Owen og nýr þjálfari

Owen segist [vilja sjá hver nýji þjálfarinn verður](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/3747979.stm) áður en hann skrifar undir nýjan samning.

Þetta er svosem fullkomlega skiljanlegt. Tengt þessu, þá virðist [Ranieri enn eiga sjens](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/chelsea/3746033.stm) á því að halda stjórastarfinu hjá Chelsea, en Mourinho hefur verið orðaður við Chelski.

Ég held að það væri best fyrir alla að Ranieri yrði áfram hjá Chelsea og Mourinho myndi koma til Liverpool. Í raun, ef ég væri Mourinho, þá myndi ég velja Liverpool. Ok, fyrir utan að hann myndi fá mun hærri laun hjá Chelsea, þá er flest sem að mínu mati mælir með Liverpool

* Chelsea er nýríkt félag með sögu, sem er ekki nærri eins glæst og Liverpool. Fá lið (sennilega ekkert liðan fyrir utan ManU) á eins marga aðdáendur um allan heim
* Stærsta ástæðan er þó Roman Abrahamovits. Liverpool sýndi Houllier alveg ótrúlega virðingu allt síðasta tímabil þrátt fyrir hroðalegt gengi. Stjórnin gagnrýndi hann aldrei opinberlega og gaf aldrei í skyn að Houllier yrði rekinn. Berið þetta svo saman við ástandið, sem hefur verið á Roman, Ranieri og Chelsea. Ef þú værir þjálfari, undir hverjum myndirðu vilja vinna?
* Roman hefur líka sagst ætla að vera meira “involveraður” í liðinu. Hann fer alltaf í búningsherbergin eftir leik en núna ætlar hann að skipta sér af því hvaða leikmenn eru keyptir fyrir peningana hans. Hann á svosem fullan rétt á því, en þótt að hann kunni að arðræna fátæka Rússa, þá hefur hann ansi takmarkaða þekkingu á fótbolta. Það var greinilegt að afskiptasemin var farin að fara í taugarnar á Ranieri, sérstaklega fyrir seinni leikinn gegn Monaco. Engin slík afskipti eiga sér stað hjá Liverpool. Þar myndi Mourinho njóta fyllsta trausts stjórnarinnar og hann myndi fá fullt af peningum og fullt vald yfir þeim.


Einnig pínku athyglisvert af BBC: [Barcelona Axe Dutch Stars](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/3747925.stm). Barcelona ætlar að losa sig við (fyrir lítinn pening eða ókeypis) fjóra Hollendinga: Reiziger, Cocu, Overmars og Kluviert. Ég held að Liverpool gætu nú alveg notað einhverja af þessum leikmönnum.

3 Comments

  1. Já mér finnst einhvern veginn líklegt að Mourinho velji Liverpool framyfir Chelsea. Ástæðurnar eru nokkrar:

    1 – Hann virtist hafa áhuga á að fara til Chelsea … en talaði samt um hrifningu sína gagnvart Liverpool. Og það var áður en Houllier var rekinn. Þannig að ég held að nú þegar tækifærið býðst muni honum snúast hugur og koma til okkar.

    2 – Þessi fundur Ranieris og Kenyons í dag. Ranieri bjóst við að verða rekinn en Kenyon vildi bara tala um leikmenn og markaðinn í sumar?!?!? Af hverju ráku þeir hann ekki? Gæti verið að þeir hafi verið orðnir vissir um að eftirmaðurinn (þ.e.a.s. Mourinho) væri á leiðinni … en svo hafi hlaupið snurða á þráðinn og því vilji þeir halda Ranieri volgum lengur? Og hvaða “snurða” gæti það þá verið? Auðvitað brottrekstur Houlliers!

    3 – Orð Mourinhos á blaðamannafundi í dag, fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, bera sterkan vott um það að hann vilji ekki vinna fyrir neinn sem ætlar að skipta sér af þjálfun, liðsuppstillingu og/eða leikmannakaupum. Sem útilokar Abramovich. Ef Parry og Moores kæmu inn með tilboð um 100% stjórn yfir fótboltamálum, leyfi til að taka Deco með sér og sama traust/sömu þolinmæði og Houllier fékk … haldið þið virkilega að Mourinho fari þá frekar til Chelsea bara af því að þeir bjóða honum 1m-pund meira í árslaun? Neibb!

    4 – Mourinho minnir mig alveg óhugnalega á Shankly. Lesið viðtölin við gæjann, sjáið hvernig hann er á hliðarlínunni. Þetta er maður sem er traustsins verður – leikmenn Porto myndu ganga plankann ef hann segði þeim að gera það. Hann er harður, eitilharður náungi sem lætur engan segja sér fyrir verkum. Og ákveðinn er hann. Fá’ann takk!

    Ég er alveg með það á hreinu að hver sem er af þessum fjórum: O’Neill, Benítez, Curbishley og Mourinho – hver sem er af þeim væri góður stjóri fyrir Liverpool. En af þessum verður að viðurkennast að Mourinho ber af … það er bara allt hárrétt við hann. Dæmið gengur nánast of vel upp með hann sem stjóra Liverpool. Þetta bara hlýtur að gerast, verður að gerast!

    Og by the way – hvor haldið þið að geti betur sannfært Owen um að vera um kyrrt: O’Neill sem lofar honum sama kick-and-run bolta og Houllier spilaði … eða Mourinho sem er taktískur snillingur og alveg jafn mikill sérfræðingur í 10-manna sókn og 10-manna vörn?

    Sjáið hvernig Porto hafa spilað þessa Evrópukeppni í vetur. Þeir fara á útivöll og haggast ekki, ná í jafnteflin, dýrmætu mörkin á útivelli, baráttusigrana … eins og gullaldarlið Liverpool gerðu. Svo mæta þeir liðunum heima í Portúgal og yfirspila þau. ManU – yfirspilaðir. Lyon – yfirspilaðir. Aðeins Real Madríd hafa farið þangað og sigrað í vetur … og það var áður en þeir hrundu. Þessi gæji er “the real deal” eins og sagt er, og ég trúi ekki öðru en að Parry/Moores geri allt sem í þeirra valdi stendur til að semja við hann!

  2. Góðir punktar hjá þér Einar.

    Ég held þó að Abramovich sé nú þegar mjög involveraður í “day-to-day” stjórnun hjá Chelsea. Ef mér skjátlast ekki voru nokkrir af þeim leikmönnum, sem Chelsea keypti fyrir tímabilið og á tímabilinu, keyptir án samráðs við Ranieri. Mig minnir t.d. að Mutu hafi komið án þess að Ranieri hafi neitt fengið um það að segja.

    Ég trúi því ekki að metnaðargjarn stjóri eins og Mourinho hafi áhuga á því að vinna undir hæl einhvers eins og Abramovich.

Heskey svarar fyrir sig…

Er Benítez þegar búinn að semja?