Blaðamannafundur: Cissé kynntur! (uppfært)

Djibril Cissé á Anfield, í nýja búningnum! Blaðamannafundur sá sem haldinn var í dag á Anfield var haldinn til að kynna nýjasta leikmann Liverpool, Djibril Cissé, í fyrsta sinn fyrir fjölmiðlum … þrátt fyrir að hann hafi verið keyptur opinberlega fyrir þremur vikum. Skrýtið. En allavega, í samtali við blaðamenn sagði Cissé að hann væri sannfærður um að Liverpool geti unnið titla í vetur. Gott að vita að hann hefur sjálfstraustið í lagi.

Það sem vakti sennilega mesta athygli á blaðamannafundinum voru þó orð Benítez stjóra Liverpool. Hann tjáði sig þónokkuð um framherjana sína, sagði að Liverpool væri með besta framherjaflotann í deildinni og að hann sé þess fullviss að Owen muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum mjög fljótlega.

Þó vöktu orð hans varðandi leikmannakaup sennilega mesta athygli. Þar viðurkenndi hann að hann gæti keypt a.m.k. 1-2 nýja leikmenn áður en tímabilið hefst. Sérstaklega vakti þessi setning athygli:

>Benitez said: “At this moment I don’t know how many players I will sign. It’s up to the squad we have at the moment. If they train well and show me good things then maybe I’ll just sign one or two more players.

Just = Bara.

Bara einn til tvo nýja leikmenn? Þannig að ef hópurinn stendur sig ekki vel á undirbúningstímabilinu mun hann þá kaupa fleiri en tvo? Og ef hópurinn stendur sig vel kaupir hann “bara” einn til tvo leikmenn til viðbótar?

Maður hlýtur að lesa þetta svoleiðis – þannig hafa fjölmiðlar og aðdáendur á spjallborðum allavega verið að túlka orð hans síðan hann lét þau falla fyrir rúmum klukkutíma. Þannig að ljóst er að þótt Djibril Cissé sé endanlega orðinn Liverpool-leikmaður er frekar líklegt að einn eða tveir nýjir leikmenn bætist í hópinn áður en fyrsti leikur verður spilaður, gegn Tottenham þann 14. ágúst n.k.

Þetta verða spennandi vikur, en í dag getum við allavega hlýjað okkur við fallegar myndir af nýjasta Kop Idolinu: Djibril Cissé!

Rafael Benítez og Djibril Cissé, nýju mennirnir á Anfield!

CARNAGE!!! 😀

**Uppfært (Einar Örn)**: Þessi ummæli hjá Benitez varðandi leikmannakaup eru ánægjuleg. Ég var farinn að hallast að því að hann væri alveg sáttur við hópinn. Það er nokkuð ljóst að hann er sáttur við sóknina, þannig að miðjan og vörnin eru væntanlega lykilatriðið.

Núna má væntanlega búast við því að slúðurblöðin fari aftur á flug og fari að bendla Benitez við hálfa spænsku deildina. En liðið fer til Bandaríkjanna um helgina, þannig að hann mun nú væntanlega ekki vera mjög aktívur í leikmannakaupum næstu 10 daga.

Það verður gaman að sjá fyrsta leikinn á morgun og svo leikinn á Sýn á mánudaginn. Ég er orðinn veeeeeerulega spenntur 🙂

Ein athugasemd

  1. nei reynadar þíðir just meira:réttlátur; sanngjarn
    a.
    aðeins; bara; naumlega; rétt; nákvæmlega; einmitt; hreint og beint; just as: í því að, í því bili sem, um leið og, er (just as he was going: er hann var að fara); just before: rétt fyrir, laust fyrir (just before midnight: laust fyrir miðnætti); just now: rétt áðan, rétt í þessu; just so: einmitt. maður þarf baa að finna rétta orðið í þessu samhengi :smilaf hverju er eg að gera þetta :confused:

Baros: “Ég verð áfram á Anfield”

Benitez – fyrstu kynni