Le Tallec á förum frá Liverpool!? (uppfært)

WTF? Ókei, það hlaut að koma að þessu en samt … fyrsta ákvörðun Rafa Benítez sem ég er hreint og beinlínis óánægður með. Hundóánægður: Rafa reveals Le Tallec can go out on loan!

Reyndar, ef maður les þessa grein, þá er þetta svo sem skiljanlegt. Benítez segist hafa talað við TLT eftir leikinn gegn Wrexham í síðustu viku og hrósað honum fyrir frammistöðu sína, sagst vera ánægður með hann og vilja hafa hann áfram. En … á sama tíma sagði hann TLT að hann gæti ekki lofað honum sæti í hópnum í hverjum leik, þar sem fyrir væru 4 mjög góðir framherjar.

Þannig að Benítez sér hinn 19-ára gamla TLT sem framherja. Hann ætlar ekki að nota hann á kantinum eða miðjunni eins og maður var að vonast til. Ókei, fair enough. Hann mun nota menn í sinni bestu stöðu, fínt með það.

En allavega, það var víst TLT sem tók þá ákvörðun að fara á lán, eftir að hafa heyrt hvað Benítez hafði að segja:

>I talked with him. I wanted him to come here but he said that if there is not going to be many opportunities it might be better if he stayed behind and found a club to join on loan.

>We have four good forwards here. He is only 20-years old and perhaps it is good for him to go elsewhere in order to gain more experience. He is currently back in Liverpool and agents are working on his behalf to find the best club for him.

>If we return home and he still hasn’t found a club then I’ll be happy for him to stay because I am happy with him. He’s a good player and played very well against Wrexham.

>At his age though it’s important to play and I understand his decision.

>The idea is, he goes away, plays more games and comes back a better player. If it works out like that it will be good for the player and for the club.

Ókei, sem sagt, ég skal reyna að sætta mig við það að við höfum ekki Tony Le Tallec næsta veturinn. En þá er líka eins gott að Benítez hafi einhverjar alveg spes hugmyndir um hvaða skapandi miðjumenn hann ætlar að koma með inní liðið. Eins og hópurinn lítur út núna er það brjálæði að mínu mati að láta TLT fara frá liðinu á lánssamning. En ef hann kaupir Joaqín, Vícente Rodríguez, Pablo Aimar, Rafael Van Der Vaart eða einhvern álíka… 😉

Annars hafði Benítez þetta um leikmannakaupin að segja:

>”We’ll have to wait and see.”

Nákvæmlega. Þannig að við erum að kaupa Josemi, líklega Coloccini líka og svo kannski einn til tvo miðjumenn? Þá verð ég sáttur. Fyrst TLT er að fara verðum við að fá tvo miðjumenn, einn til að slotta inn með Stevie G á miðri miðjunni og einn á hægri vænginn. Sjáum til … en í dag, í fyrsta skiptið, er ég ekki alveg 100% sáttur með Benítez. Það mun þó eflaust breytast í kvöld þegar hann stillir upp liði sem rústar Celtic, ekki satt???


**Uppfært (Einar Örn)**: Ok, þetta er algjörlega fokking óskiljanlegt.

Benitez hlýtur að gera sér grein fyrir því að aðalvandamálið hjá Liverpool var tengingin á milli miðju og sóknar. Við eigum fullt af góðum framherjum, en það vantaði alla sköpun á miðjuna og kantana.

Við erum reyndar með frábæran mann í Kewell á vinstri kantinum og svo er Gerrard inná miðjunni. Þá var vandamálið hinn miðjumaðurinn og hægri kanturinn.

Ég sá vel fyrir mér að Le Tallec myndi uppfylla aðra hvora þessa stöðuna. Í raun sá ég að annaðhvort Le Tallec og Diouf myndu spila á hægri kantinum. En hvað gerist þá? Benitez ætlar að láta báða þessa leikmenn fara. Hvað í andskotanum er í gangi? Ef hann ætlar að fara að asnast til að spila Danny Murphy þarna, þá fríka ég út.

