Riðill A:

champsleague.JPGRiðill A:

Deportivo la Coruna
Liverpool FC
AS Mónakó
Olympiakos

Þannig fór það nú. Það var dregið í riðla í Meistaradeildinni í dag og Liverpool lenti í A-riðli með þessum þremur liðum sem nefnd eru hér að ofan. Að mínu mati þá er þetta ágætis dráttur, við fengum ekki stóru-stóru-stóruliðin en við fengum heldur ekki of óþekkt eða auðveld lið. Þannig að þetta var fínt að mínu mati. Þá er einnig gott að þurfa ekki að ferðast til Austur-Evrópu eða Rússlands, sem getur tekið á. Þetta eru ekkert of erfið ferðalög, það versta er nokkurra tíma flug frá Liverpool-flugvellinum til Grikklands en það er ekkert sem drepur menn.

Deportivo La Coruna er rrrosalega gott lið. Þeir hafa verið í 8-liða-úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar nær undantekningarlaust síðustu árin. Þá hafa þeir líka gert það gott heima á Spáni. Þetta lið er sigurstranglegast í riðlinum en það er vel hægt að sigra þá. Ég sagði það fyrir dráttinn að ég vildi helst ekki fá Porto, Bayern Munchen eða hin þrjú spænsku liðin úr fyrsta styrkleikaflokki og því fagnaði ég í hljóði þegar Liverpool dróst í riðil með Depor. En þótt ég hafi fagnað þá verða þetta rosalega erfiðar viðureignir! Samt … það er gaman að Rafa fái að fara með nýja liðið sitt til Spánar!

Mónakó komust alla leið í úrslitin í þessari keppni í fyrra en töpuðu þar fyrir Mourinho og Co. í Porto, 3-0. Þeir hafa misst þrjá lykilmenn: Ludovic Giuly fyrirliði fór til Barcelona, Fernando Morientes fór heim til Real Madríd og Jerome Rothen fór til París St. Germain. Í staðinn hafa þeir fengið Javier Saviola að láni frá Barcelona og þá er gamla franska brýnið Didier Deschamps enn við stjórnvölinn. Þetta verða erfiðir og eflaust skemmtilegir leikir, en ég tel að við eigum vel að geta haft betur gegn þessu liði!

Olympiakos enduðu í 2. sæti í grísku deildinni, en það var í fyrsta skipti síðan vorið 1996 sem að liðið vann ekki deildarkeppnina í Grikklandi. Þeir hafa hreinlega átt grísku deildina síðasta áratuginn eða svo og eru með sterkan kjarna af leikmönnum sem voru burðarásar í gríska landsliðinu sem vann EM í sumar! Þannig að þetta verða rosalega erfiðir leikir, bæði heima og úti. Þá hefur þetta lið spilað í Meistaradeildinni á nærri því hverju einasta ári síðan hún var stofnuð og hafa því massamikla reynslu af Meistaradeildinni. Það vegur þungt í svona jöfnum riðli.

Og þar hafiði það. Þetta er að mínu mati riðill sem Liverpool á hæglega að geta unnið – en þetta er líka riðill sem Liverpol gæti lent í neðsta sæti! Þetta er feykilega jafn riðill og nú verður bara spennandi að sjá hvað drengirnir hans Rafa Benítez gera í keppni þeirra bestu í vetur! Spennandi!

Fyrsti leikur verður miðvikudaginn 15. september á Anfield í Liverpool, gegn Mónakó. Þannig að það eru 20 dagar eða rétt tæpar þrjár vikur í fyrsta leik. Shjitt hvað það verður gaman þegar Meistaradeildin byrjar að rúlla!!!

6 Comments

  1. Hafa þeir fengið Saviola :confused: síðast þegar ég vissi áttu þeir ekki efni á honum.
    Annars er ég sáttur með riðilin held að við eigum eftir að fara létt með hann 😉

  2. spá mín gegn Mónókó verður að við verðum miklu betri en mónókó em leikurinn fer 1-1 þar sem þeir fá vafasaman vítaspyrnudóm en Dudekk ver og þeir skora úr frá kastinu sem var hendi 🙂
    við berjumst allan leikinn og við fáum hornspyrnu á loka sekundunum.Fáum horn dudek fer í sókn og skorar :blush:

  3. Mér líst bara mjög vel á þennan riðil. Þarna eru engin lið, sem við eigum ekki að geta unnið á góðum degi, jafnt á útivelli sem og á Anfield.

    Það er nú ekki langt síðan við spiluðum við Olympiakos og mig minnir að það hafi gengið ágætlega. Deportivo eru sterkir, en þeir eru samt það spænska lið, sem maður hefði helst viljað fá.

    Svo eigum við að vinna Mónakó. Svo einfalt er það. Trúi því ekki að það lið fari mjög langt þetta árið.

  4. Ég ætla að segja mitt álit á hlutunum áður en spánverjarnir koma inní þetta. Ég held að (SO FAR) þetta verði laaaaangur vetur en samt betri en sá síðasti. Menn að venjast þjálfaranum og hans væntingum. Það er þó allavega í áttina eins og þetta er í dag. Champions League verður bara bónus og ef við förum upp úr riðlinum…GLÆSILEGT! Ef ekki…So be it.

  5. Að mínu mati er þetta jafnsterkasti riðillinn í keppninni! Öll liðin geta komist áfram enda er ekkert slakt lið í keppninni.

    RB þekkir vel þessi lið, sérstaklega Depo en ég er skíthræddur við Olympiakos og Monako. Við getum ekki talað um það að Liverpool fari létt í gegnum riðilinn og að lið Mónakó sé létt. Lið sem fer í úrslit í CL getur ekki verið slakt, þótt að þeir hafi misst og fengið menn eins og öll önnur lið.

    Olympikos eru frá Grikklandi og hverjir eru Evrópumeistarar landsliða?? Jú jú Grikkir og ef ég man rétt þá voru allir leikmenn gríska landsliðsins úr grísku deildinni fyrir utan einn eða tvo.

    Vissulega eigum við að getað farið áfram en ekki með vanmat í huga eins og leikurinn við Graz sýndi.

    Vonandi að RB nái að binda þetta lið saman og geri úr því heilsteypta maskínu sem klárar leiki sína án vandræða
    Get ekki beðið eftir því að sjá Xabi og Garcia á miðjunni á sunnudag!!!

  6. Jamm, ég er sammála því að þetta er einn allra sterkasti riðillinn í keppninni! EN ég er samt ekkert svartsýnn á þetta … í raun bara mjög bjartsýnn, því að þetta veltur alfarið á okkar mönnum. Ef við spilum eins og hænur (eins og gegn Graz á þriðjudag) þá náum við aldrei að komast upp úr þessum riðli … en ef við náum okkur á strik getum við hæglega unnið öll þessi lið!

    Og það er það skemmtilega. Þetta verður örugglega bara opinn og þrælspennandi riðill og það er vonandi að maður fái að sjá nokkra klassíska leiki þarna!

Dregið í riðla í dag!

Möguleg Byrjunarlið?