Latest stories

  • Einn inn, þrír út?

    Liverpool FC kynntu í dag nýjan leikmann. Brasilíska markvörðinn Diego Cavalieri, sem er 25 ára gamall og kemur frá Palmeiras í Brasilíu. Ég veit ekki mikið um kauða, en það er alveg öruggt að útsendarar Liverpool FC vita meira um kappann og hafa fylgst með honum í talsverðan tíma. Kaupverðið er ekki uppgefið, en er talið vera um 2 milljónir punda.

    Danny Guthrie er svo á útleið, en Newcastle hefur náð samkomulagi við Liverpool um kaupverðið á honum. Hann var allt síðasta tímabil á láni hjá Bolton, en nú virðist hann vera alfarinn frá félaginu. Það er alveg ljóst mál að það væri mjög erfitt fyrir hann að brjóta sér leið inn í liðið hjá okkur, þar sem fyrir eru menn eins og Mascherano, Alonso (ef hann fer ekki), Barry (þegar hann kemur), Gerrard og Lucas. Ekki er búið að gefa það upp hvað kaupverðið sé, en talið er að það sé í kringum 4 milljónir punda.

    Scott Carson er svo annar sem er pottþétt á útleið og að þessu sinni verður það líklega varanlegt. Hann er ekki tilbúinn til að berjast um sætið við Pepe og eru tvö úrvalsdeildarfélög í viðræðum við Liverpool um að kaupa kappann. Við keyptum hann á heil 750 þúsund pund, en nú þegar erum við búnir að taka inn tæpar 4 milljónir í cash á að lána hann út síðustu 2 tímabil. Talið er að annað liðið sem sé að reyna að krækja í hann sé Middlesbrough. Kaupverð er talið vera í kringum 7 milljónir punda.

    Þriðji maðurinn sem er á útleið er Charles Itandje. Galatasaray eru búnir að semja um kaupverðið upp á 2 milljónir punda og eru umboðsmenn hans nú í viðræðum við félagið. Þessir þrír dílar ættu því að koma með nokkra aura til að halda áfram að pressa inn aðra leikmenn sem styrkja hópinn hjá okkur.

    Ég segi algjörlega fyrir mitt leiti að ef bæði Barry og Robbie Keane koma, þá er ég bara nokkuð sáttur við sumarið. Ef við næðum að bæta einum alvöru kantmanni við það (lesist David Silva) þá yrði ég í skýjunum með sumarið, ekkert flóknara en það. Það er þó ennþá langt í land með Keane (og hvað þá Silva, ef hann er á annað borð möguleiki).

  • Rafa býr til fjórar fréttir í einni setningu

    Eitt það skemmtilegasta við það að reka þessa bloggsíðu er að reyna að átta sig á því hvað Rafa meinar þegar hann talar um leikmannakaup. Í gær talaði hann um David Villa og sagðist hafa áhuga á honum. Í dag er hann hættur að hafa áhuga og fer að tala um Robbie Keane. En svo segir hann Keane bara vera á listanum, sem er væntanlega sami listi og Villa var á.

    Allavegana, Reuters búa til frétt um þetta, sem segir í fyrirsögninni: “Benitez says Valencia’s Villa not a target but Keane is” þrátt fyrir að í viðtalinu bendli Rafa okkur ekkert frekar við Keane en David Villa. Svona birtist textinn á lfc.tv

    >”I said the other day that Villa is one of the names we had on our list, but I can say at this moment that it is not an option for us.

    >”We know Villa is a very good player, we know the price and we know the players we have, so when you consider everything we decided he was one of the names, but at this moment, not our target.

    >”Keane is one of the other names and, okay, we are working on other names. We were in contact and we will see now.”

    Túlki þetta hver einsog hann vill.

    Ég og Kristján ræddum þessa Villa frétt nokkuð lengi í gær og vorum eiginlega sammála um að það yrðu pínkulítið blendnar tilfinningar ef að við myndum kaupa hann. Hvað myndi þá gerast fyrir leik-kerfið? Yrði reynt að troða Villa á kantinn einsog Kuyt? Eða þyrfti að skipta um leikkerfið sem gafst svo vel og fara að spila 4-4-2? Hver á þá að vera á hægri kantinum? Hvernig eiga þá Barry, Gerrard og Masche að spila saman?

