Barca vilja í alvöru fá Cisse að láni

Ég ákvað að setja ekki þessa frétt inn upphaflega, þar sem mér fannst hún vera of fáránleg, en núna hefur [Rick Parry staðfest að Barca vilji fá Djibril Cisse að láni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145489040728-0837.htm).

Þetta er svoooo heimskuleg hugmynd hjá Barca að það er ekki einu sinni fyndið. Svei mér þá, ég er farinn að efast um skynsemi Joan Laporta. Rick Parry var álíka hissa á þessari tilraun hjá Barcelona og ég var. Hann segir:

>There have been strong indications that Barcelona want to take Cisse on loan. The idea of us allowing a player we have spent so much money on to go to Barcelona on loan even before he has kicked a ball for us is just incredible.

>”Why on earth would we do that? It is a sign of the times that they can even contemplate such a move for a player we have just spent a record transfer fee on.

>”It’s incredible, but we have learnt through agents that they are strongly interested in that. What does that tell you about the state of the transfer market when even Barcelona are trying to take players like that on loan? It’s crazy.”

Jamm, þetta er svo sannarlega skrítin tilraun hjá Barca. Það er ekki til hagsbóta fyrir félagið að Laporta skuli fara í fjölmiðla með svona óraunhæfar hugmyndir.

Ein athugasemd

  1. Þetta lýsir ekki bara þessum gaur hjá Barcelona vel, heldur er þetta lýsandi dæmi um leikmannamarkaðinn í dag eins og Mr. Parry hjó að. Því í fjandanum ætti LFC að lána leikmann áður en blekið á samningsblaðinu er þornað???? Þeir ættu bara að hunskast til að hætta að sniffa af annarra manna leikmönnum og bjóða í þá þegar þeir geta.

    PS: Svo vil ég fá skýrari reglur á umboðsmenn í boltanum og refsingu ef þeim tekst að gera leikmenn æsta í að hreyfa sig annað (sbr. Scott Parker Charlton vs Chelsea; Luis Saha Fulham vs ManUre).

Liverpool leikir á Skjá Einum

Coloccini til Real Madríd! (uppfært)