Góð Grein & Vond Grein…

Ég las tvær mjög áhugaverðar greinar í kvöld. Ég var rosalega sammála annarri, rosalega ósammála hinni. Þær fjalla báðar um mann dagsins, Steven Gerrard. Mig langar að taka þær aðeins fyrir hér.



Grein eftir Paul Tomkins sem birtist inni á RAWK.com: Kiss My Badge: The Gerrard Saga Concluded.

Í þessari grein gerir Tomkins upp síðustu tvær-þrjár vikur, fjölmiðlafárið í kringum meintan samning Gerrard og Chelsea og að lokum það sem Bretarnir kalla ‘the fall-out’, eða augnablikið þegar andstæð öfl í máli rekast á og sagan hlýtur lausn – með hvelli. Það augnablik kom í dag þegar Gerrard, á nákvæmlega 2 mínútum og 45 sekúndum, gerði að engu allan rógburð, allar lygar og allt slúður um meint svik hans við Liverpool FC.

Sérstaklega finnst mér þetta hérna góður punktur. Hér finnst mér Tomkins negla nákvæmlega af hverju við, áhangendur og stuðningsmenn Liverpool FC, vorum svona reiðir út í Steven Gerrard:

>A relationship between players and fans is just that: a relationship. We feel cheated only when we care; no-one batted an eyelid when Bruno Cheyrou looked longingly at Marseille last week. When someone you don’t have strong feelings for leaves you, you breathe a sigh of relief. When it’s someone you love, you call them all the names under the sun. The latter is precisely what happened on message boards across the internet. Steven Gerrard was (somewhat prematurely, it transpired) subjected to outrageous insults by Liverpool fans; but if he is wise, he will take it as the biggest compliment imaginable. Emile Heskey left with only good wishes – because he was an amazingly nice bloke, but mostly because we were happy to see the back of his inexplicable under-achievement. It was amicable: it suited both parties.

Nákvæmlega! Ástæðan fyrir því að okkur er sama um að Heskey og Cheyrou yfirgefi “sökkvandi skip” er það að þeir eru að hluta til ábyrgir fyrir að sökkva því. Þeir eru holurnar í skipinu. Steven Gerrard er tappinn sem hefur – hingað til – haldið stærstu holunni í kili skipsins í skefjum og því væri það túlkað sem ótrúleg svik ef sá “tappi” myndi skyndilega segja: Ég nenni þessu ekki lengur, og synda svo bara í burtu. Þannig túlkuðu aðdáendur Liverpool meint svik Gerrard og urðu því, skiljanlega, öskureiðir þegar allt benti til þess að þetta væri satt. Og það segir allt sem segja þarf að okkur er skítsama um það hvort Heskey, Cheyrou eða Biscan fara … en við liggjum andvaka bara við tilhugsunina um að vera án Gerrard.

Annar góður punktur sem Tomkins kemur inná í þessari grein sinni:

>Had Gerrard gone, this would have been the summer of a new blockbuster: The Betrayal of the Badge Kisser. To me, there were three top-flight players who most symbolised the special affinity between local lad who was a fan and the masses they left behind in order to represent the team of their dreams: Alan Smith, Steven Gerrard and Gary Neville. The latter didn’t count as much as the first two, though; he clearly loves his team (and hates scousers), but I don’t think any United fan would say he also represents their team’s best hopes of success. Basically, he’s a yard-dog.

>Alan Smith took breaking fans’ hearts to a new level: he wanted to play in Italy or Spain, he said, so he could return to play for Leeds within a couple of years; within a week, he signed for Manchester United – something he had every right to do, of course, but which made him into a monumental hypocrite. He let these fans carry him around the Elland Road pitch on the final day of the season, and then made his decision in the knowledge it would tear out their hearts. The ‘best’ bit about his stupidity is that he thought it was okay (and get this!) to do so – as Leeds were relegated, therefore Leeds and Man U were “not rivals anymore” (and there was no hint of irony, either). As an act of great personal sacrifice, he forewent his “loyalty” bonus from Leeds; apparently, they’re not so well off anymore.

