Latest stories

  • Sparta Prag – Liverpool

    Þungarokksveislan heldur áfram, áfram, áfram…

    og næst á dagskrá: Evrópudeildin, gegn Sparta Prag í Prag.

    Sparta Prag

    Fyrir 13 árum lék Liverpool síðast við Sparta Prag. Það var líka í eina skiptið sem þessi lið hafa mæst – þ.e. eina viðureignin, en tveir leikir. Þá ritaði Einar Matthías setningu sem á líklega nákvæmlega jafnvel við í dag og þá: “Þá er biðin á enda og loks komið að leiknum sem líklega enginn okkar var að bíða eftir, AC Sparta Prag í fyrri leik 32.liða úrslita Evrópudeildarinnar.” Skýrslan í heild er hér og það er mjög gaman að lesa hana, Evrópu-Einar er var þarna upp á sitt allra besta eins og hann hefur reyndar verið alla tíð síðan.

    Munurinn núna og þá er að leikurinn er í 16-liða úrslitum, Liverpool er í myljandi toppbaráttu í deildinni núna en árið 2011 var nýlega búið að reka Roy nokkurn Hodgson og Kenny Dalglish var nýtekinn við. Það er algjör eðlismunur á mannskapnum og gaman að sjá byrjunarliðið og vangaveltur Einars í upphituninni þar sem hann veltir m.a. upp nöfnum eins og Wilson, Kyrgiakos og Meireles. Leikurinn endaði síðan 0-0 í Prag. Ég ætla því ekki að þessu sinni að fara í gegnum sögu félagsins því Einar gerði því virkilega góð skil, sem og tékknesku öli og lestarkerfi Pragborgar auk ýmissa annarra skemmtilegra staðreynda og ekki staðreynda. Hins vegar ætla ég að skoða liðið þeirra eins og kostur er. Thomas Repka er ekki lengur að spila með þeim enda orðinn fimmtugur og flottur eins og ég. Liðið þeirra verður væntanlega eitthvað á þessa leið:

    Markvörðurinn verður Peter Lindahl. Hann er danskur og á ágætan feril að baki og eflaust einhverjir Íslendingar sem kannast við hann.

    Ég er ekki alveg viss á hvernig þeir stilla upp fyrir framan Peter markmann, fimm manna lína gegn Liverpool er ekkert ólíkleg. En allavega þykir mér líklegt að Angelo Preciado verði hægra megin í einhverri mynd, bakvörður eða kant-bakvörður, Martin Vitik, hinn danski Sörensen, fyrirliðinn Krejci verða miðverðir og loks Tomas Wiesner líklega vinstra megin í vörninni. Einhvern veginn býst ég við því að þeir raði sér upp, það er ekkert víst að það verði í þessari röð.

    Á miðjunni verða einhverjir af eftirtöldum: Kaan Kairinen, Quazim Laci, Markus Solbakken, Veljko Birmanevic, Lucas Haraslín og Matej Rynes. Líklega verða Finninn Kairinen, Daninn Solbakken, Serbinn Birmanevic og Tékkinn Haraslín á miðjunni og loks tékkneski framherjinn Jan Kuchta uppi á topp að gera ekki neitt. Þannig að ég giska á einhvers lags útfærslu á 5-4-1/3-4-3 hjá þeim. Þeir byrja eflaust af krafti fyrstu mínúturnar og leggjast svo niður í þéttan varnarpakka.

    En þetta er nú bara eitthvað hraðsoðið hjá mér út frá því sem ég gat lesið mér til um liðið. Hvort einhverjir aðrir verði í liðinu eða hvort ég hafi giskað á 10, 11 eða 12 leikmenn verður bara að koma í ljós. Þjálfarinn er svo danskur, Brian Piske heitir hann – eins og kannski má sjá á verulega danskri slagsíðu í hópnum.

    Leiðin þeirra í gegnum riðlakeppnina var ekki alveg einföld, þeir voru með Real Betis, Rangers og Limassol frá Kýpur í riðli og gerðu m.a. jafntefli við Rangers, sem er nú bara ekkert sérstakt. Það sem er hins vegar sérstakt er að þeir unnu Galatasaray 4-1 á heimavelli í síðustu umferð, þannig að það er alveg hægt að hræðast liðið smávegis. Þeir töpuðu reyndar 3-2 í Tyrklandi gegn þeim.

