði í kór: FOKKING JÓSEMÍ!!!!!!!! OOOOOOHHHHHHHHH!!!!!!!!!

Og þá fattaði ég það. Harry Kewell var blóraböggullinn framan af hausti, Diouf var blóraböggullinn seinni hluta síðasta tímabils og þar áður hafði Heskey verið blóraböggullinn í tvö ár. Það var alveg sama hvort þessir menn spiluðu vel eða ekki, ef við töpuðum stigum var það einhvern veginn alltaf þeim að kenna.

Josemi er í þessari stöðu núna. Hann gerði allt sem bakvörður átti að gera þegar Taylor fékk boltann. Hann tók sér stöðu fyrir framan Taylor, lokaði á sendingarleið hans fyrir markið en óð samt ekki í hann, seldi sig ekki. Ef hann hefði vaðið í Taylor og tæklað hann, og Taylor vikið sér undan, hefðu menn verið brjálaðir yfir slíkri útsölu hjá hægribakverðiLiverpoolfútbollklubb! En þar sem Taylor, aðþrengdur af Josemi og í örvæntingu (enda tíminn að renna út) negldi boltanum fyrir og mark kom upp úr því, þá náttúrulega hlaut þetta að vera Josemi að kenna.

Hann var jú þarna. Ekki satt?

Ekki satt. Þetta kom Josemi ekkert við. Steven Gerrard, Steve Finnan, Pele … þeir hefðu allir gert það sama og hann. Ekki selt sig, lokað á sendingarleiðina og beðið átekta. Sem sagt, neytt kantmanninn til að reyna mjög tæpan bolta fyrir sem átti aldrei séns á að ná út í teiginn og fór því beint í hendurnar á markmanni okkar.

Núnez lenti tvisvar í þessu fyrr í leiknum, þar sem hann þurfti að reyna tæpa sendingu af því að bakvörður þeirra lokaði á hann. Í bæði skiptin greip markvörður Portsmouth, Ashdown (sem er kornungur og óreyndur skilst mér) boltann örugglega.

Dudek hins vegar, neineineineinei. Hann var búinn að hafa það náðugt í 90 mínútur, verja einu sinni vel og annars hafa lítið að gera. En hann minnti okkur öll svo rækilega á það í kvöld hvers vegna hann einfaldlega getur aldrei orðið aðalmarkvörður Liverpool á ný, með þessu rugli sínu. HANN greip ekki bolta sem átti að vera auðveldur. Og ef boltinn var of fastur til að grípa hann, þá átti Dudek að lesa það og slá boltann yfir í hornspyrnu, eða kýla hann frá markinu.

Nei. Dudek reyndi að grípa boltann/fálma til hans, sem tókst ekki betur en svo að hann dempaði hraða boltans hæfilega mikið niður, sendi hann í fallegum boga yfir á fjærstöngina og datt svo sjálfur í gólfið.

Sem sagt, hann gaf Lomana Lualua ótrúlega ódýra jólagjöf sem kostaði okkur öll hin ótrúlega mikið.

Gjöf sem kostaði Rafael Benítez og Liverpool FC tvö stig.

Og það var sko alveg örugglega EKKI Josemi að kenna. Er það alveg á hreinu? Fínt. Flott. Gott að það er á hreinu. Alveg tandurhreinu. Alveg nýþvegins hreinu. Hreinu. Ekki. Josemi. Ókei?

Dudek mun spila næsta leik gegn Newcastle, ef Kirkland verður ekki búinn að jafna sig. Síðan sest hann á bekkinn og fer frá liðinu í janúar eða næsta sumar. Hvort Benítez lætur þennan Carson-gæja nægja í janúar og notar Kirkland út tímabilið, eða hvort hann kaupir nýjan heimsklassamarkvörð í janúarglugganum veit ég ekki. En hann mun ekki nota Dudek mikið meira, ég bara trúi því ekki.