Nákvæmlega! Tomkins nefnir hér til sögunnar tvö frábær dæmi um heimamenn sem voru orðnir aðalmennirnir í liðunum sem þeir ólust upp með og lofuðu – í óbeinum orðum – að svíkja stuðningsmennina aldrei. En á meðan Smith leyfði Leedsurum að bera sig á öxlum sér í grátlegri kveðjustund – og samdi svo við erkifjendurna viku síðar – sýndi Steven Gerrard í dag hvað orðið hollusta þýðir. Hann fékk gylliboð frá Chelsea, hlustaði á fortölur frá Frank Lampard (og eflaust Wayne Bridge og Joe Cole líka), íhugaði málið vel og vandlega og komst svo að niðurstöðu. Niðurstaðan: ég er Liverpool-maður. Það væri hugsanlegt að yfirgefa Liverpool fyrir Real Madríd, Barcelona eða AC Milan. Það er óhugsandi að yfirgefa Liverpool fyrir Chelsea eða ManU. Ekki erkifjendurna, ekki þegar liðið sem hann hefur dýrkað alla sína ævi þarfnast hans mest.

Auðvitað brosum við Liverpool-aðdáendur bara að sölu Smith til ManU, þetta gefur okkur bara enn eina ástæðuna til að hata/líta niður á lýðinn á hinum enda hraðbrautarinnar. Og ég er nokk viss að Alan Smith mun ekki hafa það náðugt næsta vetur – þeir eru ófáir leikmennirnir í deildinni sem vilja eflaust láta hann finna til tevatnsins fyrir svik sín. Ef ég væri Carra myndi ég allavega fá meiri ánægju út úr því að tækla Smithy en aðra leikmenn ManU á næsta vetri. Og trúið mér – ég og Carra eigum ansi margt sameiginlegt… 🙂

Ég leyfi Tomkins að eiga síðasta orðið, enda finnst mér þetta ótrúlega vel að orði komist – hann fangar kosti tryggðarinnar á ótrúlega einfaldan hátt:

>Steven Gerrard arrested a possible trend. Ambition is important in life; but less so than being true to yourself, and your roots. I often think of Matt Le Tissier, who was roundly criticised (in the media, mostly) for “lacking ambition” in staying at Southampton. Unlike other “bigger” clubs, they never got relegated. He played his entire career in the top flight, and scored 250-odd goals (many of them breathtaking). He enjoyed his life off the pitch; he enjoyed his football. And he was – and will remain for the rest of his life – adored by the people of that city, despite winning bugger-all with them. Zilch. Zip. Zero. And yet it didn’t stop fans of other clubs – such as myself – admiring his immense talent. Perry Groves, Steve Morrow, Stuart Ripley: men such as these will be able to polish their medals in their old age; but men like me will have long-since forgotten who the hell they were (I almost had, and had to look up their names). Being remembered: now that is immortality. We remember greatness more than medals (although ideally the two go hand-in-hand; Kenny Dalglish, anyone?). One of the best-ever teams – still revered to this day – is the Dutch side of the 1970s; the current crop could win Euro 2004, but still not come close to being remembered as fondly. Clarence Seedorf could win yet more medals (to add to his three Euopean Cups with three different sides), and never be thought of as a “great” of the game.

Nákvæmlega!


En því miður er ekki allt sem skrifað er í dag hrós í garð fyrirliðans okkar. Í grein sem birtist í The Independent á morgun skrifar James Lawton svo: Nedved fills void as Gerrard loses way.

Ég og Lawton erum sammála um eitt: Pavel Nedved er ein af stjörnum EM 2004. Ekki spurning. Því miður erum við ósammála um flest annað sem fram kemur í grein hans, sérstaklega þegar hann ákveður að ráðast harkalega að Steven Gerrard og halda því fram að “óviðunandi” frammistaða hans í Evrópukeppninni með Englandi sé sönnun þess að hann sé einn ofmetnasti leikmaðurinn í boltanum í dag. Gefum Lawton orðið:

>If you took a poll now there wouldn’t be much doubt about it. Pavel Nedved would walk in as the top midfielder of Euro 2004. There is, however, one big problem. Nedved, athletic, quick, and with the capacity to hit wondrous defence-splitting passes on the run, is not really a midfielder in any classic sense, no more than the hopelessly overvalued Steven Gerrard. Also, he will soon be 32, a late age to revive a football fashion.

Og það er ekki allt. Hann heldur áfram að kasta steinum…

>While his fellow Merseysider Wayne Rooney explained what it is to be a truly world-class player, Gerrard, like most of his celebrated team-mates, floundered on another inferior level. Of course he has great attributes. Of course he can explode into the action. But that’s not what we are talking about. We are discussing players who bend games to their will, who impose not just their talent but their understanding of what they are supposed to be doing.

