Hversu góðir eru Valencia?

valencia.jpg Ókei, þannig að nú er nokkuð ljóst að Liverpool munu ráða Rafael Benítez, þjálfara Valencía á Spáni, sem næsta framkvæmdarstjóra liðsins. En þar sem við Íslendingar höfum því miður ekki séð nógu marga leiki með Valencía í vetur (þökk sé Real Madríd-dýrkun þeirra á Sýn, pffft!) erum við enn nokkuð mikið í myrkrinu varðandi spilagetu liðsins.

Þannig að menn spyrja sig nú í gríð og erg: geta Valencia eitthvað?

Svar: Horfið og grátið! Þessi síða inniheldur öll mörk Valencia í öllum keppnum á nýafstöðnu tímabili! Smellið bara á tengilinn, veljið svo ‘Videos’ og þaðan í ‘2003-04 Season’. Þaðan er hægt að velja öll mörk ársins eftir leikjum og keppnum.

Sjálfur mæli ég sérstaklega með 5-1 sigrinum á Real Mallorca á útivelli þann 21. mars sl., hvar Mista skoraði þrennu. Þá er einnig gott að kíkja á 6-1 útisigurinn á Malaga, hvar Oliveira hinn ungi skoraði þrennu. Og fyrir þá sem eru að vonast til að sjá argentínska snillinginn Pablo Aimar í treyju Liverpool á næsta tímabili væri ekki úr vegi að kíkja á 1-1 jafntefli í fyrsta deildarleiknum gegn Real Valladolid, hvar téður Pablo Aimar skoraði mark Valencia.

Í stuttu máli: Valencia-liðið sl. vetur á sér fáa eða enga jafnoka í heiminum í dag. Þeir eru auðveldlega eitt af fimm bestu félagsliðum heims í dag (hin væru, að mínu mati, Arsenal, AC Milan, Porto og líklega Santos þótt ég sé ekki nógu vel að mér um Suður-Ameríska boltann). En góðir eru þeir.

Í enn styttra máli: Pablo Aimar er snillingur, boltaséní af Guðs náð!

Annars hafði ég gaman af að lesa þessa grein í The Times í kvöld, þar sem m.a. kemur fram að…

>The arrival of Benítez might not be such good news for Phil Thompson, who served as Houllier?s assistant. Parry has indicated that the new manager will be allowed to assemble his own coaching staff, with reports in Spain suggesting that Benítez would insist on bringing Francisco Ayestaran, his assistant at Valencia.

Bless Thompson. En aðrir eiga sér meiri framtíð…

>The future of Sammy Lee, a Spanish speaker, is more secure, with his duties likely to include translating for Benítez until his English, no more than passable at present, becomes fluent.

Og þótt furðulegt megi virðast þora The Times að fullyrða að…

>His move to Anfield, though, is agreed. Even while Valencia were trying to persuade Benítez to stay, Parry felt confident enough on Monday to say that ?there will be an announcement about our new manager in two weeks?, which coincides with the coach?s notice period.

Auk þess sem þeir eru vongóðir, eins og við hinir, um að…

>It is feasible that Benítez will encourage players such as Roberto Ayala, Ruben Baraja or Pablo Aimar to follow him from Valencia, but more important for Liverpool are the players who are already at Anfield.

Úff, spennandi! Hér fyrir nokkrum vikum talaði Einar um hvernig draumasumar sitt gæti litið út. Og ef við tökum smá tékk núna þá er Heskey farinn, Cissé kominn, Houllier farinn og Benítez 99% kominn. Þótt hann hafi ekki nafngreint þá sérstaklega í sínu draumasumri þá held ég að Einar myndi varla fúlsa við að fá Ayala með Hyyypiä í vörnina og Pablo Aimar fyrir framan Stevie G fyrirliða í hjarta liðsins, eða hvað???

Hélt ekki. Sumarið, hingað til, er búið að vera fantastískt fyrir okkur Liverpool-aðdáendur og er aðeins von á meiri spenningi. Hvort það verður Aimar, Van der Vaart eða Rosicky sem kemur á miðjuna, hvort það verður Ayala eða Mexés sem kemur í vörnina, þá er það ljóst að með Cissé, Benítez og tvo-þrjá nýja leikmenn til viðbótar verðum við Einar Örn sleeeeeefandi þegar nýtt tímabil hefst!

Sem er einmitt eftir 54 daga núna. 54 dagar í fyrsta æfingaleik, and counting…

Ein athugasemd

  1. Hér eru ein áhugaverð ummæli…

    http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php/topic,32516.0

    “Shortly after the last AGM it was decided it was time for a new manager to come in and even 4th spot in the premiership would not change this decision.

    I am led to believe that a shortlist of three was prepared and they were RB, JM and Capello who turned down Liverpools approach right away. The other two managers showed interest but Benitez a few weeks later said he would definitely be interested and it was then that Rick Parry and Benitez did the deal (dont worry it’s a done deal).

    After the deal was done I am led to believe that MO was told through a third party that there were big changes to come at Liverpool throughout the summer months and it was then that MO who was quite impressed with what he heard went on TV and said that he would be staying and would sign a new contract.

    Stage one of the changes is now complete and now the club will focus on the people who are interested in taking a stake in the Liverpool revolution: let me add here that i am also led to believe that the Thias and Morgan are not the only people who are interested in Liverpool and I hear there are two more parties willing to take a stake in LFC and if my contacts are spot on we should all be ready for a ding dong battle royale over the future of our great club.

    Interesting times ahead but in Moores and Parry we have the right men in the job and if you people think you know and recognise Liverpool Football Club now just wait till mid August, big changes ahead, believe me. ”

England – Japan

Inn/Út