    Liverpool

    Já það er nú það. Skammt stórra högga á milli, sigur gegn Nottingham Forest um síðustu helgi og stórveldisslagur (já það er bara eitt stórveldi í þeim slag) framundan við Manchester City. Sá leikur er á sunnudaginn og það er því alveg smá tími til að jafna sig og mér finnst ólíklegt að Klopp hvíli alla sem eiga að spila þar. Þetta eru líka 16-liða úrslit í Evrópukeppni og mikilvægt að ná í það minnsta sæmilegum úrslitum í leiknum. Án þess þó að skerða á nokkurn hátt möguleikana gegn City. Eitthvað hefur verið að kvisast út um meiðsli hjá Kelleher ofan á allt annað og það bendir því allt til þess að Bruce Grobbelaar standi í rammanum hjá okkar mönnum. Það er þó alls ekkert staðfest með það þannig að ég held honum inni.

    Eins þykir ólíklegt að Dominik og Darwin spili stóra rullu, sérstaklega ef það er ekki þörf á því og líklegast að Mo spili bara alls ekki neitt. Svo eru það bara allir hinir sem eiga enn einhverjar vikur í að nái sér. Hópurinn verður því svipaður og gegn Forest, líklega einhverjar mannabreytingar á byrjunarliði og bekk.

    Mín ágiskun á byrjunarlið er þessi:

    Það er alveg jafn líklegt að Tsimikas, Gomez, McConnell og jafnvel Danns eða Koumas byrji þennan leik. Ég held að Konate verði 100% hvíldur og fari ekki einu sinni með út á flugvöll. Ég held að Klopp stilli upp sterkri varnarlínu og miðju svo það þurfi ekkert að gera allt of mikið í seinni leiknum á Anfield. Sem er bara eftir viku, rétt fyrir útileik gegn Manchester United í bikarnum. Sem KEMUR EKKI TIL GREINA AÐ TAPA. Þannig að það er nóg að gera og lítil tækifæri til að hvíla menn þótt þau séu vissulega orðin einhver. Leikurinn gegn City er sá síðasti í deildinni í þrjár vikur og ég hef grun um að hópurinn sem mætir til leiks gegn Brighton 31.mars verði töluvert öðruvísi en hópurinn sem er til taks núna.

    Spá: 1-2. Meira að segja blanda af b- og c-liðinu okkar er betra en Sparta Prag. Over and out.

    [...]
  • Gullkastið – Toppslagurinn

    Fjórtán menn á meiðslalista og áfram skröltir´ann þó. Tveir magnaðir sigurleikir í vikunni og rosalegur stórleikur framundan um helgina. Slúður um mögulega endurkomu Michael Edwards og helstu fréttir síðustu viku.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 465

    [...]
  • Spilað gegn Aston Villa á tvennum vígstöðvum

    Í dag er víst eitthvað smávegis spilað í úrvalsdeild karla, þar á meðal einhver ómerkilegur borgarslagur sem mun hafa lítið upp á sig að fylgjast nokkuð með. Í staðinn er tilvalið að gefa bæði kvennaliðinu okkar og U21 svolitla ást, en bæði liðin ætla að spila við Aston Villa núna kl. 14. U21 liðið fær Villa í heimsókn, en stelpurnar okkar eru komnar til Birmingham og mæta þar stallsystrum sínum.

    Staðan í deildinni er farin að skýrast, nokkuð ljóst að City, Chelsea og Arsenal eru að slást um dolluna, en svo koma United, okkar konur, og að lokum Spurs. Svona var staðan í morgun, einn leikur búinn í núverandi umferð þar sem City unnu Everton:

    Hvað um það, okkar konur náðu góðum 2-0 sigri gegn Villa á Prenton Park í haust, og væri nú aldeilis gaman að komast upp fyrir United og hirða 4. sætið með þrem stigum í dag.

    Fátt sem kemur á óvart í uppstillingunni, nema kannski einna helst að Sofie Lundgaard fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni. Gott að rifja upp að hún er enn aðeins 21 árs og þó hún hafi verið fyrir aftan þær Holland, Nagano, Höbinger og Missy Bo hingað til, þá gæti það mögulega verið að fara að breytast.

    Laws

    Bonner – Fahey – Fisk

    Koivisto – Nagano – Matthews

    Lundgaard – Höbinger

    Enderby – Roman Haug

    Bekkur: Micah, Parry, Clark, Daniels, Missy Bo, Lawley, Kiernan

    Aðeins þunnur bekkur; Ceri Holland er jú í banni eftir tvöfalda gula spjaldið í síðasta leik, Taylor Hinds er enn frá vegna meiðsla en vonandi fer nú að styttast í endurkomu hjá henni. Þá er Shanice hvergi sjáanleg heldur af einhverjum orsökum. Mia Enderby fær traustið í framlínunni, en Melissa Lawley og Leanne Kiernan eru klárar í slaginn af bekknum, sú síðarnefnda eftir góða frammistöðu með Írlandi í landsleikjahléinu.

