Hamann til Bayern?

Núna er Dietmar Hamann “orðaður” við Bayern Munchen. Í [Echo segir hann](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14302271%26method=full%26siteid=50061%26headline=hamann%2dwould%2dbe%2dtempted%2dby%2dbayern%2dreturn-name_page.html):

>”If Bayern should actually show interest, I will of course have to think very seriously about accepting an offer,” said Hamann.

>”There are only four or five clubs in the world of the calibre of Bayern Munich.”

Og bla bla bla.

Ég hef fyrir löngu lagt til að Hamann yrði seldur. Hann er góður að stoppa sóknir andstæðingana í erfiðum leikjum, en vita gagnslaus á móti lakari liðunum. Hann hægir á öllu spili liðsins og skorar nánast aldrei (reyndar þegar hann skorar, þá eru það nær undantekningarlaust stórglæsileg mörk).

Hamann hefur reynst Liverpool vel, en ég vona að nýr þjálfari fái yngri, fljótari og betri mann til að spila með Gerrard á miðjunni.

3 Comments

 1. ?There are only four or five clubs in the world of the calibre of Bayern Munich.?

  Skyldi hann telja Liverpool á þeim lista?

 2. Ég er sammála þér í því að menn eins og t.d. Hamann og Murphy eigi ekki langa framtíð eftir hjá Liverpool, ekki ef að við viljum að liðið þróist. Þú myndir t.d. ekki sjá Murphy eða Hamann vinna sér inn sæti í liði Arsenal, sem er talsvert meira þróað en okkar lið eins og stendur.

  Hins vegar er ég ósammála því að það eigi að selja hann strax. Það mun taka tíma að finna nýjan mann með Gerrard á miðjuna og það mun líka taka tíma fyrir nýjan mann að finna sig. Jafnvel þótt við kaupum Aimar og Van der Vaart í sumar efast ég um að þeir muni sýna fulla getu fyrr en eftir ár, í fyrsta lagi. Því myndi ég halda að það sé fullt vit í að halda Hamann í eitt ár til viðbótar, þar sem hann er stabíll og býður upp á ákveðið öryggi í erfiðum leikjum.

  Og varðandi markaskorunina þá skoraði Patrick Vieira fyrsta mark sitt í deildinni sl. vetur í 35. umferð, og var það eina mark hans þetta tímabilið. Hamann var ekki keyptur til að skora mörk frekar en Vieira. Ég myndi hafa meiri áhyggjur af markaþurrð fyrirliðans.

 3. Jú, þetta er svosem rétt hjá þér Kristján. Ég vil bara sjá leik liðsins þróast. Staðreyndin er sú að liðið spilaði laaaangskemmtilegasta fótboltann síðasta haust þegar Smicer og Gerrard voru á miðjunni. Þetta fór niður í sömu leiðindin þegar Hamann kom inn.

  En þetta kemur líka inná þörfina fyrir fljótan miðvörð. Ef við tökum Hamann út, þá gengur það ekki að vera með sleðana tvo þarna í vörninni, þannig að það þarf fljótari mann með Hyypia.

  Annars líka, Birkir, þá hugsaði ég einmitt þetta sama. Ætli hann telji Liverpool vera eitt af þessum fjórum liðum og ég verð eiginlega að segja að ég efast um það. Það væri gaman ef einhver blaðamaður myndi spyrja hann útí það 🙂

Spennandi deildarkeppni framundan!

Benitez enn óákveðinn