Lið vikunnar

Það er vissulega gaman að skoða [lið vikunnar á BBC fyrir síðustu helgi](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/3569808.stm).

Þarnar eru hvorki fleiri né færri en 4 Liverpool menn, enda var Liverpool að leika geysilega vel. Í liðinu eru þeir Xabi Alonso, Luis Garcia, Riise og Milan Baros. Hamann var eini maðurinn á miðjunni hjá Liverpool, sem komst ekki í liðið.

Gott mál. Vonandi eigum við eftir að sjá svona oftar.

6 Comments

  1. Heh, fyndið, því ég tók einmitt eftir því (og hneykslaðist mikið) að Soccernet hafði ekki fyrir því að setja einn einasta púllara í lið vikunnar… (sjá http://soccernet.espn.go.com/feature?id=314304&cc=5739) sorry, það var eitthvað svo flókið að setja inn tengla hérna skv. einhverri umræðu fyrir nokkrum vikum – eða virkar kannski bara gamla “a href” trixið?

  2. Vúbbs, sé nú allt í einu leiðbeiningar um að hægt sé að nota HTML kóða… :rolleyes: Við erum sem sagt að tala um þennan tengil hér.

  3. Þetta Soccernet lið er náttúrulega bara djók. Mér fannst fullmikið að hafa 4 Liverpool leikmenn í BBC liðinu (finnst að sóknarmaður eigi ekki að vera í liði vikunnar nema að hann skori), en það er fáránlegt að Soccernet setji engan Liverpool mann.

    Allavegana átti Luis Garcia skilið að vera í liðinu ásamt Xabi Alonso. WAYNE ROUTLEDGE!!! Hver í and*(/&#%”! er það?

  4. segi það sama… hver er wayne routledge???

    annars finnst mér frábært hvernig liðið er búið að standa sig án gerrard… get ekki beðið eftir að sjá hvernig liðið mun verða með hann innaborðs líka :biggrin2:

  5. Nákvæmlega, Árni. Ég var einmitt að spá í að skrifa um þetta. Það stórkostlega er að í síðustu leikjum er maður búinn að gleyma Gerrard algjörlega.

    Í raun eini leikurinn, sem maður fann virkilega fyrir því að Gerrard hefði gert gæfumuninn var útileikurinn á móti Olympiakos.

    Djöfull verður gaman þegar Stevie og Xabi verða saman á miðjunni!!! 🙂

  6. Tja Einar, ég hefði reyndar ekkert haft á móti því að hafa Gerrard með gegn Chelsea líka. 😉

    En allavega, eins og við sögðum þegar hann meiddist, þá var hugsanlega það eina jákvæða við meiðsli Gerrard það að Rafa Benítez myndi fá að sjá hvernig liðið myndi spjara sig í fjarveru hans – sem er jú eitthvað sem við hefðum þurft að gera hefði hann farið til Chelsea í sumar.

    Það verður að segja að þetta lofar góðu án hans. Ef við getum tapað fyrir Chelsea og Olympiakos, gert jafntefli við Deportivo og unnið Norwich, Fulham, Charlton og Millwall án hans … hvernig verður þetta þá þegar hann er kominn aftur???

    Ég hlakka til … það geta ekki verið meira en 1-2 vikur núna í bæði hann og Antonio Nunez. Og þá veruðr sko gaman!

Millwall 0 – L’pool 3

Svartir Sauðir…