Aftur á forsíðu
Liverpool Blogg :: Hjalti Þór Hreinsson


Ég heiti Hjalti Þór Hreinsson og fæddist á því herrans ári 1984 líkt og Daniel Agger og Florent Sinama Pongolle. Ég hef haldið með Liverpool frá því ég byrjaði að taka eftir enska boltanum á eftir barnaefninu í æsku en reyndar er nokkuð ósætti um það hvernig ég byrjaði að halda með liðinu. Systir mín og pabbi minn vilja bæði eigna sér það en ég held því fram að ég hafi tekið upp leik með Liverpool algjörlega óvart, einmitt á eftir barnaefninu! Eftir að hafa horft á barnaefnið aftur og aftur horfði ég svo á leikinn aftur og aftur

Í fyrstu hélt ég mikið upp á Ian Rush og John Barnes. Þeir voru mínir uppáhaldsleikmenn og ég var alltaf þeir þegar ég var sjálfur að sparka á mínum miður stutta knattspyrnuferli. Mér varð fljótlega ljóst að knattspyrnan var mér ekki í blóði borin þrátt fyrir að eiga rætur að rekja til Akraness og lagði ég því skóna á hilluna fljótlega eftir það enda var það augljóst mál að hlutskipti mitt í lífinu var ekki að spila fótbolta heldur einungis að fylgjast með honum. Ég get ómögulega gert upp á milli leikmannanna í dag en ef einhver sígur framúr aðeins meira en hinir þá er það Jamie Carragher, af nokkuð augljósum ástæðum.

Ég er sem stendur að hefja nám í Háskólanum á Akureyri þar sem ég mun stunda Fjölmiðlafræðinám. Ég lauk stúdentsprófi frá FB árið 2004 af upplýsinga- og tæknibraut og fór síðan um hríð í Iðnskólann í Reykjavík áður en ég fór í HÍ. Ég var ritstjóri á heimasíðunni Fótbolti.net í tvö ár en lagði þann penna á hilluna í byrjun árs 2006 og kvaddi ég síðuna með söknuði. Þar skrifaði ég um 3750 fréttir af ýmsu tagi og skipar síðan stóran sess í mínu lífi. Meðal annars varð hún til þess að ég ákvað að fara ekki í arkitektanám heldur feta á fjölmiðlafræðibrautina.

Auk þess að skrifa á Fótbolti.net skrifaði ég um hríð fyrir Liverpool.is en þó ekki mjög lengi. Ég skrifa einnig núna á Leiknir.com en það er mitt lið á Íslandi og fylgi ég því í gegnum súrt og sætt. Í byrjun síðasta ár fór ég að vinna á Blaðinu sem þá var nýstofnað. Þar fékk ég góða reynslu en ég skrifaði eingöngu íþróttafréttir þar. Haustið 2006 bauðst mér svo helgarvinna á Fréttablaðinu sem ég þáði með þökkum.

Eftir nokkra mánuði í HÍ, þar sem ég var ekki að finna mig, bauðst mér starf á Fréttablaðinu. Ég vann þar fullt starf í íþróttafréttunum frá febrúarmánuði og þar til núna í haust en þessi tími var án efa sá besti í mínu lífi. Ég ákvað þó að feta menntaveginn núna en hlakka til að halda áfram í fjölmiðlageiranum sem ég mun svo sannarlega gera, bæði í haust sem og í framtíðinni. Hjalti Þór Hreinsson E-mail hjalti84@hotmail.com

























Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·LFC 1 - Chelsea 0 (4-1 í vító)!!!
·Portsmouth 2 - Liverpool 1
·Chelsea 1 - Liverpool 0
·L'pool 2 - Wigan 0
·L'pool 2 - M'boro 0

Leit:

Síðustu Ummæli

Kristján Atli: Steini! Welcome back from the dead! :bi ...[Skoða]
SSteinn: Lets make it a 100 :biggrin: ...[Skoða]
SSteinn: Held hreinlega að það séu fleiri til í a ...[Skoða]
Kristján Atli: Þetta er allt öðruvísi. Hitt bloggið er ...[Skoða]
SSteinn: Jæja, heimtur úr helju og komið að því a ...[Skoða]
Frú Rafa: Haha, ég var samt að fatta....hversu oft ...[Skoða]
Frú Rafa: Mér finnst alveg hræðilegt að heyra að þ ...[Skoða]
Einar Örn: Jú, og redda Karli Bretaprins nýja konu! ...[Skoða]
Doddi: Þetta verður æðislegur úrslitaleikur. En ...[Skoða]
Einar Örn: Vá, að sjá Chelsea detta út á þriðjudegi ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Milan vs. Man Utd (Uppfært: MILAN!!!)
· LFC 1 - Chelsea 0 (4-1 í vító)!!!
· 2 tímar í leik!
· Kewell spilar með varaliðinu!
· Chelsea á Anfield á morgun!
· Auglýsing: Diagon á netinu!

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeildin · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33