Argentínumaður í vörnina?

Benitez og Liverpool eru nú orðuð við argentíska varnarmanninn Fabricio Coloccini, samkvæmt [Mirror](http://www.mirror.co.uk/sport/sporttop/tm_objectid=14408892%26method=full%26siteid=50143%26headline=benitez%2dcalls%2dfor%2dcoloccini-name_page.html).

Coloccini þessi spilar núna með [argentíska landsliðinu](http://global.terra.com/copaamericaperu2004/ingles/index2_i.htm) í Copa America keppninni. Hann var þó á bekknum í fyrsta leiknum gegn Ekvador.

Ég verð að játa að ég hafði aldrei heyrt á hann minnst, en Coloccini er á mála hjá AC Milan en hefur verið í láni hjá ýmsum spænskum liðum. Hann er 22 ára og sló virkilega í gegn á síðasta ári með Villareal.

Coloccini var fyrirliði argentíska undir 20 ára landsliðisins, sem varð heimsmeistari fyrir nokkrum árum. Á myndinni, sem fylgir með þessari færslu er hann með Javi Saviola, félaga sínum í argentíska landsliðinu hjá Barcelona.

[Hér má svo sjá þá tvo kyssa bikarinn, sem þeir fengu þegar þeir voru heimsmeistarar](http://images.soccerage.com/50521.jpg).

Diouf vill berjast fyrir sæti sínu

Slúður