Sammy Lee hættur

[Sammy Lee er hættur að þjálfa hjá Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145343040708-1304.htm). Í þetta skiptið var það þó ekki Benitez, sem lét hann fara, heldur ákvað Sammy að hætta sjálfur.

Hann mun taka stöðu hjá enska knattspyrnusambandinu. Benitez vildi halda Lee áfram, en hann ákvað samt sem áður að hætta.

Viðbót (Kristján Atli): Það verður að segjast að maður hefur smá undrun á þjálfaramálum liðsins eins og staðan er í dag. Ef litið er á upplýsingar LiverpoolFC.tv um þjálfarateymi liðsins þá sést að nú eru aðeins tveir þjálfarar eftir í hópnum, þeir Ian Rush (sóknarþjálfari) og Joe Corrigan (markmannsþjálfari). Þá hef ég heyrt talað um að Joe Corrigan sé jafnvel að hætta líka.

Við vitum sem er að Benítez tekur Paco Ayesteran með sér, en hann verður á væntanlega yfirþjálfari aðalliðsins, sem er staðan sem Sammy Lee gegndi undanfarin tímabil. En hvað með aðra? Hvern fær hann sem aðstoðarframkvæmdarstjóra? Hverja aðra fær hann til að þjálfa liðið? Ekki sér Ian Rush einn um að koma mönnum í stand.

Ég spyr bara af því að maður hefði haldið að Benítez myndi vilja nota síðustu dagana fyrir æfingabyrjun til að skipuleggja næstu vikurnar með þjálfaraliði sínu. Í dag er fimmtudagur, fjórir dagar í að æfingar hefjist á mánudaginn og enn höfum við ekkert heyrt um ráðningu þjálfara og/eða aðstoðarframkvæmdarstjóra. Og Benítez ku vera staddur á Spáni að ganga frá “lausum endum”, en mun svo snúa endanlega til Liverpool yfir helgina. Fjölskylda hans ku vera stödd í Liverpool núna.

Maður spyr sig … er þegar búið að ganga frá þjálfaraliðinu, að mestu leyti, en á bara eftir að tilkynna það? Eða er Benítez í vandræðum með að fá þá menn sem hann vill hafa með sér í þjálfaraliðinu?

Baros á 10 milljónir punda

Diouf vill berjast fyrir sæti sínu