    Leikurinn verður sýndur á The FA Player, í þetta sinn eru okkar konur ekki sýndar á Viaplay. Ef lesendur vita af öðrum streymum þá er um að gera að láta vita af þeim í athugasemdum.

    KOMA SVO!!!!

    [...]
  • Forest 0 – 1 Liverpool

    Liverpool mætti til Nottingham og var ALLS EKKI í sama gír eins og Hrói Höttur, heldur stálu okkar menn þrem stigum af sára-stigafátæku Forest liði með marki undir blááááálokin.

    Markið

    0-1 Nunez (90+9 mín)

    Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

    Fyrri hálfleikinn verður að flokka með allra gleymanlegustu hálfleikjum sögunnar. Það helsta sem gerðist fréttnæmt var að Kelleher varði mjög vel frá sóknarmanni Forest sem slapp einn inn fyrir, en annars var það einna helst Bobby Clark sem var líflegur af okkar mönnum. Átti skot yfir, og svo annað sem var blokkerað en lenti beint fyrir framan skóna hans Luiz Díaz, því miður voru það ekki skotskórnir hans því þeir virtust hafa gleymst heima. Kerfið sem okkar menn spiluðu var annars svipað og gegn Saints í miðri viku, Gomez var í hlutverki varnarsinnaða miðjumannsins en Elliott var á hægri kanti. Það hjálpaði ekki til hve mikið bæði hann og Gakpo féllu til baka, sem þýddi að okkar menn voru lítið að ónáða vinstri bakvörðinn hjá Forest, og það svæði þar í kring.

    Seinni hálfleikurinn var aðeins líflegri. Eins og búast mátti við mættu Nunez og Endo eftir um klukkutíma leik, það voru þeir Andy og Bobby (já þessi nýji, hinn er farinn :-(…) sem véku, og Gomez datt þá niður í vinstri bak, og Elliott kom niður á miðju. Hann þurfti svo að víkja fyrir Szoboszlai þegar korter var eftir að venjulegum leiktíma, og var EKKI sáttur. Líklega fannst honum hann vanta meiri hreyfingu eftir kyrrsetu síðustu daga. Það voru svo Jayden Danns og Kostas Tsimikas sem fengu síðustu 5 plús uppbótartíma. Allt benti til þess að þetta yrði svekkjandi 0-0 jafntefli þangað til okkar menn fengu horn þegar leikklukkan sýndi líklega 8 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, það var n.b. tíminn sem Tierney hafði bætt við leikinn, en okkur grunar að tiltekið lið hafi mögulega verið að tefja í uppbótartíma og því þurft að lengja hann. Hornspyrnurnar höfðu ekki borið góðan ávöxt fram að því, en þarna barst boltinn til Mac Allister fyrir utan teig eftir talsvert japl, jaml og fuður, og hann fann kollinn á Nunez á markteig þar sem sá síðarnefndi tók ofurnetta snertingu en nóg til að stýra boltanum í netið og fagnaðarlætin sem fylgdu hjá okkar fólki voru löng og innileg. Forest náðu kannski 6-8 snertingum eftir miðjuna, en svo flautaði furðu góður Paul Tierney dómari til leiksloka.

    Hvað réði úrslitum?

    Þrautseigja okkar manna.

    Hverjir stóðu sig best?

    Það væri auðvitað hægt að nefna marga. Virgil var geysiöflugur, við gleymum oft hvað hann er góður þegar hann er uppi á sitt besta. Dæmið þar sem hann skallaði boltann í hendurnar á Kelleher í fyrri hálfleik var mjög táknrænt: hann var búinn að lýsa því yfir áður hversu mikils hann mæti Kellerher, og þarna sýndi hann hversu mikið traust hann ber til hans með því að vera alveg á línunni með þennan skalla. Kelleher vissi alveg hvað átti að gera og allt fór eins og það átti að gera. Mac Allister var pínku ósýnilegur fyrri hluta leiksins, en varð alltaf meira og meira áberandi eftir því sem leið á leikinn. Bobby Clark – sem var n.b. að byrja sinn fyrsta deildarleik – var mjög sprækur og hans nærvera er gríðarlega mikilvæg í þessum meiðslum sem nú herja á hópinn. Nú og svo mætti Nunez og skoraði sigurmarkið, eftir að Forest aðdáendur höfðu sungið “You’re just a shit Andy Carroll” til hans. The Travelling Kop endurtók þann söng að sjálfsögðu eftir markið.