Og það er meira…

>Gerrard was a disaster in Euro 2004 because he consistently revealed his ignorance of what great midfielders do. One thing they definitely don’t do is spend most of their time trying to catch the eye. It is true that sometimes they do erupt spectacularly – Bobby Charlton, Johan Cruyff, Gerson, Franz Beckenbauer, sweeping out of a withdrawn position, could all do it quite beautifully and with devastating effect – but most of the time they are determining the rhythm of their team. They are getting into optimum positions to take the ball and then use it. Gerrard’s lack of economy for England over the last week or two has been quite shocking.

Jahá? Búin að lesa nóg? Ekki? Lesið þetta…

>You might say he has plenty of time to improve. Yet he is 24 and at this age most great players are moving towards the final stages of their development. Gerrard has great talent, but has he the mind of a true midfielder? Does he have the technique and the craft and the care to build a performance rather than produce sporadic, eye-catching assaults on the opposite goal? All available evidence says no.

Vááááááááááááá!!!

Var Hr. Lawton að horfa á sömu keppni og ég? Ennfrekar: horfði Hr. Lawton á leiki Liverpool í deildarkeppninni í vetur? Eina ástæðan sem ég get ímyndað mér fyrir því að nokkur atvinnupenni myndi láta svona skrif frá sér fara er að hann sé annað hvort ManU-aðdáandi (sem útskýrir þetta í sjálfu sér) eða þá Chel$ki-aðdáandi sem er fúll og reiður út í Gerrard fyrir að neita peningum.

Ef hann er að byggja þetta mat sitt á fótboltalegum grundvelli þá … nei, dokið aðeins við. Hann er ekki að byggja þetta mat sitt á fótboltalegum grundvelli. Þetta “mat” hans, sem “sérfræðings”, á sér engar stoðir í veruleikanum, hvað þá í fótboltanum.

Aðeins ManU-aðdáandi gæti horft á frammistöðu enska liðsins í keppninni í Portúgal og gagnrýnt þá Gerrard og/eða Lampard – án þess að minnast einu orði á Scholes og Beckham. Því staðreyndin er sú (og þetta er ekki mitt mat, heldur staðreynd) að Paul Scholes var andlega fjarverandi í þessari keppni og David Beckham sýndi að hann er gjörsamlega vanhæfur sem fyrirliði og “leiðtogi” enska liðsins. Hann brenndi af tveimur mikilvægum vítaspyrnum, var gjörsamlega heillum horfinn í hverjum einasta leik liðsins (það eina sem hann gerði af viti var að leggja upp mark Lampard gegn Frökkum) og ég efa að hann hafi átt fimm eða fleiri fyrirgjafir í allri keppninni. Og hann er hægri kantmaður.

Að mínu mati er frammistaða Scholes og Beckham auðskýranleg. Scholes var látinn spila úti til vinstri, sem var algjört rugl því hann er ennþá verri þar heldur en Emile Heskey. Hann er bara ekki vinstri kantmaður. Ef hann gat ekki komið Scholes fyrir neins staðar annars staðar á vellinum átti Sven Göran Eriksson bara að sjá sóma sinn í að leyfa Dyer eða Hargreaves að spreyta sig í þessari stöðu. Scholes verður ranglega dæmdur af þessari keppni því hann var látinn spila stöðu sem hann hefur aldrei nokkurn tímann spilað á ferlinum. Að sjálfsögðu var hann ömurlegur í þessari keppni – hann hefur góða afsökun!

David Beckham hefur líka rosalega góða afsökun. Hún er bara ekki eins heiðvirð og sú sem Scholes ber fyrir sig. Beckham er búinn að standa í svo miklu rugli síðustu árin – fljúgandi heim til Englands í öllum fríjum í stað þess að vera kyrr með liðinu og æfa sig (spyrjið Gerrard, hann veit hvað “auka”-æfingar þýðir). Hann er búinn að hugsa meira um útlitið, auglýsingasamningana (maðurinn hefur ekki tekið sér almennilegt sumarfrí í sjö ár, hann er alltaf í Asíu að gefa eiginhandaráritanir fyrir peninga!) og þá ímynd að hjónaband hans og Posh Spice sé fullkomið en nokkurn tímann fótboltann. Sjáið bara hvað hann spilaði illa í Portúgal – hann var aðeins skugginn af þeim leikmanni sem við vitum að hann getur verið.

