Spurs hætta við Murphy

[Tottenham eru hættir við að kaupa Danny Murphy](http://www.spurs.co.uk/article.asp?article=218699).

Danny Murphy krafðist þess að fá öruggt sæti í byrjunarliðinu og uppúr því slitnuðu viðræður. Hvað í andskotanum er málið með að krefjast öruggs sætis??? Ef hann er nógu góður, þá er hann í liðinu. Annars ekki. Af hverju eiga menn erfitt með að sætta sig við það?

Nú er spurning hvort Charlton eða Everton bjóði í Murphy.

2 Comments

  1. Kannski er þá alveg eins gott fyrir hann að vera áfram hjá sínu uppáhaldsliði Liverpool, þar sem hann hefur ekkert tryggt sæti, heldur en að fara til annars klúbbs sem hann ber kannski ekki taugar til, þar sem hann hefur heldur ekki tryggt sæti.

    Ég veit að einhvers staðar hefur því jafnvel verið haldið fram að Rafa hafi boðið liðum að kaupa hann, en var ekki málið að hann ræddi við Rafa – Rafa gat ekki boðið honum að hann fengi fast sæti í liðinu – Murphy vildi leita á önnur mið? Svipað og Le Tallec.

  2. Já þetta er hálf furðulegt að menn skuli setja fram svona kröfur! Ég meina, hann átti að fá 25þús pund á viku eða um 13mill.Ikr á mánuði! Ef menn geta ekki barist fyrir sæti sínu fyrir þennan pening þá eru þessir guttar á villigötum.

Sociedad tjá sig um Xabi Alonso og Liverpool

Þvílíkur endir á þvílíkum degi!