Ok, teljum þetta bara upp, hvaða leikmenn í liðinu geta spilað á hægri kantinum: Smicer (sóknarmaður), Murphy (miðjumaður). Það er búið að reyna þessa menn ítrekað í þessari stöðu og niðurstaðan er alltaf sú sama. Þeir eru ekki hægri kantmenn! Núna eru bara 10 dagar þangað til að Liverpool þarf að skrá hópinn fyrir Meistaradeildina. Og einsog staðan virðist vera, þá erum við á leiðinni að losa okkur við tvo af sókndjörfustu miðjumönnunum, án þess að fá neinn í staðinn. Það er ekki einsog það hafi verið offramboð af slíkum leikmönnum fyrir.

En auðvitað hef ég fulla trú á að Benitez viti hvað hann sé að gera. Það þýðir þó ekki að maður megi ekki furða sig á ákvörðunum hans.

5 Comments

  1. Nákvæmlega Einar – þetta er eins og staðan er í dag nánast óskiljanleg ákvörðun. Málið er það að miðað við þá 8 miðjumenn sem fóru til USA eru bara 7 eftir, úr því TLT fer ekki. Þeir eru:

    Igor Biscan, Salif Diao og Dietmar Hamann – geta hvergi spilað nema í varnarhlutverki á miðjunni.

    Harry Kewell, Vladimir Smicer og Danny Murphy – geta spilað alls staðar svosum en Smicer virkar best sem “aftari sóknarmaðurinn” (sama staða og er talin sterkasta staða TLT), Murphy getur ekki spilað kantinn og Kewell, þrátt fyrir viðleitni, er örfættur og ætti því bara að spila vinstra megin.

    Og svo Steven Gerrard.

    Þannig að málið er þetta: við höfum vinstri kantinn mannaðan (með Warnock, Riise, Smicer og jafnvel Murphy sem varamenn ef Kewell færi að meiðast) og miðjustöðurnar tvær eru líka mannaðar (þótt deila megi um það hvort Hamann, Biscan og/eða Diao séu nógu góðir til að spila þar með Gerrard).

    Hvað þá með hægri kantinn? Ég heyrði því fleygt á spjallborði í síðustu viku að Benítez ætlaði sér að nota Gerrard á hægri vængnum og myndi versla einhvern eins og t.d. Xabi Alonso með Hamann á miðjuna. Finnst það ekki góð hugmynd, allavega ekki nema hann kaupi þá tvo heimsklassa miðjumenn.

    Þannig að úr því TLT er farinn þá eru sókndjörfu miðjumennirnir okkar Kewell, Murphy og Smicer. Kewell spilar úti til vinstri, Murphy er allt of misjafn til að vera í byrjunarliði og Smicer meiðist allt of gjarnan. Getum við virkilega treyst á þessa þrjá menn til að leggja upp mörkin fyrir framherjana fjóra í vetur?

    Benítez bara hlýtur að vera með einn til tvo sókndjarfa miðjumenn á innkaupalista hjá sér fyrst hann er tilbúinn að leyfa Diouf, Cheyrou og Le Tallec að fara. Hann er búinn að minnka sókndjarfa miðjumenn-hópinn hjá liðinu um helming, og eins og þú sagðir Einar þá var þetta ekki beysinn hópur fyrir.

    Hann bara hlýtur að ætla sér að kaupa menn í þessar stöður (hægri kant, sókndjarfur miðjumaður). Við höfum svosem heyrt þessi nöfn áður: Vícente, Joaquín, Aimar, Van der Vaart, Wright-Phillips, Xabi Alonso, Miguel Angel, Mista, Baraja, og svo mætti lengi telja.

    Ég skal skilja þessa ákvörðun ef hann kaupir tvo sókndjarfa miðjumenn; kantmann og miðjumann. Ef hann kaupir minna en þá tvo þá verður þetta opinberlega fyrsta gagnrýni mín á aðgerðir Rafael Benítez sem stjóra Liverpool FC.

    Vonum að hann sýni okkur að það sé ekkert að óttast.