Ég á bara hreinlega í vandræðum eftir kvöldið í kvöld með að ákveða mig hvort er meira svekkjandi: risaklúður Dudek sem kostaði okkur tvö stig, eða hin nánast sjálfgefnu viðbrögð allra Púllara á Players að kenna Josemi um markið. Hvort finnst ykkur sorglegra?

Er ekki kominn tími til að láta Josemi vera?


**Uppfært (Einar Örn)**: Ég ætla að byrja á því að taka það fram að ég sá aðeins fyrri hálfleikinn og fyrstu 15 mínútur í þeim seinni. Ég var að fara í innanhúsbolta og sleppti því síðasta hálftímanum. Ég missti því af ansi mörgu. Ég sá þó alla hörmungina, sem við þurftum að þola í fyrri hálfleik.

Það sem ég vil segja um þetta allt er að ég er reiður útí þrjá einstaklinga

**Sjálfan mig**: Fyrir að hafa gleymt því hversu hræðilega mistækur markvörður taugahrúgan Jerzy Dudek er. Fyrir að hafa gleymt því að honum er ALLS EKKI treystandi fyrir því að vera aðalmarkvörður Liverpool. Fyrir að láta þetta lið vera að æsa mig upp.

**Rafael Benitez** Fyrir að halda tryggð við þetta bjánalega 4-5-1 kerfi sitt á Anfield á móti Portsmouth. Kannski að einhver fótboltasérfræðingur skýri það út fyrir mér hvaða gagn það gerir að hafa Dietmar Hamann inná 5 manna miðju á móti liði, sem ætlar að spila varnarbolta allan leikinn?

Er Benitez blindur? Sér hann ekki hversu gjörsamlega gagnslaus fyrir sóknarleik okkar Hamann er. Kewell og Núnez eru kannski búnir að leika illa, en þeir reyna allavegan eitthvað. Hamann nennir ekki einu sinni að reyna að sækja.

Þetta 4-5-1 kerfi, með einn framherja virkar á útivelli í Meistaradeildinni og kannski gegn Chelsea, Man U og Arsenal. EN EKKI Á HEIMAVELLI GEGN PORTSMOUTH! Skilurðu það, Rafael? Hvaða fokking djók er það að stilla upp einum framherja gegn Portsmouth? Ef hann treystir Sinama Pongolle ekki í svona leikjum, hvenær ætlar hann að treysta honum til að spila frammi?

Á móti Olympiakos spiluðum við 4-5-1 í 45 mínútur og skoruðum ekki eitt einasta mark. Svo spiluðum við 4-4-2 í aðrar 45 mínútur og skoruðum þrjú helvítis mörk.

Benitez er að verða einsog úreld plata í þessum viðtölum. Bla bla, við nýtum ekki færin. Gæti, bara gæti það verið vegna þess að við spilum aldrei með nema einn framherja? Ha? Kannski? Kræst!

**Jerzy Dudek**: Fyrir að eyðileggja enn einn leikinn fyrir okkur.

Ég hef bara eina spurningu fyrir næsta leik: *Hversu slæmur getur Paul Harrison verið?* Hann hreinlega getur ekki verið verri en Kirkland og Dudek. Það er bara ekki hægt! Í alvöru talað, Fabian Barthez komst ekki einu sinni nálægt þeim mistakafjölda, sem Dudek hefur gert sig sekan um.

17 Comments

  1. Josemi eða enginn Josemi, Liverpool FC er að stefna í eitthvað sem ég vonaði að ég myndi aldrei lenda í. Miðjumoð. Fallbaráttan er skemmtileg, þar er hvert stig dýrmætt. Toppbaráttan er skemmtileg, þar er verið að spila uppá alvöru verðlaun og að getað litið niður á stuðningsmenn hinna liðana. Miðjumoð er ömurlegt, sigur hér, tap þar, jafntefli inn á milli. Ekkert til að spila uppá annað en heiðurinn og enginn nennir svo lítið sem að rífast við mann um hvort liðið manns sé gott eða ekki, enda er það öllum augljóst.

    Vondir tímar.

