Benitez byrjar samningaviðræður

Benitez og umboðsmaður hans eru víst komnir til Liverpool og munu hefja viðræður við [liðið innan tveggja daga](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/3776857.stm).

Það virðist því vera orðið nokkuð öruggt að Benitez taki við. Get ekki séð að peningamál né annað verði nokkur fyrirstaða. Enn er talað um að önnur lið séu á eftir Benitez en engin lið nefnd. Rick Parry er kominn úr fríi og því ætti þetta að fara að skýrast.


Liverpool eru svo í nokkrum miðlum í dag [orðaðir við Matteo Ferrari](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/283844/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1). Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert um hann, en þessi varnarmaður er allavegana í ítalska landsliðinu.


Einnig eru athyglisverð ummæli höfð eftir Vladimir Smicer, þar sem hann gagnrýnir Houllier. Á [Koptalk segir](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/284052/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1)

>”We never played the same system at Liverpool as I do for the Czech Republic,” said Smicer, when talking about the difference between international and domestic games.

>”We won in France 2-0 by playing three attacking midfielders. At Liverpool, we would never have done that. We’d defend and try and nick a 1-0. You can’t win a title playing like that every week.”

Einnig gerir umboðsmaður hans lítið úr áhuga Lens. Hann heldur því [fram að Lens hafi ekki tök á að fá til sín leikmann einsog Smicer](http://www.sportinglife.com/football/overseas/france/news/story_get.dor?STORY_NAME=international_feed/04/06/08/EURO_Cze-Czech_Republic_Smicer.html)

4 Comments

  1. eg er samála Vladimir Smicer um það se m hann sagði hárrétt hjá honum 😉

  2. Jamm, Smicer er að benda á hluti, sem allir stuðningsmenn hafa séð öll þessi ár. Hann þorði náttúrulega ekki að gagnrýna Houllier meðan hann var enn við stjórn.

Owen: staying.

Liverpool menn á EM