  2. Þetta er vissulega óvænt þar sem ALT hefur spilað vel þegar hans starfskröftum hefur verið óskað eftir. Hinsvegar koma nýjar hugmyndir með nýjum manni og það verða fórnir sem menn skilja ekki og annað jákvætt sem vegur upp á móti. Pongolle og ALT geta báðir verið í sókninni að mínu mati og hann getur líka notað ALT sem mann sem kemur inná ef þarf að sækja. En hann þarf leikreynslu svo sannarlega og því ekki að lána hann og vera í tísku í nútímafótbolta þar sem menn eru lánaðir vinstri hægri.

    Við megum samt ekki gleyma einu. LFC hefur “under-performed” sl 2 ár svo vægt sé til orða tekið og að mínu mati er þetta að megninu til vegna hugarfars leikmanna og vöntun á sjálfstrausti. Við erum með ALLS EKKI síðri hóp en Man Utd er með og á ég von á mjög breyttu hugarfari leikmönnum LFC á næsta tímabili og einnig í leikskipulagi liðsins. Murphy, Gerrard, Diao, Biscan, Kewell, Hamann og þessir besevar eru allir mjög færir miðjumenn og sterkir en fyrst hann vill ekki tengja ALT við miðjuna er náttúrulega aðeins hægt að halla sér aftur og horfa á hvernig hugmyndir Herra Benitez verða í framhaldinu. Fyrst við erum farin að tala um kaup þá hef ég áhuga á að klára málið með Col-eitthvað (frá Argentínu) til að fullkomna vörnina og ath með miðjumann í Ballack gæðunum. Annars liggja þeir ekki á lausu og eflaust hefur Herra Benitez sínar hugmyndir. Það er eitthvað sem segir mér að hann fjárfesti í þessum Argentínumanni og láti síðan þar við sitja þangað til í janúar. Hann segist vera ánægður með liðið eins og það er og hefur ekkert gefið í skyn um nein kaup. Kannski er hann með járn í eldinum og jafnvel búinn að kaupa en þarf bara að ganga frá pappírsvinnu. Þetta er allavega forvitnilegt undirbúningstímabil og eiginlega það mest spennandi í mjög mörg ár (maður segir þetta alltaf þegar nýr maður tekur við!).

  3. Ég skil vel að hann vilji tíma til að kaupa leikmenn. En ég bara get ekki skilið af hverju hann vill drífa sig í að lána Le Tallec. Nema að hann sé með einhvern leikmann tilbúinn í staðinn, þá er þetta að mínu mati glapræði.

    Ég hef séð nánast alla leikina, sem Le Tallec hefur spilað fyrir Liverpool og ég leyfi mér að fullyrða það að í dag, 26. júlí 2004 er þessi strákur mun betri kostur á miðjunni heldur en Igor Biscan, Salif Diao og Danny Murphy. Hvað þá ef við tölum um hvað getur orðið úr Le Tallec eftir 1-2 ár. Og hananú!

  4. Le Tallec set to be sent out on loan

    ANTHONY LE TALLEC was left out of Liverpool’s tour of the USA after making unrealistic demands to new boss Rafael Benitez.

    The 20-year-old midfielder told Benitez he expected to be an automatic choice this season.

    Er þetta ekki bara málið, Benitez vill halda honum í hópnum en ef Le Tallec er með einhverjar kröfur þarf hann einfaldlega að leita annað. Hver veit, kannski er þetta fyrir bestu. Le Tallec fær leikreynslu og kemur aftur sterkari leikmaður.

    Sammála því að það er kjánalegt að líta á hann sem framherja en ekki skapandi miðjumann, en mér sýnist á öllu að Benitez sé ósköp “saklaus” í þessu máli.

  5. Vá, ég trúi varla að Le Tallec hafi verið að gera svona fáránlegar kröfur: “**he expected to be an automatic choice this season**”

    Ok, hann verður lánaður. Þá er að mínu mati nauðsynlegt að hann verði annaðhvort lánaður til Ítalíu, Spánar eða Englands. EKKI TIL FRAKKLANDS!!! Það væri algjör tímasóun ef hann færi til St. Etienne eða einhvers ámóta liðs.

Liverpool kaupir spænskan varnarmann

Owen tilbúinn að skrifa undir