  2. Ókei, ég var að sjá þetta mark aftur og mér sýnist meira að segja að þetta sé ekki Josemi einu sinni sem er þarna hjá Taylor. Ég sé ekki betur en að þetta sé Carragher (er samt ekki alveg viss), og Josemi sé í miðri vörninni … þeir hafa þá skipt á einhverjum tímapunkti.

    Myndu menn ráðast á Carragher ef þetta reynist hafa verið hann á vængnum? Það er spurning… :rolleyes:

  3. Hjartanlega sammála þér Kristján, þetta klúður verður að skrifast á Dudek. En er ekki furðulegt hvað maður var viss um að við mundum klúðra leiknum ?
    Gerrard er of góður til að spila með þessu Liverpool liði, sorrý ég bara varð að segja þetta, ég leifi mér að efast um að hann verði í rauðri treyju á nærsta tímabili !

  4. Það voru einfaldlega 5 frábærir leikmenn, sem spiluðu fyrir Liverpool í kvöld: Carra, Hyypia, Gerrard, Alonso og Baros.

    Hinir eru ekki nógu góðir. Svo einfalt er það.

  5. Einar, ég hef einmitt mikið pælt í þessu. Ætla að fara ítarlega í hvern einasta leikmann liðsins á gamlaársdag í löööngum pistli. En beisiklí þá finnst mér eftirtaldir leikmenn vera nógu góður til að vinna titil með L’pool: Gerrard, Alonso, Baros, Cissé, Carra, Hyypiä.

    García, Josemi og Núnez eru undanskildir, þar sem mér finnst ég varla hafa séð nóg til þeirra til að vita hvort þeir geta verið í þessum hópi. Og Kewell er ráðgáta, ef hann verður einhvern tímann jafn góður og hann var hjá Leeds fellur hann hiklaust í þennan ‘meistara’-hóp, annars ekki.

    Aðrir eru annað hvort ungir/efnilegir (Pongo og TonyLT til dæmis) eða þá bara einfaldlega ekki í þeim heimsklassa sem við viljum sjá.

  6. Sælir félagar,

    þar sem ég er að skrifa í fyrsta skipti hérna á síðunni að þá langar mig til að hrósa þeim Kristjáni og Einari fyrir síðuna, að “fórna” sínum frítíma í að halda henni úti :smile:, og einnig að þakka þeim pennum sem setja inn stundum hinar skrautlegustu lýsingar á leikjum svo að maður heldur stundum að við höfum ekki verið að horfa á sama leikinn.

    En þá að leik kvöldsins, sem er heimaleikur nóta bene, og það er stillt upp með 5 miðjumönnum og einum einmana framherja sem var yfirleitt einn í teignum þegar að sendingarnar komu inn. Af hverju ekki að setja Mellor inn fyrir Didda til að taka þessar fyrirgjafir, hann er mun sterkari skallamaður eins og sannaðist eftirminnilega í leiknum, ég hefði viljað hafa Mellor fyrir framan Baros. Ef að Rafa vill á annað borð hafa kantara til að senda boltann fyrir að þá verður hann að setja menn inní teiginn sem geta set tuðruna þar sem við viljum hafa hana, í markinu hjá andstæðingunum.

    Það er svo sem allt gott og blessað að hafa marga miðjumenn inná til að stjórna leiknum en það fást engin stig fyrir að stjórna leikjum, eins og reglurnar eru í dag að þá fær það lið öll stigin sem skorar fleiri MÖRK, undan farið að þá höfum við stjórnað, segi og skrifa stjórnað leikjunum en einhverju hluta vegna að þá hefur boltinn ekki viljað fara í helv…. netið hjá andstæðingunum.

    Snúum okkur þá að markinu sem Lualua skoraði, mér er alveg sama hvað hver segir, maður skilur ekki eftir mann fríann á kantinum eins og Josemi gerði!!! Að mínu mati að þá gerði Dúddi það ágætlega að verja boltann í horninu, hann eins og allir aðrir sem horfðu á leikinn átti von á sendingu en ekki skoti á markið og hann staðsetti sig með það í huga, hann var einfaldlega óheppinn með hvar boltinn endaði. Einnig vil ég setja ? merki við varnarleik Hyppia í markinu, hvernig gat þessi stubbur Lualua hoppað hærra en töluvert hærri Hyppia eins og bresku þulirnir bentu á?