    Annars væri alveg hægt að nefna nánast alla leikmenn liðsins. Hversu galið er t.d. að við séum að spila Conor Bradley, akademíuleikmanni sem var frá vegna meiðsla megnið af haustinu, trekk í trekk í byrjunarliði í öllum keppnum, hann er að standa undir því trausti aftur og aftur, og okkur finnst bara sjálfsagt mál að það sé þannig? Þvílíkt sem sá leikmaður er að stíga upp í fjarveru Trent.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Það er erfitt að ætla að taka einhvern sérstaklega út, svona í ljósi þess leikjaálags sem er búið að vera á hópnum. Þarna voru leikmenn sem höfðu spilað vel yfir 200 mínútur á síðustu 7 dögum eða svo. Jújú, Cody Gakpo hefur alveg spilað betur á efsta þriðjunginum. Margir eru að kalla eftir því að Jayden Danns fái að byrja í næstu leikjum á hans kostnað. En það er ekki þannig sem Klopp virkar. Hann veit hvað býr í hverjum leikmanni, og sýnir þeim traust með því að spila þeim í gang. Gleymum líka ekki að Gakpo var t.d. á undan Díaz að komast í 10 skoruð mörk á leiktíðinni í öllum keppnum. Það eru nú heldur betur margir sóknarmennirnir hjá öðrum liðum sem láta sig bara dreyma um að ná slíkum tölum. Nefnum engin nöfn sérstaklega, en það má horfa á alls konar miðjumoðslið í því sambandi, lið sem e.t.v. voru áður reglulegir gestir á eða við toppinn. Semsagt, það má alveg gagnrýna Gakpo fyrir frammistöðuna, en gerum það á málefnalegan hátt, og munum að Klopp er að spila honum af einhverri ástæðu (og ástæðan er ekki endilega sú að allir hinir séu meiddir).

    Umræðan eftir leik

    • Þetta var fyrsti útisigur Liverpool á Forest í deildinni síðan á 9. áratug síðustu aldar, október 1984 nánar tiltekið þegar verkfalli starfsmanna BSRB var nýlokið og dagskrá útvarps og sjónvarps var rétt svo komin í gang aftur.
    • Darwin Nunez er með fleiri mörk og fleiri stoðsendingar á þessu tímabili heldur en á öllu síðasta tímabili, þrátt fyrir að hafa spilað færri leiki en þá.
    • Enginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri mörk sem hafa unnið leik en Darwin Nunez (markið í dag er dæmi um slíkt, fleiri slík mörk eru 1-0 mark þegar leikurinn fer 2-0 sem dæmi).
    • Þetta var 21. markið sem varamaður skorar í deildinni fyrir Liverpool á þessari leiktíð, síðast sáum við sambærilegar tölur tímabilið 2005-2006.
    • Liverpool hefur aldrei skorað sigurmark jafn seint í leik eins og í dag (a.m.k. í úrvalsdeildinni), en jöfnunarmark Kuyt gegn Arsenal árið 2011 kom á 90+12 mínútu, og er það eina markið sem hefur verið skorað síðar í deildarleik.

    Hvað er framundan?

    Það er heimsókn til meginlandsins þar sem okkar menn ætla að heimsækja Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 16. liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hvort Klopp er svo farinn að hugsa um City leikinn sem verður á sunnudag eftir viku skulum við svo ekkert segja um. Honum yrði nú alveg fyrirgefið að vera að hugsa um tvo leiki í einu fram í tímann, en hann gæti líka bara verið að hugsa um næsta leik. Það verður þó ekki litið fram hjá því að lokastaðan í deildinni í vor gæti ráðist að talsverðu leyti á úrslitum leiksins eftir 8 daga.

    Við endum þetta svo á söngnum sem var sunginn á miðvikudag, en undirritaður tók ekki eftir í dag (þó hann hefði vel mátt heyrast):

    “We haven’t won a trophy,
    we haven’t won a trophy.
    We haven’t won a trophy….
    since Sunday afternoon”

    [...]
  • Liðið gegn Forest

    Liðið komið, og bekkurinn er vissulega ekki alveg jafn þunnur og oft áður, því nú sjáum við kappa þar eins og Szoboszlai, Nunez, Endo og Danns.

    Bekkur: Adrian, Tsimikas, Quansah, Endo, McConnell, Szoboszlai, Nunez, Koumas, Danns

    Ungstirnin Koumas og Danns fá traustið á bekkinn eftir frammistöðuna í miðri viku gegn Southampton. Elliott ætlar að halda áfram að hlaupa úr sér lungun, og sama með Gakpo sem spilaði 90 mínútur í miðri viku auk 87 mínútna gegn Chelsea fyrir 7 dögum síðan.

