Þrjár vikur í nýjan framherja?

Jæja … tærnar á manni eru loksins farnar að snerta jörðina eftir einhvern svakalegasta og stórkostlegasta Liverpool-leik sem ég hef séð í sjónvarpi. Þetta er svona smám saman að sökkva inn, við erum komnir í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni, undanúrslitin í Deildarbikarnum, virðumst vera að komast á flug í deildinni og Milan Baros, Steven Gerrard og Antonio Núnez eru loksins byrjaðir að spila aftur eftir meiðsli sem hafa verið okkur dýrkeypt. Þá er Harry Kewell farinn að finna fjölina sína eftir erfitt haust, hann var alveg hreint frábær gegn Olympiakos.

Eitt er þó það sem er kannski mikilvægast í kjölfar sigursins á þeim grísku, og það eru fjármálin. Eða nánar tiltekið, fjármagn til að kaupa framherja. Við höfum vitað alveg síðan Owen fór og Cissé fótbrotnaði að Rafa Benítez myndi alveg 100% örugglega versla nýjan framherja strax í janúar. Spurningin hefur bara verið: hver er maðurinn?

Nú virðist sem svar við þeirri spurningu gæti fengist fljótlega … mjög fljótlega. En þangað til höfum við allavega sterkar vísbendingar um nafn framherjans sem um ræðir, og það besta við það er að hann hefur leikið áður fyrir Liverpool FC:

nico_liverpool.jpg nico_murphy.jpg

NICOLAS ANELKA

Muniði hér í haust þegar við Einar virtumst fá fréttir af öllum helstu leikmannahræringum liðsins áður en þau urðu að fréttaefni hjá stóru netmiðlunum? Það er ekki eins og einhver töfraformúla hafi legið þar að baki. Við studdumst aðallega við spjallþræði á YNWA.tv, sem er ein besta aðdáendasíðan þarna úti að mínu mati.

Af og til taka stjórnendur síðunnar sig til og setja inn “skúbb”, eða hasarfrétt á forsíðu síðunnar sinnar. Ólíkt öðrum síðum þá eru þeir hins vegar mjög strangir á það hvaða fréttir fara þar inn. Reglurnar eru einfaldar:

-Til að frétt teljist staðfest þá verða þeir að hafa fengið hana staðfesta frá tveimur ótengdum aðilum sem hafa sterk bönd innan klúbbsins. Þetta er í raun og veru ekkert svo erfitt, miðað við að þessir gaurar búa í grennd við Anfield og lifa og hrærast í menningunni. Ég gæti t.d. með einu símtali fengið á hreint hvaða leikmann mitt lið, FH, ætlaði sér að kaupa/selja næst … því ættu menn í Liverpool ekki að geta það sama hjá sínu félagi?

-Nú, þegar þeir hafa fengið staðfestingu frá einum aðila og eru að bíða eftir staðfestingu #2, þá setja þeir viðkomandi frétt inn á spjallborðið sitt í staðinn, og taka fram að það sé bara dagaspursmál áður en viðkomandi frétt getur birst á forsíðunni.

Þetta er ein slík frétt, alveg jafnt og Einar birti hér frétt af spjallborðinu þeirra þess eðlis að Owen væri að fara frá Liverpool, nokkrum dögum áður en það varð að fréttaefni hjá BBC og hinum stóru miðlunum. YNWA.tv vita hvað þeir eru að segja.

Og nú segja þeir þetta: A WORD ON JANUARY SIGNING:

>In a move that would of course cause much debate amongst Liverpool fans, we have been told by an extremely reliable and well-informed source that a deal is being worked on to bring Nicolas Anelka back to Anfield. Rumours have been doing the rounds for a few weeks now and we are confident that there is indeed substance to them. Anelka is said to love Liverpool and was disappointed at the breakdown in the relationship between himself and the previous Management regime which led to him leaving the Club, making him even more determined to ensure success this time around.

>Nothing is signed yet but it is believed that talks are advanced and there is a willingness on behalf of all relevant parties to see a deal done in early January. Anelka has a proven Premiership record and obviously also specific experience of life at Melwood and Anfield so a settling-in period shouldn’t be required if a deal can be done.