    Mér finnst að það sé engin ein lausn við þessu gengi Liverpool þessa dagana, það vantar sóknarmann, miðjumann, varnarmann og markmann í hópinn til að breikka hann og svo væri ég til í að fá góðann slatta af þeirri heppni sem hefur haldið lífi í ands….. Man U, en þeir segja líka að maður skapi sína eiginn heppni 😉

    Takk fyrir mig, Stjáni

  7. Ég held að þú, Kristján Atli, hafi bara ákveðið hver bæri sök á markinu, ekkert verið að spá í því hvernig markið varð til eða hversvegna í andskotanum einstaklingur kom svona hnitmiðuðu skoti inní teiginn. Þetta leit út fyrir að vera sending í fyrstu, en svo breytti boltinn allt í einu um stefnu og beint að markinu, þar sem að Dudek hélt að þetta hefði verið fyrirgjöf var hann engann veginn viðbúinn boltanum EN HANN VARÐI MEISTARALEGA og hélt boltanum frá netinu, hann hefði getað gripið boltann eða kýlt hann í horn en hann brást bara svona við skotinu, stórefast um að Kirkland hefði varið þetta, ætli hann hefði ekki bara horft á boltann fara inn eins og hann gerði þegar að Rivaldo skoraði. DUDEK ÁTTI ENGA SÖK Á MARKINU !!! Afhverju fékk maðurinn sem að var á vinstrivæng Portsmouth svona mikinn tíma til þess að koma þessu skoti/sendingu fyrir ? Afhverju LOKAÐI EKKI JOSEMI Á HANN ??? AFHVERJU ER JOSEMI AÐ VANDRÆÐAST INNÍ TEIG Á SVÆÐI CARRAGHER OG HYYPIA ???? AFHVERJU SKILUR HANN EFTIR SVONA STÓRT GAP Á VÆNGNUM ? 😡 Þegar að Finnan var inná sköpuðust engin svona vandræði, hann lokaði á leikmenn þannig að þeir gátu varla komið fyrirgjöfum inní teiginn, en Josemi fer að þvælast inn á svæði annara og skilur eftir sig op svo að kantmenn eða whoever gæti vandað sig með fyrirgjöfina. Sá sem lagði upp markið hefði aldrei átt að fá þann tíma sem að hann fékk !!!

    Horfðu aftur á þetta mark, frá hlutlausu sjónarhorni, og þá sérðu hver ber sökina á þessu. Þú getur meira að segja hlustað á gaurana, aftur, sem að lýstu leiknum og hlustað á þeirra álit.

  8. Getur bara ekki verið að markið sé nokkrum aðilum að kenna, eða bara öllu liðinu fyrir að hafa ekki klárað Pompey á heimavelli.
    Manni finnst alltaf þessi ríka tilfinning að kenna einhverjum einum um að leikir tapast hálf kjánaleg.

    Helsta spurning um leik Liv. þessa daganna hlýtur að vera að þó svo að við séum að dominera leiki þá sköpum við ekki okkur dauðafæri, jú við fáum skalla og skot fyrir utan teig sem skila næstum því marki, en mér finnst vanta þessi dauðafæri sem koma útfrá góðu samspili.

    Kv,

  9. BFI sagði:
    >Getur bara ekki verið að markið sé nokkrum aðilum að kenna, eða bara öllu liðinu fyrir að hafa ekki klárað Pompey á heimavelli.

    Ég held að það sé alveg ljóst að jöfnunarmark Portsmouth er meira og minna öllu liðinu að kenna … þ.e. okkar menn áttu að vera löngu búnir að skora fleiri en eitt mark, svo Portsmouth gætu ekki stolið stigunum með heppnismarki. En það er bara efni í annan pistil, ég sá fram á að í kjölfar marksins myndu allir reyna að láta eins og Josemi einn bæri ábyrgð á þessu klúðri og því ákvað ég að verja hann aðeins.

