Kaup og sölur? Án þjálfara???

Hmmm… eins og Einar kom inná í síðustu færslu er víst ekkert öruggt með Benítez enn. Allavega ef eitthvað er að marka orð hans, þótt hann gæti verið að leika “feluleik” til að hylma yfir að hann sé þegar búinn að samþykkja tilboð Liverpool.

Það hlýtur þó að koma á óvart, ef mið er tekið af óvissunni sem ríkir enn í þjálfaramálum, að enn sé verið að tala um kaup og sölur innan hópsins. Það nýjasta, eins og Einar talaði um í gær, er hugsanleg brottför Didi Hamann til Bayern Munchen. KopTalk jók enn á getgáturnar í dag með þessari frétt: Liverpool ready to cash in on midfielder:

>Newspaper reports will tomorrow claim that Liverpool are prepared to allow midfielder Didi Hamann to return to Germany for as little as £1.5million.

>Recent speculation has suggested that Bayern Munich are keen on taking him home and the influential player has admitted that he would consider an offer from the Bundesliga giants should they come forward.

>Hamann currently has just a year left on his existing deal and there have been no talks about a new deal. Ultimately his future should be decided by the new manager but rumours suggest that the player is becoming frustrated with the lack of developments at Anfield. Word suggests that the Reds are keen to get him off the wage bill.

Hmmm… eina ástæðan fyrir því að selja hann til Bayern Munchen, að því er mér dettur í hug núna, gæti verið sú að þeir séu fáanlegir til að láta okkur hafa Owen Hargreaves í staðinn?!?!? Að öðrum kosti finnst mér asnalegt að selja fastamann í liðinu á meðan enginn staðgengill er fundinn.

Og svo er það þessi frétt hérna, einnig tekin af KopTalk: Liverpool linked with Ajax graduate:

>Reports originating from Spain claim that Liverpool are interested in signing Racing Santander’s Israeli international Yossi Benayoun, despite the fact that the Reds don’t officially have a manager yet.

>The 24-year-old attacking midfielder has had a decent season in La Liga and is said to be attracting interest from Tottenham Hotspur which makes the link sound a little suspicious to say the least. However, our motto is never say never. It’s one to throw into the hat for when the funny season gets fully under way, which will hopefully be next week.

>Benayoun had a spell at the Ajax academy as a kid and was once hailed as one of the most promising players in the game alongside Liverpool star Michael Owen after he scored two goals for Israel’s youth side against England.

Hmmm… þannig að ef við eigum að trúa slúðrinu erum við að fara að kaupa Rafael Van der Vaart, Pablo Aimar, Thomas Rosicky og Yossi Benayoun, alla í sömu stöðuna??? Það get ég ekki ímyndað mér … myndi í raun sætta mig við aðeins einn af þeim og þá helst annað hvort Van der Vaart eða Aimar. En við sjáum til, nú fer í hönd þagnarhelgi og síðan snýr Rick Parry heim úr fríi á mánudaginn n.k. Ættum við að fara að heyra meira strax eftir helgi, en ég tek undir með Einari: þessi þögn er að gera okkur báða brjálaða!

3 Comments

  1. eg ætla biðja afsökunar af því af þessu atvikum og ætla ekki gera þetta aftur er að eyða þessu með fullri virðungu :blog.central.is/stalin

  2. +astæða þess ða eg er svona senn að eg kíki ekki mikið á póstin minn enn og aftur bið eg þess að biðjast afsökunnar

Benitez enn óákveðinn

Owen verður áfram!