Er Benítez þegar búinn að semja?

benitez.jpg Jahérna … við Einar erum ekki fyrr búnir að hampa José Mourinho að fréttir berast af ráðningu Rafa Benítez, stjóra Valencia á Spáni, sem næsta framkvæmdarstjóra Liverpool FC.

Ég verð að viðurkenna að þótt Mourinho sé #1 á mínum óskalista þá er ég rosalega sáttur við það ef að Benítez reynist vera maðurinn til að taka við Rauða Hernum. Ég meina, tveir titlar og einn spænskur bikar á þremur árum … og nú sigur í UEFA Cup líka. Þessi gæji veit greinilega hvernig á að fara með lið alla leið, hann tók við liðinu sem Hector Cuper hafði komið í tvígang í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hafði lent í 2. og 3. sætinu í La Liga nokkrum sinnum. Cuper virtist ekki hafa það sem til þurfti til að ýta liðinu upp lokahjallann en það gat Benítez.

Gæti hann ekki alveg gert það sama með Liverpool? Tekið við því uppbyggingarstarfi sem Houllier hóf og klárað dæmið? Ég myndi ekki veðja á móti því … og einn virtasti íþróttafréttamaður Spánverja myndi ekki veðja á móti því heldur.

Það er hálfgerð fréttaþurrð af Liverpool-liðinu þessa dagana – Parry og Moores eru í fríi, leikmenn liðsins eru út um alla Evrópu að gera sig klára fyrir Evrópukeppni Landsliða (þeir sem eru í úrslitum þar, þ.e.a.s.) og allt er með kyrrum kjörum í Bítlaborginni. Einu fréttirnar sem berast þaðan eru þær að yfirþjálfarinn Christian Damiano hafi sagt starfi sínu lausu í kjölfar brottreksturs Houlliers. Sem getur vel passað, það væri óeðlilegt ef nýr framkvæmdarstjóri vildi ekki fá sitt þjálfaralið með sér. Þannig að ef ég væri Phil Thompson myndi ég byrja að pakka niður…

Allavega, Benítez. Gaman gaman ef satt reynist!

3 Comments

  1. Þessi síða er flott framtak hjá ykkur. Ég kem til með að kíkja á hana reglulega. YNWA.

  2. flott síða vona að ð kóngurinn taka við frekar en þessi :laugh: bara mín skoum samt 😯

Owen og nýr þjálfari

Mourinho og Shankly