    Mér fannst Josemi t.d. eiga slæma innkomu í þennan leik, hann virkaði ótraustur og átti eina slæma hreinsun beint í fæturnar á Paddy Berger. En markið var ekki honum einum að kenna og það var einfaldlega það sem ég vildi koma á framfæri.

  10. Josemi var einfaldlega að dóla sér við hliðina á Carra og var allt of langt frá vinstri kantmanni Pompey. Virðist því miður skorta einbeitingu og sjálfstraust. Rafa keypti hann held ég á 4m sem virðist í dag aðeins of mikið.

  11. Sælir kappar, ég vil byrja á því að hrósa ykkur Kristjáni og Einari fyrir skemmtilega síðu.

    En snúum okkur að leikinum í gær, það er alveg ljóst að liðið verður að nýta betur þau færi sem gefast. t.d. Hamann einn í teignum og skallar æfingarbolta í fangið á markverði Pompey og Nunez kominn einn í gegn bara markvörðurinn eftir (reyndar aðþrengdur) og lætur verja frá sér. Annars vinur liðið sem heild og tapar sem heild.

    Varðandi jöfnunarmarkið þá minnir mig að vinstri bakvörður Pompey hafi sent háan bolta upp á hægri kant okkar, þar hoppar Josemi upp í skallabolta og skallar hann inn á miðjuna beint í lappirnar á Pompey miðjumanni. Hleypur síðan inn í þvöguna til Carra og Hyypia og gleymir því að Taylor er einn og óvaldaður úti á kanti. Miðjumaður Pompey sér það og sendir á hann í eyðuna sem myndaðist á bakvið Josemi. Boltinn kemur síðan fastur fyrir, Dudek misreiknar hann svona líka rosalega “og mark”.
    Svo má auðvitað spyrja sig hvort Hyppia og Traore hefðu átt að vera betur staðsettir. Held nú samt að þetta hafi komið þeim jafn mikið á óvart og mér, þ.e. þegar boltinn sveif allt í einu fyrir framan marklínuna.

    Kveðja
    Krizzi

  12. Í fyrsta lagi, Krizzi og Stjáni, takk fyrir hrósið 🙂

    Það er alltaf gaman að sjá þegar það bætist í umræðuna og það er einmitt, sem gefur þessu gildi að sjá að menn eru ekki sammála um alla hluti.

    En allavegana, það er athyglisvert að lesa skýrslur frá ÖLLUM fjölmiðlunum að það eru allir “non-Liverpool” menn sammála um að þetta hafi verið Dudek að kenna. Enginn talar um Josemi, nema æstir Liverpool menn, sem kjósa að kenna honum um allt frá öllum mörkum liðsins til fuglaflensunnar.

    En ég tek fram að ég er ekki búinn að sjá þetta blessaða mark. (þetta er ekki ég, sem kommentaði undir Einar Örn hér að ofan). Sé það vonandi í fréttum í kvöld.

    En AUÐVITAÐ áttum við að vera löngu búnir að klára þennan leik. Það er náttúrulega aðalmálið

    Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á þeim, sem annaðhvort dýrka Kirkland eða Dudek. Sjá ekki allir að þeir eru báðir vonlausir?

  13. Sælir aftur félagar,

    ég vildi bara leiðrétta það að ég held ekkert sérstaklega uppá á hvorugan markvörðinn en ég held því samt fram að það sé ekki hægt að kenna þeim um mörkin í síðustu 2 leikjum, á móti Everton að þá er það greinilegt að Kirkland er að færa sig til hægri til að reyna að sjá hvar boltinn er þegar að Carsley skýtur vinstra megin við hann, það eru 2 leikmenn sem blokka alveg útsýnið fyrir honum. Dúddi á alveg greinilega von á fyrirgjöf eins og allir hinir á vellinum og það er að meðtöldum Taylor er spyrnti tuðrunni, að mínu mati allavega og hann gerði ágætlega að verja skotið.

