Baros frá í mánuð (+viðbót)

Einsog Páló benti á í kommentunum, þá verður Baros [frá í að minnsta kosti mánuð](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146782041118-1841.htm).

Þetta er hætt að vera fyndið. Ég hef í raun ekkert um þetta að segja. Kewell og Sinama-Pongolle frammi í næsta leik. Ekki beint það, sem maður hafði í huga í ágúst þegar það leit út fyrir að við yrðum með sterkasta framherja hóp í ensku deildinni með þá Djibril Cisse, Michael Owen, Milan Baros og Sinama-Pongolle.


Viðbót (Kristján Atli): Michael Owen: farinn. Á versta mögulega tíma. Djibril Cissé: fótbrotinn. Tvisvar. Milan Baros: meiddur á hásin. Tvisvar.

Hvað er í gangi? Hvernig í ósköpunum getur eitt lið verið svona óheppið? Ég bara skil þetta ekki.

Eitt verð ég þó að segja. Ég er búinn að vera að pæla í þessu í allan dag, hvað í ósköpunum er til ráða hjá Liverpool? Hvernig eigum við að meika útileik gegn Boro, Mónakó og Arsenal á aðeins 8 dögum með Mellor, Flo-Po og Kewell frammi?

Svo mundi ég eitt. Í haust þá lentu Man U í svipuðum málum. Þegar tímabilið hófst var Rooney meiddur, Van Nistelrooy meiddur, Saha meiddur og Scholes meiddur. Og Roy Keane, um tíma. Þannig að þeir áttu aðeins einn valkost: að spila með Smith, sem var nýr og óreyndur í liðinu, og David Bellion, sem var ungur og reynslulaus.

Smith skoraði og skoraði og skoraði og Bellion, ótrúlegt en satt, skoraði líka slatta. Þeir eru búnir að skora sjö mörk hvor fyrir Utd í vetur, og þótt Rooney sé kominn með sex mörk og Van Nistelrooy einhver 13-14 mörk þá myndi ég segja að mörk Smith og Bellion hafi verið miklu mikilvægari, því þau héldu lífi í United-liðinu þegar það þurfti þess mest.

Allavega, það sem ég er að segja er það að fyrir tímabilið hefði enginn United-aðdáandi veðjað á að Bellion myndi þurfa að bera liðið uppi fyrstu tvo mánuðina, ásamt Smith. Og enn síður hefðu menn veðjað á að hann myndi skora eins og óður maður.

Það er í raun sama staða og við stöndum frammi fyrir núna. Við vitum að Kewell er sóknarmaður í heimsklassa, en hann hefur ekki verið að spila uppá sitt besta. Þá eru Mellor og Pongolle ekki búnir að sanna sig í aðalliðinu ennþá, og óvíst hvort þeir muni nokkurn tímann geta það. En nú er að duga eða drepast.

Það sem ég er að segja er í raun það að ég ætla ekki að örvænta strax. Auðvitað er útlitið svart og jafnvel þótt við náum góðum úrslitum um helgina og gegn Mónakó í næstu viku munu Arsenal sennilega slátra okkur eftir rúma viku á Highbury. En ég ætla ekki að tapa mér í svartsýni, þetta er fáránleg staða sem við erum í en ég neita að trúa að þeir Mellor og Flo-Po geti ekki skorað mörk fyrir aðalliðið eins og þeir hafa verið duglegir við það með varaliðinu (Mellor) og unglingalandsliðunum (Flo-Po).

Þannig að ég spái að Kewell og Pongolle verði í byrjunarliðinu gegn Boro á laugardaginn og að Mellor komi sterkur inn af bekknum. Kannski er það óskhyggja í mér? Kannski eru litlar líkur á að það gerist? Eflaust … en það sama hefðu United-aðdáendur örugglega sagt um Bellion í haust.

Höfum samt eitt á hreinu. Ef Mellor og Pongolle nýta næsta mánuðinn ekki vel eiga þeir sér ekki framtíð á Anfield að mínu mati. Baros kemur inn rétt fyrir jólin, við verslum væntanlega topp framherja í janúar og Cissé mætir aftur til starfa í sumar. Þeir verða orðnir 4. og 5. kostur í janúar, á eftir Baros, Kewell og [insert name of famous striker here] … og svo 5. og 6. kostur í sumar. Þannig að nú er að duga eða drepast fyrir þá!