Frank Lampard skoraði tvö mörk og Steven Gerrard eitt – að öðru leyti máttu þeir sín lítils gegn margnum mestalla keppnina. Þeir voru látnir vinna tvöfalda vinnu í andlegri fjarveru þeirra Becks og Scholesy. Frakkarnir lokuðu á þá í 90 mínútur (og voru samt að leika illa, ímyndið ykkur ef Vieira og Zidane hefðu verið í stuði gegn Englandi, úff!) og Króatarnir yfirspiluðu þá á miðjunni. Ef ekki hefði verið fyrir Wayne Rooney hefðu þeir tapað fyrir Króötum – og það var einn af tveimur leikjum sem Rooney spilaði vel í í þessari keppni. Hann spilaði illa gegn Sviss og var hakkaður af Carvalho hjá Portúgal í 30 mínútur áður en hann fór útaf.

Rooney, talandi um ofmetinn leikmann – Owen hefur verið kosinn knattspyrnumaður Evrópu, verið markahæsti maður enska landsliðsins og Liverpool í núna fimm-sex ár í röð og hefur staðið sig eins og hetja á hverju einasta stórmóti sem hann hefur tekið þátt í. Hann vann FA bikarinn fyrir okkur einn síns liðs árið 2001, tryggði okkur hvern Evrópusigurinn á fætur öðrum það ár (og öll ár síðan – Olympija Ljubljana einhver?) og hefur alltaf skilað 20+ mörkum inn fyrir okkur.

En neeeei … Rooney á tvo frábæra leiki og þá er hann allt í einu 100% heimsklassi á meðan Owen er ofmetinn, heillum horfinn, búinn að vera, útbrunninn, one-hit-wonder, lélegur leikmaður, fölnar í návist hins mikla Wayne Rooney. Fucking snilld af atvinnupenna að láta svona út úr sér.

Og Steven Gerrard? Ég ætla ekkert að fjölyrða um það hér … en aðeins þeir sem hafa ekki horft á einn einasta fótboltaleik með Liverpool eða enska landsliðinu (Tyrkland á útivelli í fyrra? Þeir komust á EM – þökk sé Gerrard sem var ótrúlegur í þeim leik) síðustu fjögur árin eða svo. Það lýsir aðeins ótrúlegum fávitaskap og/eða illkvittni viðkomandi greinarhöfundar að láta svona hluti út úr sér.

Og til að toppa þetta gerir hann lítið úr Nedved á endanum:

>While so many of his fellow superstars have fallen dismayingly short of acceptable standards of passion and performance, Nedved has been true to the best of his game. That makes him a huge man of the moment. Unfortunately, that doesn’t make him one of the great midfielders. Until we find one, the game will continue to lack its most important dimension. That will always be the capacity to create.

Ha? Nedved vann Serie A fyrir Lazio. Svo gerði hann það aftur fyrir Juventus. Og EM 2004 er ekki fyrsta stórmótið sem hann skín á – hann var besti maðurinn í liði Tékka sem fór í úrslitin árið 1996. Það var fyrir átta árum síðan og síðan þá hefur hann komið liði sínu í úrslit Meistaradeildarinnar (hann vann Real Madríd einn síns liðs – ein flottasta frammistaða hjá MIÐJUMANNI sem ég man eftir á síðustu árum), unnið eina erfiðustu deild heims með tveimur mismunandi liðum og er núna aðal-driffjöðurin í hinu frábæra liði Tékka sem virðast líklegri en flestir aðrir til að fara alla leið og vinna Evrópukeppnina.

En neinei … hann er bara ‘man of the moment’! One-hit-wonder. Á allra vörum í dag, gleymdur á morgun. Ha? Svona skrif skil ég ekki.

Jæja – ég er búinn að eyða nægu púðri í þennan Lawton-vitleysing. Ég þarf ekki að fordæma hann eða gera lítið úr honum – hans eigin orð sjá fyllilega um það af sjálfsdáðum. Hann þarf enga aðstoð við að líta út eins og asni, svo mikið er víst. Og ef það verður ekki gert ljóst þegar Nedved vinnur Evrópukeppnina með Tékkum og tryggir þar með stöðu sína sem einhver albesti miðjumaður sem hefur heiðrað okkur með nærveru sinni síðasta áratuginn – þá mun hann endanlega þurfa að éta orð sín í vetur þegar Gerrard sýnir honum nákvæmlega hvað það þýðir að vera alhliða miðjumaður!

Blaðamannafundur: Gerrard verður kyrr!

Slúður, ó slúður!