    Hitt er svo annað mál að okkur vantar sóknarmann, miðjumann og þá helst kantara sem getur spilað á báðum köntum, varnarmann og þá einhvern sem getur tekið hægri bakvörðinn og spilað í hjarta varnarinnar og einnig nýjann markmann, best væri að fá einhverja sem eru búnir að sanna sig á vellinum en ekki einhverja kjúklinga en eins og menn vita að þá eru peningar ekki á hverju strái í þessum bransa.

    Mitt helsta áhyggjuefnið er deildin, það er alveg á hreinu að við náum ekki langt í meistaradeildinni þetta árið, við höfum einfaldlega ekki mannskapinn í það en við verðum að ná í það minnsta 4 sætið í deildinni til að halda Stevie hjá okkur og til að laða til okkar topp leikmenn, ég hef fulla trú á Benna, ennþá, en við eigum eftir að sjá hvað gerist núna um hátíðarnar, það er þá sem við sjáum úr hverju liðið er gert,

    kv :smile:Stjáni

  14. Ég sá ekki leikinn og veit þessvegna ekkert hvort að Josemi hafi átt einhverja sök að markinu eða ekki.

    En ég hef hinsvegar séð nokkuð marga leiki Liverpool í vetur….og ég hef séð að Josemi er EKKI góður leikmaður.

    Mér finnst alveg sjálfsagt mál af öllum sönnum Liverpool aðdáendum að sýna fram á óánægju sína með Josemi sem leikmann.

    Það er mjög einfalt mál að Steve Finnan er bara miklu, miklu betri leikmaður en Josemi og þessvegna á hann að byrja alla leiki í bakverðinum, og vera þar út leiktímann…og Josemi á ekki að koma inná nema Finnan meiðist eða sé í banni. Svo einfalt er það!

    Ég skil ekki þessa dýrkun ykkar (eða þína) á Josemi. Þetta voru slæm kaup hjá Benítez, so sorry sko! En því miður þá er það staðreyndin.

    En fyrir utan þetta þá er ég mjög ánægður með ykkur og síðuna ykkar og yfirleitt sammála ykkur í flestu.

    Keep up the good work! 😉

  15. Kjaftæði! Hreint og klárt kjaftæði! Dudek ber enga sök á þessu marki þar sem að þessi mannfjandi sem var að gefa fyrir markið mistókst herfilega fyrirgjöfin og hún stefndi í markið Dudek öllum að óvörum. Ég mun miklu frekar vilja hafa Dudek í markinu en Chris Kirkland þar sem að Kirkland er ekkert nema hæðin! Það verja allir markverðir boltann þegar hann kemur að marki og Dudek og Kirkland eru ekkert öðruvísi en aðrir markverðir. Það er orðin ansi þreytt tugga að kenna alltaf markvörðunum um allt sem gerist hjá LFC. Ef við mundum nú einu sinni FOKKÍNG KLÁRA FÆRIN OKKAR ÞÁ MUNDUM VIÐ VINNA HELVÍTIS LEIKINA!!!! 😡 Steven Gerrard er einnig sekur um slíkt og mér finnst það vera heigulsháttur af þeim ágæta manni ef hann ætlar sér að flýja LFC þar sem hann ber lika sök á því hvar við erum staddir. Það er pottþétt að við þurfum að fá okkur sóknarmann…nei..sóknarMENN í janúar til að hressa upp á þessa vitleysu og síðan HÆTTA AÐ SPILA VARNARKERFI Á HEIMAVELLI! Það er orðið verulega pirrandi hvað Herra Benitez treystir alls ekki Pongolle eða Mellor frammi í tveggja manna framlínu! Afhverju er hann þá að velja þá í hópinn ef hann treystir þeim ekki???? Virkilega furðulegur fjandi.

Pompey í dag!

Fimm manna miðjan