    Endo er væntanlega á bekknum þar sem hann var gjörsamlega búinn á því gegn Chelsea, spilaði jú 120 mínútur þar. Það mátti líka búast við því að Nunez og Szoboszlai færu ekki að byrja þennan leik, verandi nýstignir upp úr meiðslum.

    Gomez aftur í sexunni, en ef mönnum líður betur með að hugsa þetta sem þriggja miðvarða kerfi með þann í miðjunni aðeins framar en hina, þá má líka hugsa það þannig.

    Þetta er leikur sem þarf að vinnast. Svo einfalt er það. Við biðjum fótboltaguðina um að enginn meiðist samhliða því.

    KOMA SVO!!!!!

    [...]
  • Leikur gegn Evrópumeisturum.

    Það eru þrír þjálfarar í knattspyrnusögu Englands sem mér finnst skara fram úr í að sameina stuðningsmenn og búa til þessa fjölskyldustemmningu bæði innan vallar sem utan. Tveir þeirra eru Liverpool þjálfarar Bill Shankly og Jurgen Klopp en svo er það fyrrum þjálfari Forest Brian Clough sem var snillingur í málfari og ná til stuðningsmanna Forest liðsins.

    Brian Clough og aðstoðar maðurinn hans Peter Taylor gerðu Forest að Evrópumeisturum árið 1979 og 1980 og er ég viss um að mörg lið væru til í að eiga svoleiðis bikara (sjá  Arsenal 😉 )

    Nottingham Forest var sem sagt stór lið á Englandi og voru leikirnir gegn Liverpool oftar en ekki með þeim stærstu á hverju ári og er ekki skrítið að þegar Liverpool tóku þá í fótboltakennslustund árið 1988  5-0 á Anfield að það er að mörgum stuðningsmönnum liðsins talinn einn besti leikur í sögu Liverpool.

    Ástandið á Forest í dag er ekki í líkingu við gullaldarárin en þeir eru þó mættir í úrvalsdeildina á sínu öðru tímabili og eru í fallbaráttu en þó finnst manni að þeir munu halda sér uppi. Forest er lið sem spilar 4-2-3-1 og virka eins og virkilega gott jójó, stundum líta þeir vel út á uppleið og stundum líta þeir skelfilega út á niðurleið. Svo að við vitum ekkert hvaða lið við munnum fá frá þeim um helgina.

     

    LIVERPOOL

    Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með ungu strákunum fá tækifæri og nýta það líka svona vel. Nokkrir byrjuðu gegn Chelsea og svo komu margir inn á og voru að drukkna úr adrenalíni og gáfu okkur aukaorku. Svo gegn Southampton þá fengu sumir verðlaun fyrir góða frammistöðu með fullt af mín en ef maður á að vera alveg hreinskilinn þá hefði líklega sterkara lið en Southampton náð að refsa okkur meira í fyrri hálfleik í þeim leik( Klopp talaði sjálfur um að pressan væri ekki alveg í takt).

    Svo að ég ætla að spá því að Klopp fer í aðeins aldri útgáfu af byrjunarliði fyrir þennan leik.

    Kelleher að sjálfsögðu í markinu.  Van Dijk/Konate skiptu með sér hálfleikjum í síðasta leik svo að þeir byrja þennan.  Bradley heldur áfram í hægri bakverði en þar sem Andy var eitthvað smá tæpur þá tel ég að Gomez fái að byrja þennan leik í vinstri bakverði.

    Mac Allister er heill en Endo er tæpur en ég tel að hann sé harðjaxl sem nær að vera tilbúinn í þennan slag. Sly er byrjaður að æfa en ég tel að hann verður á bekknum og ofurmaðurinn Elliott sem spilaði 120 mín í deildarbikar og svo meirihlutann gegn Southampton byrjar inn á en er aldrei að fara að klára leikinn( Sly tekur síðasta hálftímann)

    Ef ég mætti ráða þá myndi Diaz, Nunez og Danns byrja en ég held að Klopp treystir frekar Gakpo sem hefur ekki náð að heilla mig ( því miður)

    Salah er en þá meiddur en Klopp talar um að það er stutt í hann ( ég spái því að hann verður 100% klár gegn Man City) og er hann þá utan hóps ásamt Alisson, Jota, Trent, Jones og Gravenberg til að nefna nokkra.

    SPÁ
    Þetta er en einn úrslitaleikurinn hjá liðinu og en og aftur má ekki tapast stig því að það er ólíklegt að bæði Man City eða Arsenal séu að fara að gefa eitthvað eftir. Forest liðið datt út úr FA Cup gegn Man utd með marki undir lok leiksins og koma því svekktir til leiks en líka vitandi að þeir verða að fara að safna stigum ef þeir ætla ekki að falla og ég tala nú ekki um ef dómsmálið gegn þeim gefur þeim ekki nokkur mínus stig ( kannski 6 eins og Everton ).