Beisiklí, þá vitum við að Anelka getur skorað 20+ mörk í úrvalsdeildinni og spilað vel með Liverpool FC. Af því að hann hefur gert það áður. Það er meira en við getum sagt um Morientes/Mista/David Villa/aðra sem hafa verið orðaðir undanfarið. Mér líst hreint ekkert illa á að fá Anelka aftur, að því gefnu að hann geti hagað sér vel … sem var ekki vandamál síðast.

Nú, þessi meinti spjallþráður á YNWA.tv er núna vikugamall og við Einar höfum eiginlega bara verið of spenntir fyrir Olympiakos-leiknum til að fjalla um þetta en nú finnst mér kominn góður tími til að ræða þetta aðeins. Málið er nefnilega það, að eftir sigurinn á Olympiakos þá höfum við peninginn til að versla Anelka, en sagt er að hann muni kosta um 8-10m punda.

Og í nýjum þræði á YNWA.tv-spjallborðinu staðfesta yfirmenn síðunnar að staðfesting á samningsviðræðum við Anelka sé á næsta leyti. Það er nú þegar vitað mál að hann er að fara frá City, hann nánast viðurkenndi það í viðtali fyrir síðustu helgi … og af þeim liðum sem eru orðuð við hann finnst mér líklegast að hann vilji koma til okkar, þar sem hann þekkir okkur, líkaði vel við lífið hjá okkur áður og býr á svæðinu. Það eina sem gæti spillt þessu er ef Barcelona henda sér í slaginn á næstunni og reyna að fá hann, en það hlýtur að vera afskaplega erfitt að segja nei við Barca þessa dagana…

Þannig að eins og staðan er í dag myndi ég segja að það séu svona 60-70% líkur á að Nicolas Anelka verði orðinn Liverpool-leikmaður eftir tæpan mánuð. Hvernig líst mönnum á það?

**Viðbót (Einar Örn)**: Kannski að bæta við því, sem Chris Bascombe skrifar í Liverpool Echo í [leikskýrslunni](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/tm_objectid=14960655%26method=full%26siteid=50061%26page=3%26headline=liverpool%2d3%2d%2dolympiakos%2d1%2d%2decho%2d-name_page.html) við Olympiakos leikinn:

>Financially, it was essential. Rafa Benitez has £5m more to spend now than he did yesterday, and one hopes a bid for Monsieur Anelka will be on the table.

Gott mál. Ég vil fá Anelka til Liverpool, strax fyrsta janúar.

11 Comments

  1. Anelka er stórgóður og sterkur leikmaður sem að nýtist okkur vel, það er enginn spurning. Ég var ekki ánægður með Húlla þegar hann keypti hann ekki. Ef hann kemur núna, þá er ég sáttur:)

  2. Ja hérna.
    Það er náttúrulega vitað að hann hefur hæfileikana það er ekki spurning. Og maður hefur ekki heyrt að það sé eitthvað vesen á honum hjá City. Þannig að kannski er þetta ekki svo slæmur kostur. Þegar hann kom fyrst til Lfc þá var ég ekkert of hrifinn af því þar sem það var tómt vesen á kallinum og umboðsmanninum bróður hans en hann stóð sig ágætlega hjá okkur áður og ég hugsa að Benitez geri hann allaveganna ekki að lakari leikmanni en hann er. En þetta er nokkuð óvænt. Spurning hvort Robbie Fowler komi næstur. 😯

  3. Mér líst VEL á þetta! Anelka spilaði virkilega vel fyrir okkur á sínum tíma og það hljóta að teljast stærstu mistök Houllier að velja Diouf fram fyrir Anelka á sínum tíma.

    Ég vil frekar sjá Anelka heldur en til dæmis Morientes og co. Menn mega ekki gleyma því líka að ef Anelka kemur, þá má hann spila með okkur í Meistaradeildinni. hæ hó jibbí jei.

