Af hverju Benitez hætti

Benitez hefur í fyrsta skipti talað um ástæður þess að hann hætti hjá Valencia í útvarpsviðtali á Spáni, sem er vitnað í á [ESPN: Benitez: ‘Why I quit Valencia’](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=302302&cc=5739)

Það athyglisverðasta við umfjöllun um Benitez undanfarna daga er að hann er aldrei orðaður við neitt annað lið en Liverpool og svo virðist Liverpool ekki vera orðaðir við neina aðra þjálfara en hann síðustu daga.

Meðal annars segir Benitez að ákvörðun sín hafi ekki bara tengst stjórnendum Valencia (sem honum var greinilega illa við), heldur einnig leikmönnunum.

>I have the capacity to continue at Valencia, but I don’t have the strength to demand 110% from my players in every game.

>’The relationship with them was not easy and my fourth year at the club was going to be very complicated, that is why I said I was not continuing.

Einnig:

>’I’m 44, I know what I want and my family are settled. I’m not motivated by money and I don’t need it to be happy, what I need are the correct conditions to work in.’

Af hverju staðfestir ekki einhver eitthvað? Ég nenni þessari bið lengur. Meira að segja Tottenham eru búnir að [ráða þjálfara](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/t/tottenham_hotspur/3774655.stm). (by the way, eru allir fyrrverandi landsliðsþjálfarar Frakka með svona stór augu?)

Kaup & Sölur Á Bið?

Spennandi deildarkeppni framundan!