    Það kemur að því að okkar menn sem hafa verið að spila mikið undanfarið fari aðeins að stífna upp og orkan aðeins að detta niður og því tel ég að þetta verður erfiður leikur sem við þurfum að hafa mikið fyrir.
    Ég ætla að spá 1-2 sigri þar sem Diaz og Danns sjá um mörkin(Danns kemur inn á þegar korter er eftir og skorar sigurmark í blálokin)

    YNWA

    Ætla að leyfa Ladda að eiga loka orðið fyrst að við erum að fara að spila í Skírisskógi já eða næsta bæ.

    [...]
  • Liverpool 3-0 Southampton

    Leikurinn í dag byrjaði ekki vel fyrir reynslulaust lið Liverpool þegar Southampton náði að koma boltanum í netið eftir aðeins nokkrar sekúntur en sem betur fer var markaskorarinn Mara kolrangstæður. Þetta virtist þó fara með sjálfstraust okkar manna og eftir tíu mínútna leik voru Southampton menn einnig búnir að eiga stangarskot sem og að láta reyna á Kelleher í markinu en svo loks fóru menn að finna taktinn. Southampton var enn stekari aðilinn framan af en við náðum að koma Gakpo og Clark í ágætis stöður en leikurinn enn markalaus. Það var svo á 45. mínútu rétt áður en flautað var til hálfleiks þegar Lewis Koumas, í sínum fyrsta leik fyrir félagið, braut ísinn. Bobby Clark kom boltanum til hans rétt við vítateiginn. Koumas snéri inn á völlinn og átti svo lúmskt skot meðfram jörðinni undir Lumley í markinu. Mínútu síðar átti Gakpo skot framhjá úr góðri stöðu áður en flautað var til hálfleiks. Óheppnir að vera ekki 2-0 yfir í hálfleik þar sem Kelleher var okkar besti maður eins undarlega og það hljómar.

    Í hálfleik fór Van Dijk af velli fyrir Konate en þeir skiptu með sér leiknum við hlið Quasah í vörninni meðan Joe Gomez fékk nýtt hlutverk sem djúpur miðjumaður í dag, hans fjórða staða á tímabilinu. Í byrjun seinni hálfleiks hélt Gakpo áfram að fara illa með ágætis stöður en leikurinn datt svo aðeins niður þegar bæði lið fóru að nýta mikið af skiptingum en þegar tuttugu mínútur voru eftir fengu Southampton menn dauðafæri til að jafna leikinn en Shea Charles setti boltan í hliðarnetið og okkar menn heppnir að þessi bolti barst ekki vanari sóknarmanni. Það var svo einn af okkar varamönnum Jayden Danns sem kláraði leikinn með tveimur mörkum en það var einmitt kannski eitt það óvæntasta við liðsvalið í dag að hann var á bekknum eftir tvær mjög jákvæðar innkomur en hann kórónaði þær með tveimur mörkum í dag.

    Bestu menn Liverpool

    Kelleher átti annan stórleik í marki Liverpool í dag og maður er að verða rólegri og rólegri að hafa hann í rammanum. Ekki misskilja mig það er gríðarlegur söknuður í Alisson enda sá besti í þessari stöðu í heimi en við höfum átt ansi marga aðalmarkmenn sem eru lakari en Kelleher og því forréttindi að eiga jafn góðan varamarkmann og þetta þó hann eigi alveg augnablik þar sem maður vill sjá hann gera betur. Danns og Koumas skora mörkin og gera báðir mjög vel í mörkum sínum. Bobby Clark virðist vera virkilega góður leikmaður og var flottur á miðjunni í dag og í síðustu tveimur leikjum er hann að byggja ansi góð rök fyrir því að vera enn annar kostur á miðsvæðið hjá okkur, jafnvel þegar allir eru heilir. Elliott, kannski ekki nein stjöruleikur svo sem en verð að setja hann með hér því hvernig í ósköpunum gat hann byrjað þennan leik eftir að hafa gjörsamlega hlupið úr sér lugnun á sunnudaginn. Verð að gefa honum stóran bónus fyrir það.

    Hvað mátti betur fara

    Gakpo var einn af okkar reynslumeiri mönnum í dag og hefði mátt fara betur með færin sín til að klára leikinn fyrr en þó alls enginn hauskúpuleikur hjá honum. Gomez átti erfitt með að fóta sig í nýrri stöðu í fyrri hálfleik en má eiga það að hann óx í hlutverkið og skilaði ágætis leik. Fyrir utan það var það bara að við hefðum mátt byrja leikinn betur en með svona óslípað lið er eðlilegt að það taki tíma að finna taktinn.