    Anelka og Baros frammi. Gerrard og Alonso fyrir aftan þá. Það virkar vel á mig 🙂

  4. anelka er frábær framherji…
    og eftir að hafa séð hvað melor og pongolle eru færir um í mikilvægum leikjum þá gætum við verið komnir með 4 stórgóða framherja í janúar… og svo kemur cisse náttúrulega aftur í sumar…

    ég vona bara að kewell byggi upp smá sjálfstraust, og eftir leikinn á miðvikudaginn ætti það ekki að vera erfitt.. hann er frábær kantmaður, þegar hann nennir…
    svo er nunes að koma sterkur inn… það virðist allt vera að smella hjá liðinu þessa dagana 😉

  5. Varðandi innlegg hjá árna þá get ég ekki séð að Núnez sé að koma sterkur inn. Hann er að koma inn, en ekki sterkur inn. Vonandi fer hann að styrkjast.

    Annars er ég mjög sáttur við að Anelka sé að koma þó að mér finnist nú mikilvægara að fá eitthvað í vörnina. Mér finnst Carra alltaf vera að detta á rassgatið þegar það mest liggur á að gera það ekki. Hyypia er ekkert að yngjast, segi ekki meira en það. Gefum okkur það að Hyypia meiðist í lok Janúar, hvaða úrræði höfum við þá? :confused:

  6. Það verður hreinlega að fá framherja í janúar og er Anelka klárlega besti kosturinn af því að:
    Hann betur spilað í Champions League.
    Hann er búinn að sanna sig á Englandi og verður bara betri með betri leikmönnum.
    Er á góðum aldri og með mikla reynslu.

    Ennfremur þá þarf að fara að huga að kaupa sterkan varnarmann til að bakka up Carra og Hyypia eða jafnvel slá Carra út. Helst vil ég sjá leikmann sem er með reynslu og í kringum 25 ára. Einnig finnst mér ekki vitlaust að hreinsa aðeins úr leikmannahópnum…. losa okkur við þá leikmenn sem eru komnir á aldur (Henchoz) og þá sem eru ekki í framtíðarplönum Mr. Benitez.

    takk og bless

  7. Mér finnst þetta magnað að heyra með Carragher. Ég verð að játa að ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af Carragher sem leikmanni þegar hann lék sem bakvörður, en mér hefur fundist hann vera frábær það sem af er tímabilsins. Ef ég ætti að velja menn tímabilsins, þá væru það Baros, Carra og Alonso.

  8. Sammála þessu með Carragher. Hefur verið vaxandi með hverju árinu og gefur alltaf 110%. Skemmir heldur ekki fyrir að ég hef hitt kallinn og þetta er alveg eðal eintak.

  9. strákar er ekki alveg í lagi? að tala um að Carrager sé tæpur er bara bull. hann er búinn að vera einn besti leikmaður liðsins í vetur og farinn að gera tilkall til byrjunarliðssætis í landsliðinu…. how about that?

    er ekki alveg ágætt að hafa menn eins og Henchoz tilbúna einmitt þegar Hyypia meiðist?? hann gæfi sig allan í þetta svo mikið er víst.

  10. :blush:Mjög ánægjulegar fréttir og Anelka er góður kostur þó ég mundi ekki slá hendinni á móti Morientes. Ég er ekki sammála því að Nunes hafi verið að koma sérlega sterkur inn en hann fer vonandi að styrkjast og verða öruggari fram á við. Og Carra er magnaður og gefur alltaf allt sem hann á. Einn okkar bestu manna í vetur. Eftir leikinn á móti Olympiakos er allt annað upplit á tilverunni og maður er búinn að fá trúna á ný. 🙂

  11. Já, auðvitað hefur maður ekkert á móti Morientes, en kosturinn við Anelka er sá að hann þekki enska boltann og hann getur tekið þátt í Meistaradeildinni með okkur, sem Morientes getur ekki.

    Og menn mega alveg róa sig varðandi Núnez. Hann hefur núna byrjað tvisvar inná fyrir okkur eftir að hafa verið frá í marga mánuði eftir meiðsli. Við Liverpool aðdáendur vitum betur en að dæma leikmenn eftir svona stuttan reynslutíma.

Liverpool 3 – Olympiakos 1

Næsta mál