“Sami Hyypia is on our list” (upfært)

Þrátt fyrir að ég sé stuðningsmaður Barcelona, þá finnst mér ansi oft sem Joan Laporta, hinn ágæti forseti Barcelona mætti gera meira af því að halda kjafti. Hann er sérfræðingur i að blaðra um leikmenn, sem hann vill fá, löngu áður en hann á raunhæfa möguleika á að ná í þá.

Þetta gerðist með Beckham, Baros og núna finnska risann okkar, Sam Hyypia. Laporta segir:

“We need a central defender and Sami Hyypia is on our list. We have been studying him closely and we think Liverpool might be open to doing business.

Málið við Laporta er að hann á það til að tjá sig í fjölmiðlum áður en hann talar við liðin. Af hverju í ósköpunum ættu Liverpool að vilja semja við Barcelona? Barca á ekki mikinn pening og nema að þeir vilji greiða 8-9 milljónir punda fyrir Hyypia, þá geta þeir alveg gleymt þessu.

Það væri gaman að vita hvað Laporta hefði fyrir sér í því að segja að Liverpool séu tilbúnir að semja. Er þetta bara hans tilfinning, eða hefur hann talað við einhvern?

Uppfært: Talsmaður Liverpool hefur komið fram og sagði:

“Sami Hyypia is just not for sale, it is as simple as that. And we have had no contact with Barcelona.”

Laporta ætti að spara stóru orðin.

Liverpool 2 – Wrexham 1

Metnaðarleysi Skjás Eins