    Umræðan

    • Það er búið að draga og við förum á Old Trafford og mætum Manchester United í síðasta leik fyrir landsleikjahlé um miðjan mars.
    • Ungu strákarnir halda áfram að gefa og bættum Koumas í hóp þeirra í dag.
    • Trey Nyoni kom inn á í dag en hann er 16 ára gamall og yngsti leikmaður Liverpool til að spila í FA-bikarnum. Hann fæddist 30. júní 2007, fjórum dögum seinna skrifaði Fernando Torres undir hjá Liverpool!

    Næsta verkefni

    Næsta verkefni er Nottingham Forest á útivelli í hádeginu á laugardaginn og vonandi verða einhverjar af stjörnunum okkar komnar til baka fyrir þann leik, ef ekki verða krakkarnir okkar bara að vinna þann leik líka!

    [...]
  • Hvolpasveitin sem byrjar gegn Southampton í bikarnum

    Bekkur: Adrian, Konate, Nallo, Scanlon, Mac Allister, Nyoni, Danns, Gordon, Díaz

    Líklega náði enginn að giska á uppstillinguna, og við vitum ekki einusinni hvernig þessu verður stillt upp úti á velli. Er Bradley í Salah stöðunni, eða er Harvey þar og Gomez í sexunni? Er Koumas á miðju í 4-4-2? Þetta kemur allt í ljós þegar leikurinn byrjar, en maður vonar að stjóri Southampton sé jafn ruglaður í ríminu og við hin öll með hvernig þessu verður stillt upp.

    Númer eitt: KOMA HEILIR ÚR ÞESSUM LEIK!!!!
    Númer tvö: vinna og komast í 8 liða úrslitin.

    Búið að draga og ef 8 liða úrslitin bíða þá er það útileikur gegn Forest eða United.

    KOMASVO!!!!

    [...]
  • Southampton kemur í heimsókn – Upphitun

    Það er engin miskun á deildinni. Okkar menn eru varla komnir með mjólkursýrurnar úr fótunum þegar nú er komið að næsta leik, í þetta sinn bikarleik gegn dýrlingunum frá suðurströnd Englands. Venjulega væri þetta einfalt verkefni, en þrem dögum eftir bikarúrslitaleik? Með sirka fimm ómeidda aðalliðsmenn? Þetta verður langt því frá auðvelt, en auðvitað trúum við á kraftaverk.

    Andstæðingurinn

    Southampton kvöddu Úrvalsdeildina í fyrra eftir ellefu ára veru í henni. Áratugurinn í deild þeirra bestu var ótrúlegt ævintýri. Þeir tóku þátt í evrópukeppni í fyrsta sinn, spiluðu á tímabili glimrandi og spennandi sóknarbolta og höfðu ótrúlegt lag á því að finna leikmenn sem áttu eftir að plumma sig vel í Úrvalsdeildinni.

    En eins og mörg lið sem hafa flogið hátt á því að kaupa unga og spennandi lentu þeir á endanum í að þeir gátu ekki látið töfrana ganga endalaust. Fyrr má nú vera, listinn yfir menn sem sköpuðu sér nafn hjá dýrlingunum en fóru svo annað er langur: Virgil van Dijk, Sadio Mané, Adam Lallana, Mauricio Pochettino, Ronald Koeman, Luke Shaw, Dejan Lovren, Rickie Lambert, Nathaniel Clyne… listinn er ekki tæmandi.

    En þegar maður rennir yfir félagaskipti frá liðinu sér maður nokkuð stóra breytingu um 2019. Þá hættu Southampton að finna gullmolan og spilaborgin byrjaði að hrynja. Þegar þeir loksins féllu í fyrra var það búið að vera óhjákvæmilegt og kannski höfðu þeir gott því. Ég mögulega vista þessar þrjár málsgreinar því ég held ég muni geta notað þær nær orðrétt um Brighton í upphitun eftir nokkur ár…

    Það er ekki neitt gífurlegur rígur milli Liverpool og Southampton. Liðin hafa spilað reglulega í heila öld, Liverpool unnið mun oftar og síðustu í síðustu tíu leikjum hafa Liverpool unnið átta. Stuðningsmenn Liverpool hafa helst fundið Southampton það til forráttu að það er gífurlegt vesen að komast til borgarinnar svo Travelling Kop fagnaði vel þegar þeir fóru niður. Hins vegar eru mun sterkari tilfinningar meðal Southampton stuðningsmanna gagnvart Liverpool. Þið tókuð kannski eftir að ansi margir af þeim sem fór frá Saints fóru til Liverpool. Margir stuðningsmenn Saint telja (mögulega réttilega) að Liverpool hafi rifið besta lið þeirra í sundur. Tilfinningar þeirra gagnvart okkar mönnum erur eftir því.