7 Comments

  1. Ég vona einmitt að það verði öfugt, eða að Mellor byrji inná og Pongolle komi af bekknum. Ekki af því að mér þyki Pongolle verri leikmaður, heldur af því að mér finnst hans hæfileikar njóti sín betur af bekknum en Mellor. Supersub.

  2. Fjandi líst mér samt illa á þetta. Pongolle hefur ekki verið í gírnum hingað til og mér hefur alltaf fundist Mellor einhvern veginn bara ekki vera the real thing. Virkar eins og fínn neðri deildar striker. Kewell ekki búin að finna formið og maður hreinlega sér ekki hvaðan mörkin eiga að koma. Kannski frá Stevie G hver veit. En þetta er rétt að það er nú eða aldrei fyrir drengina að sýna úr hverju þeir eru gerðir.

  3. Það er bara týpíst að leikmenn sem eru að blómstra þurfi að meiðast rétt eins og verið sé að þagga niður í þeim. Þetta hefur skeð með Michael Owen og Steven Gerrard þó nokkrum sinnum og er svo sem ekkert skrýtið þar sem álagið er mikið á knattspyrnumenn.

    Mér finnst samt óþarfi að vera með svartsýni þótt við fáum menn í meiðsli. Vissulega eru þetta 3 lykilmenn sem dottið hafa út og kannski ekki alveg heppilegustu mennirnir. Hinsvegar er Steve Gerrard að koma aftur (sjö níu þrettán og hálfur) og er það smá sárabót. Við erum hinsvegar með nokkra kosti í stöðunni þar sem Kewell og Garþía geta spilað frammi sem og Mellor og Flóarinn. Ég mundi samt vilja sjá eftirfarand uppstillingu:

    Kirkland

    Carragher Hyppia
    Josemi Riise

    Hamann
    Alonso Gerrard

    Garþía kewell

    Flóarinn

    Þarna erum við að tala um í raun bestu uppstillingu sem LFC getur notað á útivöllum. Þarna erum við með okkar flötu fjóra í vörn og síðan 3 á miðjunni með Hamann í varnarhlutverkinu þar sem hann er hreint ótrúlega góður. Svo fyrir framan hann eru miðjumenn nr. 1 og nr. 2 á Englandi sem þarfnast enga frekari útskýringar á. Svo á köntunum er einmitt lykilatriðið í þessu kerfi, en það eru Garþía og Kewell sem styðja sóknarhlutverkið í gegnum nánast “free role” á sitt hvorum kantinum. 4-5-1 kallast kerfið en ég kalla það 4-1-2-2-1 sem er bara mín sérviska. Ef Herra Benitez nýtir sér kerfið bæði í varnarlegum- sem og sóknarlegum tilgangi þá séð ég ekkert því til fyrirstöðu að við gætum tekið okkur til og fengið alveg 6-7 stig möguleg í næstu 3 erfiðu leikjum. En skítur skeður í fótbolta. Það dregur nær áramótum og verður fróðlegt að sjá hvaða Spánverja Herra Benitez kaupir í framlínuna.

  4. Ohh klúðraðist uppstillingin!

    Kirkland

    Josemi Carragher Hyypia Riise

    Garþía Alonso Hamann Gerrard Kewell

    Flóarinn

  5. snýst fótboltinn ekki um það að nýta tækifærin þegar þau gefast ?? svona tækifæri fá þeir varla mikið oftar hjá Liverpool að allir topp þrír strikerarnir séu annaðhvort farnir eða meiddir og ég er alveg sammála ykkur í því að ef Mellor og Pongolle nýta ekki þetta tækifæri þá eiga þeir sér varla mikla framtíð á Anfield. En reyndar með Kewell þá gæti hann líka þrifist á því að vera aðal eins og hann var hjá Leeds svo hver veit nema hann komi til með að vakna af þyrnirósarblundi sínum núna.

  6. Vissulega er pirrandi þegar lykilmenn eru frá vegna meiðsla en við eigum að vera þannig lið (líkt og Chelsea, ManUtd og Arsenal) að við þolum meiðsli sem eru hluti af íþróttum.

    Alonso hefur stigið fram eftir að Gerrard meiddist ásamt Bis

Nýr server

Vitleysan heldur áfram!