Afmælisbók + Liðsmynd

Ókei, þetta er smá plögg en mér finnst þetta eiga vel við hér. Afmælisbók Liverpoolklúbbsins á Íslandi verður gefin út með pomp og prakt á morgun, en hún er gefin út í tilefni af því að í vor voru liðin 10 ár frá því að klúbburinn var fyrst stofnaður.

Bókin er mjög vegleg og skartar m.a. viðtölum, myndum og fróðleik auk sögu klúbbsins, sem ég skrifaði. Þannig að þetta er vafalítið eitthvað sem allir Liverpool-aðdáendur á Íslandi vilja eiga uppí hillu hjá sér, enda frábært að geta gluggað í svona eigulegum grip!

10ara.jpg

Annars má sjá allar frekari upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast eintak af bókinni hér á Liverpool.is.


Nú, í öðrum fréttum þá var í dag loksins gefin út LIÐSMYND fyrir tímabilið 2004/05. Þessi mynd er frekar seint á ferðinni en myndatakan tafðist víst vegna þess að í vor þurfti að bíða eftir að þeir Xabi Alonso, Luis García og Antonio Núnez kæmu til liðs við hópinn. En nú er búið að ganga frá þessu og myndin er komin út.

Og hún er asnaleg, að mínu mati. Það er eitthvað við hana sem er bara rangt … eins og einhver hafi fiktað við hausana á Salif Diao, Patrize Luzi, Vladimir Smicer, Jonny Riise og svona. Það er eitthvað við hana sem er bara illa gert … enda eru Liverpool-aðdáendur að rakka þessa mynd niður á spjallþræði á RAWK.com.

Skrýtin mynd, allavega, en samt gott að sjá þá Cissé, Alonso, García, Josemi og Nunez raða sér upp með samherjum sínum.

4 Comments

 1. Já þetta er eins og illa photoshoppuð mynd af liðinu. Er þetta í alvöru opinber mynd ? Afar undarleg öll. Það er spurning hvort að myndin sem tengillin hér að neðan vísar á sé ekki bara betri. Vantar reyndar spánverjana á myndina en það eru þarna aðrir sem bæta ágætlega upp fyrir þá. Svo er spurning hver getur nefnt alla á myndinni ? :laugh:

  http://www.heimsnet.is/kristinn/lfcmyndir/lfc2004-5.jpg

 2. Ég fór yfir myndina af aðalliðinu og það kom mér á óvart hvað það voru margir, sem ég þekkti ekki. Svona leit þeta út hjá mér:

  Partridge, Welsh, ?, Harriso, Luzi, Kirkland, Dudek, Warnock, ?, ?

  ?, ?, ?, ?, ?, Traore, Whitbread, Nunez, Mellor, ?, ?, ?

  ?, ?, ?, Finnan, Cisse, alonso, Biscan, Diao, josemi, Garcia, Paco, ?, ?

  Kewell, Sinama, Smicer, Gerrard, Benitez, Moores, Hyypia, Carra, Henchoz, Riise og Baros.

  Það er alveg einsog að stúkan hafi verið photoshop-uð inná þessa mynd 🙂

 3. Sá þetta seint, en I’ll give it my best shot:

  Partridge, Welsh, Mannix, Harriso, Luzi, Kirkland, Dudek, Warnock, Smyth, Foy

  Nuddari, Graham Carter (sér um búningana), Mark Waller (læknir), David Raven, Darren Potter, Traore, Whitbread, Nunez, Mellor, nuddarar og sjúkraþjálfarar.

  Hughie McAuley, Jose Ochotorena, Dave Galley, Finnan, Cisse, alonso, Biscan, Diao, josemi, Garcia, Paco Aysteran, Alex Miller, Paco Herrera

  Svona minnir mig að þetta sé. Man ekki nöfnin á nuddurum og sjúkraþjálfurum.

Manchester

Birmingham á morgun!