    Í vetur hafa Southampton verið öflugir og eiga fínasta séns á að komast aftur upp. Þegar tólf umferðir eru eftir eru þeir nánast örrugir um að komast í útsláttar keppnina, með fimmtán stiga forskot á Norwich í sjöunda sæti. Þeir eru ekki nema fimm stigum á eftir Leeds, sem sitja í öðru sæti.

    Útsláttarkeppninn er auðvitað gífurlegt lotterí. En Southampton dreymir um að komast aftur upp í fyrstu tilraun. Þess vegna á ég mjög erfitt með að trúa að þeir setji mikið púður í þennan leik, ef einhverjir leikmenn eru eitthvað tæpir munu þeir hvíla. Á venjulegum degi myndi ég segja að Liverpool ætti að bakka yfir hvaða B-deildar lið í heimi. En þetta er ekki venjulegur dagur, frekar en aðrir hjá Liverpool.

    Okkar menn.

    Tíundi deildarbikar Liverpool var landað á sunnudaginn á ótrúlegan hátt. Leikmenn sem sumir hverjir þurftu að mæta aftur í menntaskóla daginn eftir leik komu inná undir lok leiks og létu rándýra leikfangafélagið líta út eins og kjána.

    En kostnaðurinn var töluverður. En einn leikmaðurinn var tæklaður út í meiðsli og nokkrir spilluðu í rúmlega 120 mínútur. Það er erfitt að ímynda sér að Van Dijk, Endo, Elliot og Diaz verði látnir byrja eftir að hafa spilað tvo tíma á hæst tempói þrem sólarhringum áður. Ég ætla að giska á að Kelleher geti byrjað enga að síður, en einhvern tíman væri leikur til að veðja á að Adrian fái að koma inn, væri það þessi. Er samt ekki að spá því.

    Það er hægt að velta fyrir sér hvort Robbo eða Tsimikas fái að byrja leikinn. Robbo er þar ný komin úr meiðslum að hann þarf fleiri mínútur, svo ég held að hann fái að starta og Tsimikas komi svo inná. Ég held að Quansah og Gomez byrji í miðverðinum (Konate var orðin fjári bensínlaus þegar hann fór út af) og Bradley í hægri bakverði.

    Miðjan er svo einn stór hausverkur. Ég trúi ekki að Endo hefji leikinn eftir að hann var nánast skreið upp stiganna á Wembley. MacAlllister gæti alveg farið niður í sexuna, fá að taka einn dans þar en. McConnel stóð sig frábærlega á Wembley þannig að ég hugsa að Klopp leyfi honum að fylgja eftir frammistöðunni í London. Síðan verður Clark líklega honum við hlið.

    Ætli Gakpo verði síðan ekki látinn byrja á vinstri vængnum, með Danns upp á topp og Koumas hægra megin. Þetta lið gæti hæglega sett met í hversu háar treyjutölurnar eru að meðaltali:

    Spá… og áskorun.

    Ég get ekki fyrir mitt litla líf spáð því að þetta verður einfaldur og þægilegur leikur. Ég spái að þetta fari 2-2 í venjulegum leiktíma, 3-3 eftir framlengingu og Liverpool vinni svo vítaspyrnu keppnina.

    Áskorun mín til lesenda er þessi: Hvernig haldið þið að byrjunarliðið verði og hverjir koma inn af bekknum?

     

     

    [...]
  • Gullkastið – Kidstanbul

    Eftir að Ryan Gravenberch fór af velli eftir tæplega háflftíma leik á Wembley voru Liverpool án 12 leikmanna sem flestir eru lykilmenn í leikmannahópi Liverpool. Þrátt fyrir það tókst Liverpool að vinna og það á nokkuð sannfærandi hátt Chel$ea, eitt dýrasta lið sögunnar. Liverpool fékk miklu minni hvíld fyrir leik og hafa spilað miklu fleiri leiki en Chelsea í vetur þannig að þegar þeir örfáu lykilmenn sem byrjuðu fóru að þreytast henti Klopp bara krökkunum inná og þeir kláruðu dæmið. Frábær frammistaða.

    Tókum snúning á því sem var að gerast um helgina og spáðum í spilin fyrir næstu leiki, hvernig í veröldinni stillir Klopp upp gegn Southampton á miðvikudaginn?

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 464

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close