    Allavegana, þá væri Robbie Keane eðlilegri kaup miðað við að Rafa ætli að leika 4-2-3-1 á næsta tímabili, einsog verður að teljast líklegt.

  • Degen og Dossena kynntir

    Nýju bakverðirnir okkar voru kynntir fyrir blaðamönnum í dag. Ég er ótrúlega sáttur við það að við séum að kaupa TVO nýja bakverði fyrir þetta tímabil því þær stöður hafa að mínu mati verið til mikilla vandræða að undanförnu.

    En allavegana, það eru komin á official síðuna tvö viðtöl við nýju mennina. Fyrst Philipp Degen og svo hinn ítalska og snoðaða Andrea Dossena.

  • Herlegheitin að hefjast

    Jæja nú fer þetta að hefjast. Leikirnir sem Liverpool leikur á undirbúningstímabilinu eru 8 talsins og hefst sá fyrsti á laugardaginn.
    Hér má sjá lista yfir leiki næsta tímabils auk æfingjaleikjanna 8 á opinberu síðunni. Ef menn eru með e-Season Ticket þá geta þeir horft á 5 æfingaleiki af 8 í beinni útsendingu á opinberu síðunni. Allir leikirnir eru útileikir nema leikurinn gegn Lazio sem verður leikinn á Anfield. Að sjálfsögðu vill fólk sjá alla leikina í beinni útsendingu og það ætti að skýrast fljótlega inn á hvað menn geta stillt til að geta hafið veisluna.

    Persónulega er ég mjög spenntur fyrir leikjunum gegn Rangers, Villareal og Lazio. Löng og erfið bið er á enda og á laugardaginn hefst nýtt tímabil góðir hálsar 🙂

  • Kommentum breytt

    Jæja, við Kristján vorum að halda stuttan ritstjórafund. Þar ákváðum við að henda aftur upp gamla kommentakerfinu. Það voru einfaldlega of margir gallar að okkar mati við þetta nýja kerfi. Í stað þess munum við reyna að bæta oná núverandi kommentakerfi fídusum. Það var ekki alveg nógu sniðugt að taka upp algjörlega nýtt kerfi.

    Gallinn er sá að öll kommentin, sem voru sett inní nýja kerfið, eru farin.

    Við töldum einfaldlega vera of marga galla við nýja kerfið. Það var erfiðara að fylgjast með því hvar umræðan átti sér stað á hverjum tíma, það vantaði númer á færslurnar og html og broskallar og slíkt virkuðu takmarkað.

  • Torres tilnefndur til Ballon d’or

    Fernando Torres er einn af fimm leikmönnum, sem eru tilnefndir til Gullboltans, Ballon d’or, sem að franska tímaritið L’Equipe veitir á hverju ári besta knattspyrnumanni í heimi. Þetta eru virtustu verðlaun í knattspyrnuheiminum ár hvert.

    Í ár eru tilnefndir Fernando Torres, Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Andrei Arshavin og Iker Casillas.

    Michael Owen vann verðlaunin árið 2001 og Steven Gerrard varð í þriðja sæti árið 2005.

    Ég verð að segja að af þessum mönnum, þá eru í mínum huga bara Torres og Ronaldo óumdeildir á þessum lista. Arshavin spilaði í miðlungs deild og brilleraði í UEFA cup á móti liðum einsog Everton og spilaði svo frábærlega vel í tveim leikjum á EM, en hvarf í þeim þriðja þegar menn höfðu lært hvað hann héti.

    Messi er vissulega einn af bestu leikmönnum í heimi, en hann var gríðarlega mikið meiddur á síðasta tímabili. Og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Casillas sé þarna að stærstum hluta útaf EM. Ég sá ekki nógu mikið af spænska boltanum, en Real Madrid datt út í 16 liða úrslitum í Meistaradeildinni, sem er varla neitt til að monta sig af.

    Eðlilegast hlýtur að vera að Ronaldo vinni þetta. Hann var besti maðurinn á Englandi, leiddi sitt lið til sigurs í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir slappt EM, þá á hann titilinn skilinn.

  • Cavalleri, Babel og Sammy Lee

    Nokkrir punktar í dag.

