Dudek inn, Kirkland “meiddur”

Ókei, Einar er ekki fyrr búinn að setja inn grein um stöðu markmannsmála hjá liðinu að Chris Kirkland meiðist í bakinu og verður frá a.m.k. næstu tvo leiki okkar.

Ég er yfirleitt ekki mikið fyrir samsæriskenningar. EEEENNN… maður hlýtur bara að spyrja sig, koma þessi meiðsli Kirkland ekki á frekar ‘heppilegum’ tíma, bæði fyrir hann og liðið?

Er einhver þarna úti sem vill ganga svo langt að segja að hann sé ekki meiddur, þetta sé bara afsökun fyrir því að taka hann út úr liðinu?

Neinei, auðvitað er hann meiddur fyrst hann verður ekki á bekknum á morgun. Aðalmálið er allavega það að Einar vinnur sér inn þúsundkall úr því að Jerzy Dudek verður í markinu gegn Portsmouth á morgun.

Hver veðjaði annars við þig, Einar?

9 Comments

  1. Ég tók því sem að allir lesendur síðunnar hefðu tekið veðmálinu, þar sem þögn er sama og samþykki.

    Þannig að ég græddi nokkur hundruð þúsund krónur á þessu 🙂

    Annars er þetta náttúrulega brandari með Kirkland. Ekki nóg með að hann hafi ekki staðið sig þegar hann er heill, heldur líka getur hann ekki haldið sér heilum í meira en mánuð í einu. Það er augljóst að við þurfum annan markmann, einhvern sem við getum treyst.

    Því held ég áfram baráttu minni við að fá Cudicini eða Canizares í janúar!

  2. Jamm, það er frekar skrýtið að maðurinn geti meiðst 3-4 sinnum á ári, fjögur ár í röð, eftir að hann gekk til liðs við okkur. Frekar skrýtið.

    Nú fær The Dude allavega séns á að sanna sig… hver veit? Kannski mætir Dudek v.2001/02 aftur til leiks á morgun?

  3. Ég hef meiri trú á Dúdda, nú tekur hann stöðuna og heldur henni. Er sammála ykkur, Kirkland er ofmetið rusl.

    Annars er ég ekkert sérstaklega ánægður með Gerrard þessa dagana, finnst hann vera of málglaður utan vallar. Núna síðast með Anelka dæmið. Ég held að hann ætti bara að leyfa Benítez að sjá um að stjórna liðinu. Ef hann hefur þessar skoðanir á málunum þá á hann bara að panta viðtal við Benítez inná skrifstofu ekki vera að blasta þetta í fjölmiðlana endalaust. Ég hef á tilfinningunni að Gerrard sé búinn að ákveða að fara, titill eða enginn titill.

    Vonandi hef ég rangt fyrir mér…

  4. Já, Gerrard er full yfirlýsingaglaður þessa dagana. Fyrir þá, sem ekki vita, þá er þetta það, sem Garon er að tala um: [Gerrard reveals Anelka admiration](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/4093659.stm).

    Þetta er svona svipað og hefur verið í kringum Gerrard til Chelsea dæmið allt, en núna er þetta aðeins meira Liverpool í hag. Það er, Gerrard er að gefa viss skilaboð bæði til Anelka og Liverpool stjórnarinnar.

    Það virðist vera klárt mál að Anelka vill fara og að Liverpool vilja kaupa hann. Einu vandamálin (og það engin smá vandamál) eru að Barcelona hafa líka áhuga og stjórn Liverpool hefur kannski ekkert úr alltof miklum peningum að ráða.

    En Garon, **sleppum því** að kalla Liverpool leikmenn rusl. Það er í lagi að gagnrýna leikmenn, en svona tölum við ekki um okkar menn!!!

  5. Kannski hljóp ég á mig í orðavali þarna, en gleymum því ekki að þetta er síða á íslensku hér og því gjörsamlega enginn möguleiki á því að hann særist við að heyra þetta. Þetta var bara orð sem lýsti tilfinningum mínum, þið og aðrir Liverpool-aðdáendur hafið notað önnur orð síðustu daga sem hafa svipaða meiningu. Minnir mig á áminninguna sem alþingismaðurinn fékk um daginn fyrir að segja að annar þingmaður færi með “lygar”, hefði sennilega sloppið við áminningu ef hann hefði notað orðið “ósannindi”.

    En, point taken. :blush:

  6. Já, já, ég átti nú ekkert von á að Kirkland kíkti á síðuna og myndi gráta sig í svefn yfir þessum ummælum 🙂

    En já, við megum eflaust passa okkur líka 🙂

  7. Já, og svo til að bæta við þessa Kirkland, Dudek umræðu, þá fannst mér Chris Bascombe orða þetta vel:

    >There’s a worrying trend in recent weeks where Liverpool have to work a lot harder to score goals than their opponents.

    >Arsenal had one shot on target at Anfield and nearly won a point. Aston Villa ridiculously earned a draw having only had two free-kicks.

    >And Liverpool nearly went out of the Champions League because one lousy set-piece found its way into the net. In the meantime, Jerzy Dudek can be entitled to feel his incredible contribution to ensuring the club reached the League Cup semi-final was overlooked.

    >Sami Hyypia and Jamie Carragher must be wondering what’s going on? They’re in superb form, yet they’ve enjoyed just two clean sheets as a duo in their last 10 games. Hardly a fair reflection of form.

    >Kirkland is experiencing one of those tricky spells all number ones endure. We must remember he’s still a relative newcomer but, as Dudek himself will testify, there are harsh judges in this game, especially on derby day.

    >The youngster needs to start making some blinding saves so confidence in him is quickly restored.

    Sjá [hér](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0400matchreport/tm_objectid=14974613%26method=full%26siteid=50061%26page=3%26headline=everton%2d1%2d%2dliverpool%2d0%2d%2decho%2d-name_page.html)

  8. Já þetta er mjög spes eitthvað. Maður getur aldrei slakað aðeins á, það er eins og það komi alltaf nýtt vandamál upp þegar við erum við það að leysa úr öðru. Erfitt að vera Poolari þessi misserin… 🙁

Hversu góður er Chris Kirkland? (uppfært!)

Pompey í dag!