    Skv. Times mun Liverpool klára kaupin á Diego Cavalleri, varamarkverði Palmeiras í Brasilíu, í dag. Hann mun kosta 3m punda og væntanlega fara beint á varamannabekkinn hjá Liverpool. Betur borgað, sennilega, og gefur honum möguleika á að fara svo til sæmilegs Evrópuliðs eftir 1-2 ár. Gott hjá honum. Þetta þýðir væntanlega að Scott Carson og Charles Itandje fara pottþétt báðir frá Liverpool í sumar. Vona að við seljum þá, óþarfi að lána mann eins og Carson alltaf þegar féð frá sölu hans gæti runnið í veskið hjá Benítez.

    Svo virðist sem Ryan Babel muni fara á Ólympíuleikana með hollenska U23-landsliðinu. Ég skil pirring Rafa Benítez yfir þessu vel. Hann meiddist á æfingu með Hollendingum í vor og því myndi maður halda að þeir yrðu skynsamir og leyfðu honum að jafna sig af því og byrja nýtt tímabil í rólegheitum heima hjá sér með liðinu sínu. Ekki að jafna sig á meiðslum með því að fljúga til Kína og spila þar nokkra leiki með stuttu millibili við hápressuaðstæður. Ojæja.

    Svo er hér stutt og lagggott viðtal við Sammy Lee. Alltaf hress, kallinn. 🙂

  • Villa fyrir Crouch?

    Rafa Benitez tjáir sig við BBC um framherjamálin hjá Liverpool og hann segir að Liverpool muni kaupa annan framherja fyrir næsta tímabil. Hann segir David Villa vera einn af þeim leikmönnum, sem hann sé spenntur fyrir:

    >”We have Torres, Voronin, Kuyt, Babel and Steven Gerrard, who can play as a second striker,” Benitez said. “But we will try to bring in another option.

    >”Villa we know all about. He is on our list. But maybe it will be difficult.”

    Hljómar ekki svo illa. Vissulega hefur Benitez sennilega verið spurður beint útí Villa og hann því látið þeta útúr sér. En hann gengur samt nokkuð langt með því að segja að hann sé “á listanum”

    Einnig, þá greina BBC frá því að Crouchy hafi staðist læknisskoðun og muni sennilega klára félagaskiptin til Portsmouth á morgun, miðvikudag. Rafa greinir þar frá því að hann vildi halda Crouch, en það er greinilegt að Crouch hefur viljað fara vegna þess hversu fá tækifæri hann fékk. Það er svo sem vel skiljanlegt, enda sennilega ekki gaman þegar að tækifæri þín byggjast á því að slá besta framherja í heimi útúr liðinu.

  • Barry og Lucas

    Það er svo sem ekki margt nýtt í blöðunum í morgun. Tvennt þó sem vakti athygli mína.

    Fyrir það fyrsta, þá halda blaðamenn Times því fram að Aston Villa muni vera tilbúið í að selja Gareth Barry núna þegar að Liverpool hafa ákveðið að bæta Steve Finnan með í dílinn. Þetta hljómar einsog ágætis lausn þar sem að Finnan spilaði ekki svo mikið á síðasta tímabili og Liverpool er búið að kaupa Degen í hans stað. Talið er að Villa muni kaupa Steve Sidwell í stað Barry.

    Einnig þá hefur Lucas verið valinn í Ólympíuhóp Brasilíu. Félagslið geta ekki bannað leikmönnum undir 23 að spila á mótinu. Það þýðir að nokkrir þekktir leikmenn einsog Anderson hjá Man U, Jo hjá City og Pato hjá Milan munu spila með Brasilíu á mótinu. Ef að Mascherano spilar líka með Argentínu, þá verður miðjan hjá okkar mönnum heldur fáskipuð í upphafi móts. Það ætti vonandi að gefa Gareth Barry gott tækifæri til að sanna sig í liðinu.

  • Liverpool samþykkja tilboð í Crouchinho (staðfest)

    Liverpool hafa staðfest að liðið hafi samþykkt tilboð frá Portsmouth í Peter Crouch. Flestir telja að tilboðið sé um 11 milljónir punda, sem er 4 milljónum punda meira en Liverpool borgaði Southampton fyrir þremur árum.

    Talið er að Crouch sé spenntur fyrir því að fara til Portsmouth og því verður að telja líklegt að þessi félagaskipti klárist á næstu dögum.

    Ef að verðmiðinn uppá 11 milljónir punda er réttur, þá verður Crouchy næst dýrasti leikmaðurinn sem að Liverpool hefur selt. Aðeins Fowler til Leeds fór fyrir meiri pening.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close